Skuldirnar vegna kaupa á Símanum að sliga Skipti 31. ágúst 2012 09:00 Fjármagnskostnaður Skipta, móðurfélags Símans, Mílu og Skjás miðla, skerðir samkeppnishæfni og fjárfestingagetu félagsins. Forstjóri þess segir þetta ekki ganga upp til lengri tíma og að endurfjármögnun félagsins sé „mjög aðkallandi". Kostnaðurinn er tilkominn vegna sambankaláns sem tekið var þegar Skipti keyptu Símann í einkavæðingarferli árið 2005 og útistandandi skuldabréfaflokks. Sambankalánið, sem stendur í um fjörutíu milljörðum króna, er á gjalddaga í desember 2013 og skuldabréfaflokkurinn, upp á 22 milljarða króna, á að greiðast í apríl 2014. Þangað til greiðir félagið vexti af þessum skuldum. Skipti birtu hálfsársuppgjör sitt í gær. Rekstrarhagnaður félagsins nam 3,4 milljörðum króna. Á móti var fjármagnskostnaður þrír milljarðar og virðisrýrnun eigna 1,3 milljarðar. Þessir tveir þættir voru ráðandi í því að félagið tapaði 2,6 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins, sem er um 700 milljónum meira en tapið á sama tíma í fyrra. Steinn Logi Björnsson, forstjóri Skipta, segir ljóst að það þurfi að endurfjármagna félagið enda sé afkoma Skiptasamstæðunnar óviðunandi vegna alltof hárrar skuldastöðu og fjármagnskostnaði sem henni fylgir. „Fjármagnsstrúktúrinn eins og hann er núna gengur ekki til lengri tíma," segir hann. „Það er því orðið mjög aðkallandi að ráðast í endurfjármögnun og undirbúningur fyrir hana er hafinn. Það kemur í ljós á næstu mánuðum hvernig til tekst." Aðspurður hvort nægjanlegt sé að endurfjármagna skuldir segir Steinn það fræðilega vera hægt. „Það er þó auðvitað aldrei ákjósanlegt til lengri tíma. Skuldastaðan hefur áhrif á samkeppnishæfni okkar og við getum ekki fjárfest eins og við þurfum." Eigandi Skipta er Klakki ehf., sem áður hét Exista. Stærsti eigandi þess félags er Arion banki með 44,9 prósent hlut. Þrír erlendir vogunarsjóðir eiga auk þess samtals 17,5 prósent í Klakka. - þsj Fréttir Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Samstarf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Fjármagnskostnaður Skipta, móðurfélags Símans, Mílu og Skjás miðla, skerðir samkeppnishæfni og fjárfestingagetu félagsins. Forstjóri þess segir þetta ekki ganga upp til lengri tíma og að endurfjármögnun félagsins sé „mjög aðkallandi". Kostnaðurinn er tilkominn vegna sambankaláns sem tekið var þegar Skipti keyptu Símann í einkavæðingarferli árið 2005 og útistandandi skuldabréfaflokks. Sambankalánið, sem stendur í um fjörutíu milljörðum króna, er á gjalddaga í desember 2013 og skuldabréfaflokkurinn, upp á 22 milljarða króna, á að greiðast í apríl 2014. Þangað til greiðir félagið vexti af þessum skuldum. Skipti birtu hálfsársuppgjör sitt í gær. Rekstrarhagnaður félagsins nam 3,4 milljörðum króna. Á móti var fjármagnskostnaður þrír milljarðar og virðisrýrnun eigna 1,3 milljarðar. Þessir tveir þættir voru ráðandi í því að félagið tapaði 2,6 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins, sem er um 700 milljónum meira en tapið á sama tíma í fyrra. Steinn Logi Björnsson, forstjóri Skipta, segir ljóst að það þurfi að endurfjármagna félagið enda sé afkoma Skiptasamstæðunnar óviðunandi vegna alltof hárrar skuldastöðu og fjármagnskostnaði sem henni fylgir. „Fjármagnsstrúktúrinn eins og hann er núna gengur ekki til lengri tíma," segir hann. „Það er því orðið mjög aðkallandi að ráðast í endurfjármögnun og undirbúningur fyrir hana er hafinn. Það kemur í ljós á næstu mánuðum hvernig til tekst." Aðspurður hvort nægjanlegt sé að endurfjármagna skuldir segir Steinn það fræðilega vera hægt. „Það er þó auðvitað aldrei ákjósanlegt til lengri tíma. Skuldastaðan hefur áhrif á samkeppnishæfni okkar og við getum ekki fjárfest eins og við þurfum." Eigandi Skipta er Klakki ehf., sem áður hét Exista. Stærsti eigandi þess félags er Arion banki með 44,9 prósent hlut. Þrír erlendir vogunarsjóðir eiga auk þess samtals 17,5 prósent í Klakka. - þsj
Fréttir Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Samstarf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira