Í fyrra gekkst 581 undir ófrjósemisaðgerð hér á landi, 424 karlar og 157 konur, samkvæmt samantekt embættis Landlæknis. Það eru heldur færri aðgerðir en 2010, en nokkuð fleiri en 2004 til 2009.
Tölfræðin sýnir að ófrjósemisaðgerðum á körlum hefur fjölgað jafnt og þétt árið 2011 og voru fleiri en nokkru sinni. Þá voru karlmenn tæplega 73% þeirra sem gengust undir slíkar aðgerðir. Fyrir áratug stóðu karlar undir 38% af heildarfjölda aðgerða. - shá
Sífellt fleiri í karlaklippingu
