Stefnumót mitt við LÍN Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 18. september 2012 06:00 Fyrir þremur árum hóf ég nám við Óslóarháskóla. Í gegnum námið hef ég kynnst verklagi LÍN við veitingu námslána. Margar úthlutunarreglur LÍN eru alls ekki nægilega vel útfærðar og vil ég nefna tvö dæmi því til stuðnings. Fyrra dæmið er eftirfarandi. Fyrir einu og hálfu ári hentaði það mér best að taka 67% nám á vormisseri og bæta það upp misserið eftir og taka þá 133% nám. Ég athugaði úthlutunarreglurnar og þar stóð að hægt væri að flytja einingar á milli missera til þess að fá fullt námslán bæði misserin, enda réttlátt þar sem ég tók hvort eð er fullt nám til samans allt þetta ár. En þetta gekk ekki eftir. LÍN tjáði mér að einungis væri hægt að flytja einingar milli missera ef: a) ég tæki 40 einingar fyrst og 20 einingar misserið eftir, eða b) ég tæki fyrst 20 einingar og svo 40 einingar innan sama skólaárs. Svo þetta þýðir að þar sem ég tók fyrst 20 einingar og svo 40 einingar á milli skólaára, þó þetta hafi verið á sama almanaksári og bæði misserin hluti af sama námi, þá var þessi tilfærsla ekki möguleg og mér var einfaldlega tjáð það að ég fengi bara 2/3 af námsláninu sem ég hélt að ég myndi fá. Þá spurði ég hvort ég fengi eitthvað aukalega misserið á eftir þar sem ég ætlaði hvort eð er að taka 40 einingar, meira en 100% nám, til þess að klára ekki námið mitt á eftir áætlun. Svarið var nei, ég fengi ekkert aukalega. Ég spyr hvernig þetta megi vera, það verði mér ómögulegt að vinna með 133% námi og þó nauðsynlegt þar sem ég myndi ekki fá full námslán misserið áður út af þessum reglum. Svarið er samt nei. Þetta var sum sé ekki hægt af því að ég, fyrir tilviljun, vildi færa einingar á milli skólaára, sem er í raun skilgreining sem ekki er notuð á háskólastigi. Þar er oftast talað um misseri, og sumir hefja námið ekki í byrjun skólaárs, heldur á vormisseri. Ef aðstæður hefðu verið nákvæmlega eins en bara misseri fyrr, þá hefði þetta verið hægt. Eftir mínum skilningi er þessi regla á engum eða í það minnsta lélegum rökum reist og tilviljunarkennd. Nú kemur seinna dæmið. Núverandi misseri, haustmisseri 2012, vildi ég taka 20 einingar og vinna dálítið með skólanum. Ég ætlaði að taka aukalega tvö fög til þess að undirbúa mig enn betur undir meistaranámið sem ég mun hefja eftir ár. Ég vissi það af fyrri reynslu að ég myndi bara fá 2/3 af fullum námslánum og sætti mig við það. Ég hringi svo í LÍN til þess að athuga hversu há laun ég megi hafa áður en námslánin mín verða skert og fæ þau svör að ég megi vinna fyrir 750.000 krónum á ári án þess að námslánin skerðist. Ég spyr hvort þessi upphæð sé ekki hærri fyrir mig þar sem ég er í námi í Noregi, hér er mun dýrara að búa en á Íslandi og því laun mun hærri. Svarið er nei. Ég spyr hvort það sé þá rétt að í praksis megi stúdentar á Íslandi vinna um tvöfalt meira heldur en ég sem er námsmaður í Noregi þó ég þurfi fyrir það fyrsta að taka tvöföld námslán á við námsmenn á Íslandi og þó ég þurfi reglulega að kaupa dýra flugmiða til þess eins að geta heimsótt fjölskyldu mína. Svarið var að svo væri. Ég krefst þess að þetta reglukerfi sé tekið til athugunar og því sé breytt. Ég vil reglukerfi sem byggir á reynslu og raunsæi. Ég vil finna það að samfélagið kunni að meta stúdenta og skilji að það er menntun sem hjálpar samfélaginu að þróast enn frekar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Fyrir þremur árum hóf ég nám við Óslóarháskóla. Í gegnum námið hef ég kynnst verklagi LÍN við veitingu námslána. Margar úthlutunarreglur LÍN eru alls ekki nægilega vel útfærðar og vil ég nefna tvö dæmi því til stuðnings. Fyrra dæmið er eftirfarandi. Fyrir einu og hálfu ári hentaði það mér best að taka 67% nám á vormisseri og bæta það upp misserið eftir og taka þá 133% nám. Ég athugaði úthlutunarreglurnar og þar stóð að hægt væri að flytja einingar á milli missera til þess að fá fullt námslán bæði misserin, enda réttlátt þar sem ég tók hvort eð er fullt nám til samans allt þetta ár. En þetta gekk ekki eftir. LÍN tjáði mér að einungis væri hægt að flytja einingar milli missera ef: a) ég tæki 40 einingar fyrst og 20 einingar misserið eftir, eða b) ég tæki fyrst 20 einingar og svo 40 einingar innan sama skólaárs. Svo þetta þýðir að þar sem ég tók fyrst 20 einingar og svo 40 einingar á milli skólaára, þó þetta hafi verið á sama almanaksári og bæði misserin hluti af sama námi, þá var þessi tilfærsla ekki möguleg og mér var einfaldlega tjáð það að ég fengi bara 2/3 af námsláninu sem ég hélt að ég myndi fá. Þá spurði ég hvort ég fengi eitthvað aukalega misserið á eftir þar sem ég ætlaði hvort eð er að taka 40 einingar, meira en 100% nám, til þess að klára ekki námið mitt á eftir áætlun. Svarið var nei, ég fengi ekkert aukalega. Ég spyr hvernig þetta megi vera, það verði mér ómögulegt að vinna með 133% námi og þó nauðsynlegt þar sem ég myndi ekki fá full námslán misserið áður út af þessum reglum. Svarið er samt nei. Þetta var sum sé ekki hægt af því að ég, fyrir tilviljun, vildi færa einingar á milli skólaára, sem er í raun skilgreining sem ekki er notuð á háskólastigi. Þar er oftast talað um misseri, og sumir hefja námið ekki í byrjun skólaárs, heldur á vormisseri. Ef aðstæður hefðu verið nákvæmlega eins en bara misseri fyrr, þá hefði þetta verið hægt. Eftir mínum skilningi er þessi regla á engum eða í það minnsta lélegum rökum reist og tilviljunarkennd. Nú kemur seinna dæmið. Núverandi misseri, haustmisseri 2012, vildi ég taka 20 einingar og vinna dálítið með skólanum. Ég ætlaði að taka aukalega tvö fög til þess að undirbúa mig enn betur undir meistaranámið sem ég mun hefja eftir ár. Ég vissi það af fyrri reynslu að ég myndi bara fá 2/3 af fullum námslánum og sætti mig við það. Ég hringi svo í LÍN til þess að athuga hversu há laun ég megi hafa áður en námslánin mín verða skert og fæ þau svör að ég megi vinna fyrir 750.000 krónum á ári án þess að námslánin skerðist. Ég spyr hvort þessi upphæð sé ekki hærri fyrir mig þar sem ég er í námi í Noregi, hér er mun dýrara að búa en á Íslandi og því laun mun hærri. Svarið er nei. Ég spyr hvort það sé þá rétt að í praksis megi stúdentar á Íslandi vinna um tvöfalt meira heldur en ég sem er námsmaður í Noregi þó ég þurfi fyrir það fyrsta að taka tvöföld námslán á við námsmenn á Íslandi og þó ég þurfi reglulega að kaupa dýra flugmiða til þess eins að geta heimsótt fjölskyldu mína. Svarið var að svo væri. Ég krefst þess að þetta reglukerfi sé tekið til athugunar og því sé breytt. Ég vil reglukerfi sem byggir á reynslu og raunsæi. Ég vil finna það að samfélagið kunni að meta stúdenta og skilji að það er menntun sem hjálpar samfélaginu að þróast enn frekar.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun