Bjóst ekki við því að vinna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2012 07:00 Foreldrar Ragnars, Ragnheiður Sigurðardóttir og Garðar Ólafsson, taka hér á móti honum í gær ásamt bróður hans Sigurði Arnari. Mynd/Valli Golf Ragnar Már Garðarsson úr GKG tryggði sér í fyrradag sigur á hinu virta og sterka unglingamóti, Duke of York golfmótinu, sem fór fram á Royal Troon vellinum í Skotlandi. Ragnar Már kom heim til Íslands í gær og fékk frábærar móttökur í klúbbhúsi GKG. „Ég er mjög sáttur enda ætlaði ég bara að gera mitt besta og fá bara reynslu út úr þessu. Ég bjóst ekki alveg við því að vinna mótið," sagði Ragnar Már Garðarsson í samtali við Fréttablaðið en móttakan í gær kom honum skemmtilega á óvart. Ragnar Már tryggði sér sigurinn í bráðabana en hann komst í hann með því að ná besta hring lokadagsins. Ragnar lék á 72 höggum eða pari Royal Troon vallarins. Það var frábært skor enda voru aðstæður mjög erfiðar. „Þetta var rosa mikið rok og mikil rigning inn á milli. Ég var örugglega aðeins vanari aðstæðunum en aðrir því sumir eru bara vanir því að spila í sól og blíðu alla daga," segir Ragnar í léttum tón. Ragnar var í sjöunda sæti fyrir lokahringinn en tókst samt að komast í umspilið. „Ég ætlaði að spila mitt besta golf og vona það besta. Ég fattaði það á tveimur síðustu holunum að ég væri að spila mjög vel miðað við aðstæður því það voru ekki allir að gera það. Ég sá þá strax að ég gæti hafa komist ofar. Eftir hringinn þá fattaði ég, þegar ég var að borða, að ég væri kominn upp í þriðja sætið og svo var ég bara kominn í umspil. Þetta var mjög spennandi og áhugavert," segir Ragnar um atburðarrásina í lok mótsins. Ragnar Már er enn bara 17 ára gamall og fær því tækifæri til að mæta aftur á mótið á næsta ári til þess að verja titilinn. „Ég var ekki að stressa mig mikið yfir þessu. Ég var bara glaður með hvað ég spilaði vel og var kominn langt. Ég fékk mjög mikla athygli og það voru margir sem vildu tala við mig. Mér var boðið á mótið aftur á næsta ári til þess að verja titilinn. Ég ætla að reyna það. Það eru flestir sem hafa unnið mótið á lokaárinu og því ekki algengt að menn fái tækifæri til að verja titilinn," segir Ragnar Már. Það var Andrew Bretaprins sem afhenti honum verðlaunin. „Hann var hress, spurði mig hvernig hefði gengið og óskaði mér til hamingju. Hann spurði líka hvort veðrið væri svipað á Íslandi," segir Ragnar Már og þessi stórefnilegi kylfingur er með háleit markmið í golfinu. „Ég ætla að reyna að komast í háskóla út og spila þar. Svo ætla ég mér að gerast atvinnumaður fljótlega," segir Ragnar sem er einnig mjög liðtækur í blaki og tennis. „Ég er í landsliðinu í blaki en blakið er meira svona á veturna. Ég var í tennis en hætti því í sumar til þess að einbeita mér að golfinu," segir Ragnar. Hann er hlaðinn verðlaunum eftir sumarið og það er ekki slæmt að halda upp á það að vera kosinn efnilegasti kylfingur landsins með því að vinna eitt sterkasta unglingagolfmót í heimi. Golf Mest lesið Littler í úrslit annað árið í röð Sport Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Fótbolti Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslenski boltinn „Það er krísa“ Körfubolti „Þeir eru örugglega sáttir að vinna okkur ekki aftur fyrr en 2045“ Sport „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Körfubolti Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Van Gerwen í úrslit í sjöunda sinn Sport „Ég get ekki beðið eftir kvöldinu“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Golf Ragnar Már Garðarsson úr GKG tryggði sér í fyrradag sigur á hinu virta og sterka unglingamóti, Duke of York golfmótinu, sem fór fram á Royal Troon vellinum í Skotlandi. Ragnar Már kom heim til Íslands í gær og fékk frábærar móttökur í klúbbhúsi GKG. „Ég er mjög sáttur enda ætlaði ég bara að gera mitt besta og fá bara reynslu út úr þessu. Ég bjóst ekki alveg við því að vinna mótið," sagði Ragnar Már Garðarsson í samtali við Fréttablaðið en móttakan í gær kom honum skemmtilega á óvart. Ragnar Már tryggði sér sigurinn í bráðabana en hann komst í hann með því að ná besta hring lokadagsins. Ragnar lék á 72 höggum eða pari Royal Troon vallarins. Það var frábært skor enda voru aðstæður mjög erfiðar. „Þetta var rosa mikið rok og mikil rigning inn á milli. Ég var örugglega aðeins vanari aðstæðunum en aðrir því sumir eru bara vanir því að spila í sól og blíðu alla daga," segir Ragnar í léttum tón. Ragnar var í sjöunda sæti fyrir lokahringinn en tókst samt að komast í umspilið. „Ég ætlaði að spila mitt besta golf og vona það besta. Ég fattaði það á tveimur síðustu holunum að ég væri að spila mjög vel miðað við aðstæður því það voru ekki allir að gera það. Ég sá þá strax að ég gæti hafa komist ofar. Eftir hringinn þá fattaði ég, þegar ég var að borða, að ég væri kominn upp í þriðja sætið og svo var ég bara kominn í umspil. Þetta var mjög spennandi og áhugavert," segir Ragnar um atburðarrásina í lok mótsins. Ragnar Már er enn bara 17 ára gamall og fær því tækifæri til að mæta aftur á mótið á næsta ári til þess að verja titilinn. „Ég var ekki að stressa mig mikið yfir þessu. Ég var bara glaður með hvað ég spilaði vel og var kominn langt. Ég fékk mjög mikla athygli og það voru margir sem vildu tala við mig. Mér var boðið á mótið aftur á næsta ári til þess að verja titilinn. Ég ætla að reyna það. Það eru flestir sem hafa unnið mótið á lokaárinu og því ekki algengt að menn fái tækifæri til að verja titilinn," segir Ragnar Már. Það var Andrew Bretaprins sem afhenti honum verðlaunin. „Hann var hress, spurði mig hvernig hefði gengið og óskaði mér til hamingju. Hann spurði líka hvort veðrið væri svipað á Íslandi," segir Ragnar Már og þessi stórefnilegi kylfingur er með háleit markmið í golfinu. „Ég ætla að reyna að komast í háskóla út og spila þar. Svo ætla ég mér að gerast atvinnumaður fljótlega," segir Ragnar sem er einnig mjög liðtækur í blaki og tennis. „Ég er í landsliðinu í blaki en blakið er meira svona á veturna. Ég var í tennis en hætti því í sumar til þess að einbeita mér að golfinu," segir Ragnar. Hann er hlaðinn verðlaunum eftir sumarið og það er ekki slæmt að halda upp á það að vera kosinn efnilegasti kylfingur landsins með því að vinna eitt sterkasta unglingagolfmót í heimi.
Golf Mest lesið Littler í úrslit annað árið í röð Sport Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Fótbolti Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslenski boltinn „Það er krísa“ Körfubolti „Þeir eru örugglega sáttir að vinna okkur ekki aftur fyrr en 2045“ Sport „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Körfubolti Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Van Gerwen í úrslit í sjöunda sinn Sport „Ég get ekki beðið eftir kvöldinu“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira