Peningum safnað í strætóbauk í Höfða 31. ágúst 2012 04:00 Safnast þegar saman kemur Gestir í Höfða sýnast hafa verið örlátir í sumar og bæði íslenskir seðlar og erlendir streymt í farmiðabaukinn sem Strætó lagði til fyrir frjáls framlög. Mikilvægt þykir að peningar séu sýnilegir.Fréttablaðið/GVA „Það verður forvitnilegt að sjá hvað kemur þarna upp úr," segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, um söfnunarbauk sem verið hefur í Höfða í sumar. Reykjavíkurborg ákvað í vor að opna Höfða fyrir almenningi sem, frá því 5. júní í sumar, hefur getað skoðað sig um í húsinu alla virka daga milli klukkan ellefu og fjögur. „Ef við hefðum farið að innheimta aðgangseyri þá hefði það kostað heilan starfsmann sem hefði þurft að vera þarna og taka við honum," útskýrir Bjarni ástæðu þess að ákveðið var að sleppa gestum við að borga sig inn en setja þess í stað upp bauk fyrir frjáls framlög til að fá fé upp í kostnað. Síðasti dagur sumaropnunarinnar er í dag. Höfði verður opnaður klukkan ellefu að venju en búast má við að húsinu verði lokað fyrr en venjulega, jafnvel strax klukkan eitt, vegna móttöku sem þar verður eftir hádegi. „Aðsóknin hefur verið góð," segir Bjarni um reynsluna af sumaropnuninni. Hann upplýsir að gestir hafi verið taldir í sumar og að verið sé að taka saman þær tölur. Jafnframt verði söfnunarbaukurinn nú opnaður í fyrsta sinn frá því í sumarbyrjun og talið upp úr honum. Um er að ræða gamlan farmiða- og fargjaldsbauk frá Strætó. „Þeir hjá Strætó eru með lykilinn og munu koma og opna baukinn með viðhöfn." Sumaropnunin í Höfða var rædd á síðasta fundi menningar- og ferðamálaráðs borgarinnar. Fram kom að jafnframt því að almenningur hefði getað skoðað húsið hefði verið sýning á efri hæð um byggingu Höfða og sögu norskra húsa á Íslandi. Þá hafi í mörg ár verið ljósmyndasýning á neðstu hæð um leiðtogafundinn í Höfða í október 1986. „Opnun hússins í sumar hefur gengið afar vel og er stefnt að því að opna það fyrir almenningi aftur næsta sumar," segir menningar- og ferðamálaráð. Áhugasamir hafa því tækifæri til að skoða Höfða til klukkan um það bil eitt í dag og hugsanlega setja pening í baukinn áður en húsið verður þeim lokað fram á næsta sumar. gar@frettabladi.is Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjá meira
„Það verður forvitnilegt að sjá hvað kemur þarna upp úr," segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, um söfnunarbauk sem verið hefur í Höfða í sumar. Reykjavíkurborg ákvað í vor að opna Höfða fyrir almenningi sem, frá því 5. júní í sumar, hefur getað skoðað sig um í húsinu alla virka daga milli klukkan ellefu og fjögur. „Ef við hefðum farið að innheimta aðgangseyri þá hefði það kostað heilan starfsmann sem hefði þurft að vera þarna og taka við honum," útskýrir Bjarni ástæðu þess að ákveðið var að sleppa gestum við að borga sig inn en setja þess í stað upp bauk fyrir frjáls framlög til að fá fé upp í kostnað. Síðasti dagur sumaropnunarinnar er í dag. Höfði verður opnaður klukkan ellefu að venju en búast má við að húsinu verði lokað fyrr en venjulega, jafnvel strax klukkan eitt, vegna móttöku sem þar verður eftir hádegi. „Aðsóknin hefur verið góð," segir Bjarni um reynsluna af sumaropnuninni. Hann upplýsir að gestir hafi verið taldir í sumar og að verið sé að taka saman þær tölur. Jafnframt verði söfnunarbaukurinn nú opnaður í fyrsta sinn frá því í sumarbyrjun og talið upp úr honum. Um er að ræða gamlan farmiða- og fargjaldsbauk frá Strætó. „Þeir hjá Strætó eru með lykilinn og munu koma og opna baukinn með viðhöfn." Sumaropnunin í Höfða var rædd á síðasta fundi menningar- og ferðamálaráðs borgarinnar. Fram kom að jafnframt því að almenningur hefði getað skoðað húsið hefði verið sýning á efri hæð um byggingu Höfða og sögu norskra húsa á Íslandi. Þá hafi í mörg ár verið ljósmyndasýning á neðstu hæð um leiðtogafundinn í Höfða í október 1986. „Opnun hússins í sumar hefur gengið afar vel og er stefnt að því að opna það fyrir almenningi aftur næsta sumar," segir menningar- og ferðamálaráð. Áhugasamir hafa því tækifæri til að skoða Höfða til klukkan um það bil eitt í dag og hugsanlega setja pening í baukinn áður en húsið verður þeim lokað fram á næsta sumar. gar@frettabladi.is
Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjá meira