Ný plata og þrennir tónleikar 10. september 2012 09:16 Ásgeir Trausti er sallarólegur og nennir lítið að vera að stressa sig yfir hlutunum. fréttablaðið/valli Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti gefur út sína fyrstu plötu, Dýrð í dauðaþögn, á þriðjudaginn. Tvö lög af henni, Leyndarmál og Sumargestir, hafa notið mikilla vinsælda í sumar og því er eftirvæntingin mikil. Aðspurður segist Ásgeir Trausti hafa verið í eitt ár að semja lögin, þrír mánuðir fóru í upptökur og um tveir mánuðir í að vinna umslagið. Ferlið hefur því verið ansi langt en hann er mjög spenntur að sjá hvernig viðtökurnar verða. Strákarnir í Hjálmum aðstoðuðu Ásgeir Trausta við upptökurnar, sem kemur ekki á óvart því söngvari sveitarinnar er bróðir hans Þorsteinn Einarsson. Þeir spiluðu einnig inn á plötuna og verða með honum á þrennum útgáfutónleikum. Þeir fyrstu verða á Græna hattinum 14. september, þeir næstu á Hvammstanga hinn 16. og þeir þriðju og síðustu á Faktorý 18. september. Það er rosalega þægilegt að hafa svona reynslubolta í þessu með sér þegar maður er að koma svona nýr inn, segir Ásgeir Trausti um Hjálmana. Lögin á plötunni eru annars úr öllum áttum. Lögin eru öll rosa ólík og textarnir eru allir mjög mismunandi, segir hann. Faðir hans, Einar Georg Einarsson, samdi sjö texta og Júlíus Róbertsson þrjá en hann spilar einnig með Ásgeiri. Það eru spennandi hlutir fram undan hjá tónlistarmanninum efnilega, sem er þó sallarólegur yfir öllu saman. Ég nenni ekki að vera að stressa mig, ég sé engan tilgang í því. Þetta rennur bara áfram og ég fylgi með. - fb Tónlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti gefur út sína fyrstu plötu, Dýrð í dauðaþögn, á þriðjudaginn. Tvö lög af henni, Leyndarmál og Sumargestir, hafa notið mikilla vinsælda í sumar og því er eftirvæntingin mikil. Aðspurður segist Ásgeir Trausti hafa verið í eitt ár að semja lögin, þrír mánuðir fóru í upptökur og um tveir mánuðir í að vinna umslagið. Ferlið hefur því verið ansi langt en hann er mjög spenntur að sjá hvernig viðtökurnar verða. Strákarnir í Hjálmum aðstoðuðu Ásgeir Trausta við upptökurnar, sem kemur ekki á óvart því söngvari sveitarinnar er bróðir hans Þorsteinn Einarsson. Þeir spiluðu einnig inn á plötuna og verða með honum á þrennum útgáfutónleikum. Þeir fyrstu verða á Græna hattinum 14. september, þeir næstu á Hvammstanga hinn 16. og þeir þriðju og síðustu á Faktorý 18. september. Það er rosalega þægilegt að hafa svona reynslubolta í þessu með sér þegar maður er að koma svona nýr inn, segir Ásgeir Trausti um Hjálmana. Lögin á plötunni eru annars úr öllum áttum. Lögin eru öll rosa ólík og textarnir eru allir mjög mismunandi, segir hann. Faðir hans, Einar Georg Einarsson, samdi sjö texta og Júlíus Róbertsson þrjá en hann spilar einnig með Ásgeiri. Það eru spennandi hlutir fram undan hjá tónlistarmanninum efnilega, sem er þó sallarólegur yfir öllu saman. Ég nenni ekki að vera að stressa mig, ég sé engan tilgang í því. Þetta rennur bara áfram og ég fylgi með. - fb
Tónlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira