Tónlist

Langaði að sjá eitthvað geggjað

Arnljótur Sigurðsson (lengst til vinstri) ásamt þremur systkinum sínum úr Ojba Rasta.
Arnljótur Sigurðsson (lengst til vinstri) ásamt þremur systkinum sínum úr Ojba Rasta. fréttablaðið/stefán
"Þetta er svolítið eins og að eignast barn," segir Arnljótur Sigurðsson, söngvari og bassaleikari Ojba Rasta, um útgáfu fyrstu plötu sveitarinnar á þriðjudaginn.

"Við byrjuðum að taka plötuna upp fyrir tæpum tveimur árum þannig að þetta hefur tekið sinn tíma."

Hin ellefu manna Ojba Rasta spilar reggítónlist með "döbb" ívafi. Þrjú lög af plötunni hafa hljómað í útvarpinu við góðar undirtektir, eða Baldursbrá, Jolly Good og nú síðast Hreppstjórinn. Útgefandi er Record Records.

Umslag plötunnar er ansi ævintýralegt og var það listamaðurinn Ragnar Fjalar Lárusson sem hannaði það. "Hann er að gera alls konar dót og líka myndlist. Hann er einn af mínum uppáhaldslistamönnum," segir Arnljótur, sem hefur sjálfur unnið með Ragnari Fjalari við myndlist.

Ragnar Fjalar Lárusson hannaði umslagið.

"Ég sagði við hann að mig langaði að sjá eitthvað alveg geggjað og ég held að það hafi tekist."

Fram undan hjá Ojba Rasta eru hlustunarpartí á Faktorý á mánudagskvöld og útgáfutónleikar um næstu mánaðamót. Spilamennska á Airwaves-hátíðinni er einnig í pípunum. "Það eru mjög spennandi tímar fram undan hjá okkur og nýr kafli að verða til."

Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á lagið Jolly Good af nýju plötunni.






Tengdar fréttir

Nýliðar og reynsluboltar gefa út á tónlistarhausti

Margar áhugaverðar íslenskar plötur líta dagsins ljós í haust og fram að jólum. Fréttablaðið renndi yfir það sem er fram undan í popp- og rokkdeildinni.<br />Eins og undanfarin ár kemur út nóg af íslenskum popp- og rokkplötum núna á haustmánuðum.

Vöðum í djúpri reggítjörn

"Þetta hefur verið dálítið langt og hægt ferli. Það má eiginlega segja að við séum eins og risaskjaldbaka," segir Arnljótur Sigurðsson, bassaleikari, söngvari, og einn lagahöfunda reggísveitarinnar Ojba Rasta, en sveitin á eitt allra vinsælasta lag landsins um þessar mundir, Baldursbrá, sem situr meðal annars í efsta sæti á vinsældalista Rásar 2. Alls eru meðlimir sveitarinnar ellefu og þar með talin þrjú systkini Arnljóts: Unnur Malín (kölluð Malla), sem leikur á barítónhorn, trommarinn Gylfi Freeland og Valgerður Freeland, sem spilar á klarínett.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.