Arnór: Þetta var alls ekki skemmtileg lífsreynsla Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. ágúst 2012 07:00 Arnór lék síðast með Magdeburg í þýsku deildinni. fréttablaðið/vilhelm Landsliðsmaðurinn Arnór Atlason samdi um helgina til eins árs við hið sterka þýska félag, Flensburg. Liðið varð í öðru sæti í þýsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og leikur því í Meistaradeildinni í ár. Arnór var tilneyddur að finna sér nýtt lið í kjölfar þess að félag hans, AG frá Kaupmannahöfn, fór á hausinn er Ólympíuleikarnir stóðu yfir. "Þetta leggst mjög vel í mig enda frábært félag sem ég er að fara í. Það er því gott að hafa náð samningi við þetta félag," sagði Arnór en það var væntanlega engin óskastaða að semja aðeins til eins árs? "Nei, en ég er samt ánægður með þetta tækifæri. Ég gat ekki verið að setja það fyrir mig og ég reyni að hugsa sem minnst um það. Ég ætla bara að nýta tækifærið sem ég fæ." Skytta Flensburg, Petar Djordjic, sleit krossbönd síðastliðin þriðjudag og spilar því ekkert í vetur. Strax daginn eftir hafði Flensburg samband við Arnór og hann á að leysa Djordjic af hólmi í vetur. "Það tók stuttan tíma að klára þetta enda báðir aðilar spenntir fyrir samstarfi." Arnór mun flytja alla fjölskylduna til Þýskalands en sonur hans var byrjaður í dönskum skóla og svo á konan hans von á sér á hverri stundu. "Það er búið að heita því að það verði hugsað mjög vel um okkur. Konan mín hafði heyrt í íslensku stelpunum sem hafa verið hérna áður og okkur líst vel á þetta. Það verður mjög gaman og spennandi að fara þarna," sagði Arnór. Arnór fékk aðstoð til þess að pakka um helgina svo fjölskyldan gæti drifið sig til Þýskalands enda er næsti leikur hjá Flensburg á miðvikudaginn. "Ég er búinn að ræða mikið við Vranjes þjálfara og hann virkar vel á mig. Hann hefur náð frábærum árangri með þetta lið. Liðið ætlar að reyna að gera jafnvel núna og svo er plús að liðið er í Meistaradeildinni. Þetta ætti því að geta orðið skemmtilegur vetur," sagði Arnór en hann neitar því ekki að það sé léttir að vera búinn að ganga frá sínum málum. "Það er gott að þetta endaði vel en þetta var alls ekki skemmtileg lífsreynsla. Hún styrkir mann samt vonandi." Handbolti Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Arnór Atlason samdi um helgina til eins árs við hið sterka þýska félag, Flensburg. Liðið varð í öðru sæti í þýsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og leikur því í Meistaradeildinni í ár. Arnór var tilneyddur að finna sér nýtt lið í kjölfar þess að félag hans, AG frá Kaupmannahöfn, fór á hausinn er Ólympíuleikarnir stóðu yfir. "Þetta leggst mjög vel í mig enda frábært félag sem ég er að fara í. Það er því gott að hafa náð samningi við þetta félag," sagði Arnór en það var væntanlega engin óskastaða að semja aðeins til eins árs? "Nei, en ég er samt ánægður með þetta tækifæri. Ég gat ekki verið að setja það fyrir mig og ég reyni að hugsa sem minnst um það. Ég ætla bara að nýta tækifærið sem ég fæ." Skytta Flensburg, Petar Djordjic, sleit krossbönd síðastliðin þriðjudag og spilar því ekkert í vetur. Strax daginn eftir hafði Flensburg samband við Arnór og hann á að leysa Djordjic af hólmi í vetur. "Það tók stuttan tíma að klára þetta enda báðir aðilar spenntir fyrir samstarfi." Arnór mun flytja alla fjölskylduna til Þýskalands en sonur hans var byrjaður í dönskum skóla og svo á konan hans von á sér á hverri stundu. "Það er búið að heita því að það verði hugsað mjög vel um okkur. Konan mín hafði heyrt í íslensku stelpunum sem hafa verið hérna áður og okkur líst vel á þetta. Það verður mjög gaman og spennandi að fara þarna," sagði Arnór. Arnór fékk aðstoð til þess að pakka um helgina svo fjölskyldan gæti drifið sig til Þýskalands enda er næsti leikur hjá Flensburg á miðvikudaginn. "Ég er búinn að ræða mikið við Vranjes þjálfara og hann virkar vel á mig. Hann hefur náð frábærum árangri með þetta lið. Liðið ætlar að reyna að gera jafnvel núna og svo er plús að liðið er í Meistaradeildinni. Þetta ætti því að geta orðið skemmtilegur vetur," sagði Arnór en hann neitar því ekki að það sé léttir að vera búinn að ganga frá sínum málum. "Það er gott að þetta endaði vel en þetta var alls ekki skemmtileg lífsreynsla. Hún styrkir mann samt vonandi."
Handbolti Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira