Crossfit: Ekki svo galið Leifur Geir Hafsteinsson skrifar 17. september 2012 06:00 Það er ekki ofsögum sagt að Íslendingar hafi tekið crossfit opnum örmum. Síðan undirritaður stofnaði fyrstu crossfit-stöðina á Íslandi haustið 2008 hefur iðkendafjöldi vaxið úr engu í á fjórða þúsund og crossfit-stöðvar landsins fylla nú tuginn (og er þá ótalin ýmis starfsemi þar sem boðið er upp á crossfit án þess að hafa til þess tilskilin leyfi, eða hugmyndafræðin notuð undir nöfnum eins og krossþjálfun). Það er ekki síður athyglisvert að þessi mikli vöxtur er að langmestu leyti sjálfsprottinn, knúinn áfram af ánægðum viðskiptavinum, sem linna ekki látum fyrr en þeir hafa drifið vini, maka og ættingja með sér á æfingar, og af stórhuga þjálfurum sem eru tilbúnir að leggja allt undir til að láta drauminn um crossfit-stöðina sína rætast. Crossfit-vakningin á Íslandi hefur haft ýmislegt jákvætt í för með sér, fyrir utan þá lýðheilsubót sem regluleg hreyfing þúsunda kyrrsetumanna hefur í för með sér. 1. Crossfit-stöðvar eru frumkvöðlafyrirtæki sem skapa atvinnu fyrir metnaðarfulla þjálfara (þar á meðal á annan tug íþróttafræðinga og sjúkraþjálfara) og hafa örvandi áhrif á efnahafslífið. 2. Í öllum almennilegum crossfit-stöðvum myndast sterkur og jákvæður félagsandi sem verður hvati að mörgum samfélagslega gagnlegum viðburðum, eins og söfnunum til ýmissa góðgerðamála, íþróttakeppnum, stofnun íþróttafélaga og ýmislegu fleira. 3. Crossfit er líkamsrækt sem höfðar til karla og kvenna á breiðu aldursbili. Hún brúar kynslóðabil, fær unglinga til að spjalla af áhuga og einlægni við foreldra sína, gefur uppteknum hjónum færi á dýrmætum samverustundum og vinahópum möguleikann á að hittast reglulega. Slíkt verður sífellt dýrmætara á tímum þar sem vægi rafrænna samfélagsmiðla fer vaxandi á kostnað mannlegra samskipta. 4. Í crossfit er árangur fyrst og fremst mældur í aukinni líkamlegri getu, svo sem auknum styrk, þreki, úthaldi o.s.frv. Þetta frelsar jafnt karla sem konur frá oki hins staðlaða tískublaðalíkama, gerir öllum kleift að gleðjast yfir sínum styrkleikum og auðveldar þannig fólki af öllum stærðum og gerðum að sættast við líkama sinn eins og hann er. 5. Crossfit-samfélagið upphefur sterkar konur. Fordómar og hræðsla gegn sterkum konum gegnsýrir samfélag okkar. Það að sterkar konur upplifi aðdáun og virðingu innan crossfit-samfélagsins vinnur gegn óheilbrigðum staðalímyndum, getur dregið úr átröskunartilhneigingu ungra kvenna (þú styrkist ekki ef þú borðar ekki) og sömuleiðis veitt sterkari konum frelsi til að njóta sín á sínum eigin forsendum. 6. Crossfit hefur stuðlað að endurvakningu á ólympískum lyftingum á Íslandi. Iðkendafjöldi Lyftingasambands Íslands hefur margfaldast, þátttakendafjöldi á Íslandsmótum hefur aldrei verið meiri og í haust verða í fyrsta sinn í sögu LSÍ sendar stúlkur til keppni á Norðurlandamóti unglinga (báðar crossfittarar). Ný og fjölmenn kynslóð ungra þjálfara vex úr grasi sem mun hafa góð áhrif, ekki bara innan Lyftingasambands Íslands heldur í boltaíþróttum, frjálsum íþróttum og alls staðar þar sem íþróttamenn úr öðrum greinum nota ólympískar lyftingar til að auka sprengikraft. 7. Í gegnum crossfit hafa Íslendingar eignast tvöfaldan heimsmeistara í greininni. Annie Mist er glæsilegur fulltrúi sinnar íþróttar og heilbrigð fyrirmynd bæði pilta og stúlkna. Crossfit-þjálfun hefur það að markmiði að koma iðkendum sínum í form á breiðum og almennum grunni, og gera þá vel í stakk búna til að takast á við líkamlegar áskoranir daglegs lífs. Allar æfingar sem gerðar eru í crossfit-þjálfun eru lagaðar að mismunandi getu og líkamsástandi hvers og eins, með því t.d. að aðlaga þyngdir lóða, fjölda endurtekninga, lengd æfingar, með því að skipta út of erfiðum æfingum fyrir aðrar léttari o.s.frv. Þannig er allflestum gert kleift að stunda crossfit, þó vitanlega séu himinn og haf á milli þess álags sem hæfur þjálfari leggur á bakveikan kyrrsetumann á sextugsaldri og afrekskonu á þrítugsaldri. Þó margt jákvætt megi segja um crossfit-iðkun er langt í frá að æfingakerfið sé hafið yfir gagnrýni. Crossfit-þjálfun er í eðli sínu há-ákefðarþjálfun og sem slík afskaplega árangursrík ef vel er að henni staðið, en jafnframt vandmeðfarin, sérstaklega þegar iðkendur eru á mismunandi aldri og með ólíkan bakgrunn. Þegar við bætist að þröskuldur fyrir því að öðlast crossfit-þjálfararéttindi er lágur, og hver crossfit-stöð hefur fullt frelsi og sjálfstæði í því hvernig hún útfærir sína þjálfun, liggur í augum uppi að heilmikill munur getur verið á gæðum og innihaldi þeirrar þjónustu sem boðið er upp á í mismunandi crossfit-stöðvum. Sá munur getur til dæmis legið í mismunandi menntun og hæfni þjálfara, mismunandi útfærslu á hugmyndafræði þjálfunarinnar, mismunandi þjónustustigi, mismunandi aðstöðu, mismunandi verðlagningu, og mismunandi markmiðum stöðvanna. Vangaveltur sjúkraþjálfara um hugsanleg meiðsl vegna crossfit-þjálfunar ber að taka alvarlega, jafnvel þó engin töluleg gögn eða upplýsingar um tilgang og eðli meðferða liggi fyrir á þessu stigi málsins. Allir þjálfarar, hvort sem er í crossfit eða annars staðar, eiga að líta á það sem frumtilgang sinn að meðhöndla fólk af varkárni og ábyrgð, með langtímauppbyggingu í huga. Crossfit er þjálfunarkerfi í mótun. Á þeim rúmlega fjórum árum sem liðin eru síðan undirritaður byrjaði að sökkva sér ofan í hugmyndafræðina hefur orðið heilmikil gerjun í crossfit-heiminum, til dæmis með stóraukinni áherslu og þekkingu á því hvernig auka má hreyfigetu og liðleika, áhugaverðum deilum um langtímaáhrif þess að setja hverja einustu æfingu upp sem keppni upp á líf og dauða, vangaveltum um réttmæti og tilgang þess að gera tæknilega flóknar æfingar undir miklu álagi, skoðanaskiptum um það að hversu miklu leyti eigi að nota þekkingu úr hefðbundinni þjálffræði til að byggja upp æfingaáætlanir crossfittara til skemmri og lengri tíma, og margt fleira. Um þetta eru deildar meiningar, líka innan hins íslenska crossfit-samfélags, og það er að mínu mati þarna sem fagstéttir eins og sjúkraþjálfarar og íþróttafræðingar geta gert mest gagn. Með málefnalegri gagnrýni og hófstilltri umræðu um kosti og vankanta, er ég viss um að hægt sé að auka gæði crossfit-þjálfunar á Íslandi. Glannalegar og órökstuddar upphrópanir, alhæfingar og rangfærslur gera ekkert annað en að búa til andstæðar fylkingar úr hópum sem eiga að snúa bökum saman í þeim sameiginlega tilgangi sínum að efla heilbrigði og lífsgæði þjóðarinnar. Dr. Leifur Geir Hafsteinsson Eigandi og yfirþjálfari CrossFit Sport Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er ekki ofsögum sagt að Íslendingar hafi tekið crossfit opnum örmum. Síðan undirritaður stofnaði fyrstu crossfit-stöðina á Íslandi haustið 2008 hefur iðkendafjöldi vaxið úr engu í á fjórða þúsund og crossfit-stöðvar landsins fylla nú tuginn (og er þá ótalin ýmis starfsemi þar sem boðið er upp á crossfit án þess að hafa til þess tilskilin leyfi, eða hugmyndafræðin notuð undir nöfnum eins og krossþjálfun). Það er ekki síður athyglisvert að þessi mikli vöxtur er að langmestu leyti sjálfsprottinn, knúinn áfram af ánægðum viðskiptavinum, sem linna ekki látum fyrr en þeir hafa drifið vini, maka og ættingja með sér á æfingar, og af stórhuga þjálfurum sem eru tilbúnir að leggja allt undir til að láta drauminn um crossfit-stöðina sína rætast. Crossfit-vakningin á Íslandi hefur haft ýmislegt jákvætt í för með sér, fyrir utan þá lýðheilsubót sem regluleg hreyfing þúsunda kyrrsetumanna hefur í för með sér. 1. Crossfit-stöðvar eru frumkvöðlafyrirtæki sem skapa atvinnu fyrir metnaðarfulla þjálfara (þar á meðal á annan tug íþróttafræðinga og sjúkraþjálfara) og hafa örvandi áhrif á efnahafslífið. 2. Í öllum almennilegum crossfit-stöðvum myndast sterkur og jákvæður félagsandi sem verður hvati að mörgum samfélagslega gagnlegum viðburðum, eins og söfnunum til ýmissa góðgerðamála, íþróttakeppnum, stofnun íþróttafélaga og ýmislegu fleira. 3. Crossfit er líkamsrækt sem höfðar til karla og kvenna á breiðu aldursbili. Hún brúar kynslóðabil, fær unglinga til að spjalla af áhuga og einlægni við foreldra sína, gefur uppteknum hjónum færi á dýrmætum samverustundum og vinahópum möguleikann á að hittast reglulega. Slíkt verður sífellt dýrmætara á tímum þar sem vægi rafrænna samfélagsmiðla fer vaxandi á kostnað mannlegra samskipta. 4. Í crossfit er árangur fyrst og fremst mældur í aukinni líkamlegri getu, svo sem auknum styrk, þreki, úthaldi o.s.frv. Þetta frelsar jafnt karla sem konur frá oki hins staðlaða tískublaðalíkama, gerir öllum kleift að gleðjast yfir sínum styrkleikum og auðveldar þannig fólki af öllum stærðum og gerðum að sættast við líkama sinn eins og hann er. 5. Crossfit-samfélagið upphefur sterkar konur. Fordómar og hræðsla gegn sterkum konum gegnsýrir samfélag okkar. Það að sterkar konur upplifi aðdáun og virðingu innan crossfit-samfélagsins vinnur gegn óheilbrigðum staðalímyndum, getur dregið úr átröskunartilhneigingu ungra kvenna (þú styrkist ekki ef þú borðar ekki) og sömuleiðis veitt sterkari konum frelsi til að njóta sín á sínum eigin forsendum. 6. Crossfit hefur stuðlað að endurvakningu á ólympískum lyftingum á Íslandi. Iðkendafjöldi Lyftingasambands Íslands hefur margfaldast, þátttakendafjöldi á Íslandsmótum hefur aldrei verið meiri og í haust verða í fyrsta sinn í sögu LSÍ sendar stúlkur til keppni á Norðurlandamóti unglinga (báðar crossfittarar). Ný og fjölmenn kynslóð ungra þjálfara vex úr grasi sem mun hafa góð áhrif, ekki bara innan Lyftingasambands Íslands heldur í boltaíþróttum, frjálsum íþróttum og alls staðar þar sem íþróttamenn úr öðrum greinum nota ólympískar lyftingar til að auka sprengikraft. 7. Í gegnum crossfit hafa Íslendingar eignast tvöfaldan heimsmeistara í greininni. Annie Mist er glæsilegur fulltrúi sinnar íþróttar og heilbrigð fyrirmynd bæði pilta og stúlkna. Crossfit-þjálfun hefur það að markmiði að koma iðkendum sínum í form á breiðum og almennum grunni, og gera þá vel í stakk búna til að takast á við líkamlegar áskoranir daglegs lífs. Allar æfingar sem gerðar eru í crossfit-þjálfun eru lagaðar að mismunandi getu og líkamsástandi hvers og eins, með því t.d. að aðlaga þyngdir lóða, fjölda endurtekninga, lengd æfingar, með því að skipta út of erfiðum æfingum fyrir aðrar léttari o.s.frv. Þannig er allflestum gert kleift að stunda crossfit, þó vitanlega séu himinn og haf á milli þess álags sem hæfur þjálfari leggur á bakveikan kyrrsetumann á sextugsaldri og afrekskonu á þrítugsaldri. Þó margt jákvætt megi segja um crossfit-iðkun er langt í frá að æfingakerfið sé hafið yfir gagnrýni. Crossfit-þjálfun er í eðli sínu há-ákefðarþjálfun og sem slík afskaplega árangursrík ef vel er að henni staðið, en jafnframt vandmeðfarin, sérstaklega þegar iðkendur eru á mismunandi aldri og með ólíkan bakgrunn. Þegar við bætist að þröskuldur fyrir því að öðlast crossfit-þjálfararéttindi er lágur, og hver crossfit-stöð hefur fullt frelsi og sjálfstæði í því hvernig hún útfærir sína þjálfun, liggur í augum uppi að heilmikill munur getur verið á gæðum og innihaldi þeirrar þjónustu sem boðið er upp á í mismunandi crossfit-stöðvum. Sá munur getur til dæmis legið í mismunandi menntun og hæfni þjálfara, mismunandi útfærslu á hugmyndafræði þjálfunarinnar, mismunandi þjónustustigi, mismunandi aðstöðu, mismunandi verðlagningu, og mismunandi markmiðum stöðvanna. Vangaveltur sjúkraþjálfara um hugsanleg meiðsl vegna crossfit-þjálfunar ber að taka alvarlega, jafnvel þó engin töluleg gögn eða upplýsingar um tilgang og eðli meðferða liggi fyrir á þessu stigi málsins. Allir þjálfarar, hvort sem er í crossfit eða annars staðar, eiga að líta á það sem frumtilgang sinn að meðhöndla fólk af varkárni og ábyrgð, með langtímauppbyggingu í huga. Crossfit er þjálfunarkerfi í mótun. Á þeim rúmlega fjórum árum sem liðin eru síðan undirritaður byrjaði að sökkva sér ofan í hugmyndafræðina hefur orðið heilmikil gerjun í crossfit-heiminum, til dæmis með stóraukinni áherslu og þekkingu á því hvernig auka má hreyfigetu og liðleika, áhugaverðum deilum um langtímaáhrif þess að setja hverja einustu æfingu upp sem keppni upp á líf og dauða, vangaveltum um réttmæti og tilgang þess að gera tæknilega flóknar æfingar undir miklu álagi, skoðanaskiptum um það að hversu miklu leyti eigi að nota þekkingu úr hefðbundinni þjálffræði til að byggja upp æfingaáætlanir crossfittara til skemmri og lengri tíma, og margt fleira. Um þetta eru deildar meiningar, líka innan hins íslenska crossfit-samfélags, og það er að mínu mati þarna sem fagstéttir eins og sjúkraþjálfarar og íþróttafræðingar geta gert mest gagn. Með málefnalegri gagnrýni og hófstilltri umræðu um kosti og vankanta, er ég viss um að hægt sé að auka gæði crossfit-þjálfunar á Íslandi. Glannalegar og órökstuddar upphrópanir, alhæfingar og rangfærslur gera ekkert annað en að búa til andstæðar fylkingar úr hópum sem eiga að snúa bökum saman í þeim sameiginlega tilgangi sínum að efla heilbrigði og lífsgæði þjóðarinnar. Dr. Leifur Geir Hafsteinsson Eigandi og yfirþjálfari CrossFit Sport
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun