Lestur sem hentar öllum nemendum 27. ágúst 2012 00:01 Aðferðin gengur út á að börnin lesi saman í pörum og hjálpist að. Hún hefur gefið góða raun. nordicphotos/getty images Ný aðferð í lestrarþjálfun er að ryðja sér til rúms í nítján skólum hér á landi. Hún byggist á því að nemendur lesi saman í pörum og hjálpist að. Kennari segir aðferðina henta jafnt sterkum nemendum sem þeim sem eiga í erfiðleikum. Nítján skólar víðs vegar um landið hafa tekið upp eða eru að taka upp nýja aðferð við lestrarkennslu, sem byggist á því að nemendur vinni saman í pörum. Mikil ánægja er með aðferðina, sem nefnist PALS. „Þetta virkar vel fyrir alla. Þetta virkar fyrir sterka nemendur, fyrir þá sem eru með íslensku sem annað mál og líka þá sem eru lesblindir eða með aðra erfiðleika,“ segir Ásdís Hallgrímsdóttir, kennari í Ölduselsskóla. Hún hefur kennt aðferðina undanfarin ár auk þess sem hún hefur ásamt Kristínu Ingu Guðmundsdóttur, kennara í Lágafellsskóla, haldið námskeið fyrir aðra kennara. PALS er upprunalega frá Bandaríkjunum og stendur fyrir Peer-Assisted Learning Strategies. Á íslensku hefur þetta verið þýtt sem pör að læra saman. Aðferðin er byggð upp sem jafningjakennsla. Nemendur lesa saman í pörum eftir mjög ákveðnu skipulagi. Annað barnið les fyrst í fimm mínútur á meðan hitt hlustar, leiðréttir mistök og hjálpar með erfið orð. Þá eru gefin stig fyrir hverja lesna setningu. Eftir fimm mínútur er skipt um hlutverk. Aðferðin hefur verið notuð í nítján ár ytra og gefið góða raun. Rannsóknir hafa sýnt framfarir í lestri á öllum getustigum. Ásdís segir aðferðina ekki nein ný geimvísindi. „Það er ekkert í þessu sem kennarar kunna ekki, en þetta er sett saman á þann hátt að úr verður góð aðferð til lestrarþjálfunar. Það er það sem gerir þetta svo gott, þetta er sett í alveg ákveðið form og þegar farið er eftir því virkar það. Alls staðar þar sem þetta er notað hefur sést mikill árangur.“ PALS var innleitt í skólana á vegum SÍSL, sérfræðingateymis í samfélagi, sem Hulda Karen Daníelsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, fer fyrir. Hulda Karen var að leita að aðferðum sem hentuðu skóla án aðgreiningar hér á landi, en PALS hafði þótt mjög gott fyrir börn sem höfðu ensku sem annað tungumál í Bandaríkjunum. Þjálfunin fer fram þrisvar í viku. „Við höfum alltaf verið að tala um að við getum ekki hlustað nógu mikið á börnin lesa, og þau lesa ekki nógu mikið til að þessi þjálfun eigi sér stað. Þessi aðferð gerir að verkum að við mætum þessu, segir Ásdís.“ Þá segir hún jafnframt að vegna þess að hægt sé að hlusta á börnin mun oftar sé auðveldara að greina vandamál. thorunn@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira
Ný aðferð í lestrarþjálfun er að ryðja sér til rúms í nítján skólum hér á landi. Hún byggist á því að nemendur lesi saman í pörum og hjálpist að. Kennari segir aðferðina henta jafnt sterkum nemendum sem þeim sem eiga í erfiðleikum. Nítján skólar víðs vegar um landið hafa tekið upp eða eru að taka upp nýja aðferð við lestrarkennslu, sem byggist á því að nemendur vinni saman í pörum. Mikil ánægja er með aðferðina, sem nefnist PALS. „Þetta virkar vel fyrir alla. Þetta virkar fyrir sterka nemendur, fyrir þá sem eru með íslensku sem annað mál og líka þá sem eru lesblindir eða með aðra erfiðleika,“ segir Ásdís Hallgrímsdóttir, kennari í Ölduselsskóla. Hún hefur kennt aðferðina undanfarin ár auk þess sem hún hefur ásamt Kristínu Ingu Guðmundsdóttur, kennara í Lágafellsskóla, haldið námskeið fyrir aðra kennara. PALS er upprunalega frá Bandaríkjunum og stendur fyrir Peer-Assisted Learning Strategies. Á íslensku hefur þetta verið þýtt sem pör að læra saman. Aðferðin er byggð upp sem jafningjakennsla. Nemendur lesa saman í pörum eftir mjög ákveðnu skipulagi. Annað barnið les fyrst í fimm mínútur á meðan hitt hlustar, leiðréttir mistök og hjálpar með erfið orð. Þá eru gefin stig fyrir hverja lesna setningu. Eftir fimm mínútur er skipt um hlutverk. Aðferðin hefur verið notuð í nítján ár ytra og gefið góða raun. Rannsóknir hafa sýnt framfarir í lestri á öllum getustigum. Ásdís segir aðferðina ekki nein ný geimvísindi. „Það er ekkert í þessu sem kennarar kunna ekki, en þetta er sett saman á þann hátt að úr verður góð aðferð til lestrarþjálfunar. Það er það sem gerir þetta svo gott, þetta er sett í alveg ákveðið form og þegar farið er eftir því virkar það. Alls staðar þar sem þetta er notað hefur sést mikill árangur.“ PALS var innleitt í skólana á vegum SÍSL, sérfræðingateymis í samfélagi, sem Hulda Karen Daníelsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, fer fyrir. Hulda Karen var að leita að aðferðum sem hentuðu skóla án aðgreiningar hér á landi, en PALS hafði þótt mjög gott fyrir börn sem höfðu ensku sem annað tungumál í Bandaríkjunum. Þjálfunin fer fram þrisvar í viku. „Við höfum alltaf verið að tala um að við getum ekki hlustað nógu mikið á börnin lesa, og þau lesa ekki nógu mikið til að þessi þjálfun eigi sér stað. Þessi aðferð gerir að verkum að við mætum þessu, segir Ásdís.“ Þá segir hún jafnframt að vegna þess að hægt sé að hlusta á börnin mun oftar sé auðveldara að greina vandamál. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira