Frumraun á dreglinum 12. september 2012 00:01 Indía Salvör Menuez skemmti sér vel á rauða dreglinum á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Þetta var í fyrsta sinn sem ég geng rauða dregilinn og það var skemmtileg upplifun en líka svolítið yfirþyrmandi, segir hin hálf íslenska leikkona Indía Salvör Menuez sem er nýkomin af kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Indía leikur eitt aðalhlutverkanna í frönsku myndinni Aprés Mai, eða Something in the Air, í leikstjórn Olivier Assayas. Myndin var ein þeirra sem keppti um aðalverðlaun hátíðarinnar sem fór fram dagana 29.ágúst-8.september. Myndin fékk prýðisgóðar viðtökur og hreppti meðal annars verðlaun fyrir besta handritið á hátíðinni. Indía var í skýjunum með ferðina til Feneyja og hátíðina í heild sinni. Hún var nýkomin aftur til New York, þar sem hún er búsett, þegar Fréttablaðið náði af henni tali. Feneyjar eru virkilega töfrandi staður. Það er eitthvað við það að ferðast um í bátum svo ekki sé minnst á hvað maturinn er góður, segir Indía sem náði að kanna borgina á milli þess sem hún var að vinna. Ég var mest í því að fara í viðtöl og myndatökur til að kynna kvikmyndina en fékk líka samt smá útsýnistúr um Feneyjar. Indía klæddist eigin hönnun á rauða dreglinum en kjólinn saumaði hún úr silkisjali sem faðir hennar, Ross Menuez, hannaði fyrir hönnunarmerki sitt Salvor Projects. Indía hefur ekki langt að sækja hönnunarhæfileika því móðir hennar er skartgripahönnuðurinn Jóhanna Metúsalemsdóttir sem hannar undir merkinu Kría. Efnið er silkiklútur sem átti að henda en ég ákvað að útbúa kjól úr. Nú er kjólinn því sýnishorn fyrir nýja línu sem okkur pabba langar að láta framleiða í nánustu framtíð. Aprés Mai fjallar um stúdentamótmælin í París árið 1968 og er hlutverkið frumraun Indíu á hvíta tjaldinu. Hún er búsett í New York og ætlar sér að láta reyna á leiklistina í framtíðinni. Ég var að ljúka við að leika í tveimur myndum í Kaliforníu, Mall og Claires Cambodia, og báðar eru í umsóknaferli fyrir Sundance-kvikmyndahátíðina. Svo þarf ég bara að fara að koma mér í leikprufur á milli þess sem ég tek að mér verkefni úr ýmsum áttum til að eiga fyrir leigu og mat. alfrun@frettabladid.is Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Sagði engum frá nema fjölskyldunni Lífið Móðgaði „íslenskt sveitarfélag“ og fær gefins flugferð Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Lífið Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Tónlist Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Lífið Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Þetta var í fyrsta sinn sem ég geng rauða dregilinn og það var skemmtileg upplifun en líka svolítið yfirþyrmandi, segir hin hálf íslenska leikkona Indía Salvör Menuez sem er nýkomin af kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Indía leikur eitt aðalhlutverkanna í frönsku myndinni Aprés Mai, eða Something in the Air, í leikstjórn Olivier Assayas. Myndin var ein þeirra sem keppti um aðalverðlaun hátíðarinnar sem fór fram dagana 29.ágúst-8.september. Myndin fékk prýðisgóðar viðtökur og hreppti meðal annars verðlaun fyrir besta handritið á hátíðinni. Indía var í skýjunum með ferðina til Feneyja og hátíðina í heild sinni. Hún var nýkomin aftur til New York, þar sem hún er búsett, þegar Fréttablaðið náði af henni tali. Feneyjar eru virkilega töfrandi staður. Það er eitthvað við það að ferðast um í bátum svo ekki sé minnst á hvað maturinn er góður, segir Indía sem náði að kanna borgina á milli þess sem hún var að vinna. Ég var mest í því að fara í viðtöl og myndatökur til að kynna kvikmyndina en fékk líka samt smá útsýnistúr um Feneyjar. Indía klæddist eigin hönnun á rauða dreglinum en kjólinn saumaði hún úr silkisjali sem faðir hennar, Ross Menuez, hannaði fyrir hönnunarmerki sitt Salvor Projects. Indía hefur ekki langt að sækja hönnunarhæfileika því móðir hennar er skartgripahönnuðurinn Jóhanna Metúsalemsdóttir sem hannar undir merkinu Kría. Efnið er silkiklútur sem átti að henda en ég ákvað að útbúa kjól úr. Nú er kjólinn því sýnishorn fyrir nýja línu sem okkur pabba langar að láta framleiða í nánustu framtíð. Aprés Mai fjallar um stúdentamótmælin í París árið 1968 og er hlutverkið frumraun Indíu á hvíta tjaldinu. Hún er búsett í New York og ætlar sér að láta reyna á leiklistina í framtíðinni. Ég var að ljúka við að leika í tveimur myndum í Kaliforníu, Mall og Claires Cambodia, og báðar eru í umsóknaferli fyrir Sundance-kvikmyndahátíðina. Svo þarf ég bara að fara að koma mér í leikprufur á milli þess sem ég tek að mér verkefni úr ýmsum áttum til að eiga fyrir leigu og mat. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Sagði engum frá nema fjölskyldunni Lífið Móðgaði „íslenskt sveitarfélag“ og fær gefins flugferð Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Lífið Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Tónlist Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Lífið Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira