Hryggð yfir alþingishúsinu Steinunn Jóhannesdóttir skrifar 20. september 2012 06:00 Þrátt fyrir sorg og leiða yfir stjórnmálaástandinu í landinu fann ég hjá mér löngun til þess að fara á þingpalla og hlýða á stefnuræðu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að kvöldi 12. september. Mig langaði til þess að vera viðstödd þegar fyrsta konan, sem leitt hefur ríkisstjórn á Íslandi, ávarpaði þing og þjóð við upphaf síðasta vetrar kjörtímabilsins. Ég leit á það sem sögulega stund. Jóhanna tók við stjórnartaumum við erfiðustu aðstæður frá stofnun lýðveldisins. Erfiðleikarnir reyndust ekki bara fólgnir í því risavaxna verkefni að reisa við efnahag þjóðar, sem haustið 2008 rambaði á barmi gjaldþrots, heldur hefur hún þurft að glíma við fádæma skort á samstöðu um viðfangsefnið, innan þings sem utan. Ég klæddi mig í vindjakkann, setti á mig rauðu prjónahúfuna, sem mig langaði til að taka ofan fyrir henni, og skundaði niður á Austurvöll í myrkrinu og suddanum.Víggirðing Mér brá í brún þegar ég kom að hárri víggirðingu úr járni sem náði frá Alþingisgarðinum, utan um bílastæði dómkirkjunnar, út á miðjan Austurvöll og þaðan að skrifstofum Alþingis í Kirkjustræti. Á bak við dómkirkjuna voru tveir stæðilegir lögreglumenn á vakt við virkið og þegar ég bað þá um að hleypa mér inn fyrir svo ég kæmist upp á þingpalla til að hlusta á Jóhönnu sögðu þeir að það væri bannað. Þeir upplýstu mig um að ég gæti séð stefnuræðuna í sjónvarpinu. Ég sagði að það væri ekki það sama og að fylgjast með af pöllunum. Ég teldi það borgaralegan rétt minn. Þeir bentu mér á að tala við starfsbræður sína við aðalinnganginn Kirkjustrætismegin. Ég gekk því yfir Austurvöll, þar sem nokkrir beljakar stóðu við bláar tunnur sem þeir börðu af miklum móð. Hávaðinn var ærandi og mér stóð ekki á sama. Löggurnar við Kirkjustræti voru engu fúsari en hinir til þess að hleypa mér inn svo ég sá þann kost vænstan að fara aftur heim. Ég staldraði við hjá styttunni af Jóni og horfði hrygg í átt að Alþingishúsinu og dómkirkjunni, þessum fallegu og yfirlætislausu byggingum, táknum sögu og sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Þetta var eins og að horfa í átt að fangabúðum. Eftir nær fjögurra ára baráttu við eftirköst efnahagshrunsins leið alþingismönnum augljóslega eins og þeir hefðu verið kosnir til refsivistar en ekki virðingarverðs löggjafarstarfs.Egg og tómatar Þetta er fjórða haustið í röð sem ég fyllist hryggð við að ganga fram hjá Alþingishúsinu að lokinni þingsetningu. Húsið hefur verið útbíað í eggjum, tómötum, skyri og öðrum matvælum, ásamt ókjörum af klósettpappír, rúður í gluggum hafa verið brotnar og illyrtar orðsendingar til þings og ríkisstjórnar á miðum og mótmælaspjöldum legið eftir á stéttinni. Fyrir ári lá við slysi, þegar einn þingmaður fékk sendingu í höfuðið og féll í götuna. Við sama tækifæri vippaði forsetafrúin sér yfir reipið sem þá skildi að mótmælendur og löggjafarsamkunduna og hvarf út á Austurvöll. Í ár mætti hún ekki til þingsetningarinnar með forsetanum. Útreiðin á Alþingishúsinu er til vitnis um illa haldna og sundraða þjóð, þjóð sem fór út af sporinu í efnahagsmálum og glataði við það hluta af sjálfsvirðingunni. Sjálfsvirðing þjóðar og þings verður ekki endurreist með því að víggirða Alþingishúsið. Hún verður ekki endurreist með hótunum forsetans um að taka völdin af Alþingi og ríkisstjórn. Virðingin vex einungis með því að fleiri hafi hugrekki, þrek og úthald á borð við það sem Jóhanna hefur sýnt við að þoka málum til betri vegar eftir þingræðislegum leiðum, þrátt fyrir mótlætið. Þingið getur hrist af sér eggin og tómatana. Þingið getur öðlast fyrri virðingu með virðingarverðari vinnubrögðum. En þingmenn í lýðræðisríki geta ekki skýlt sér á bak við járntjald sem reist er á milli þeirra og hinna reiðu og vonsviknu. Járnvirki hindraði að ég gæti tekið ofan fyrir Jóhönnu 12. september. Eftir sem áður vona ég að henni takist að stýra ríkisstjórnarfarinu heilu í höfn á komandi vetri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Jóhannesdóttir Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir sorg og leiða yfir stjórnmálaástandinu í landinu fann ég hjá mér löngun til þess að fara á þingpalla og hlýða á stefnuræðu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að kvöldi 12. september. Mig langaði til þess að vera viðstödd þegar fyrsta konan, sem leitt hefur ríkisstjórn á Íslandi, ávarpaði þing og þjóð við upphaf síðasta vetrar kjörtímabilsins. Ég leit á það sem sögulega stund. Jóhanna tók við stjórnartaumum við erfiðustu aðstæður frá stofnun lýðveldisins. Erfiðleikarnir reyndust ekki bara fólgnir í því risavaxna verkefni að reisa við efnahag þjóðar, sem haustið 2008 rambaði á barmi gjaldþrots, heldur hefur hún þurft að glíma við fádæma skort á samstöðu um viðfangsefnið, innan þings sem utan. Ég klæddi mig í vindjakkann, setti á mig rauðu prjónahúfuna, sem mig langaði til að taka ofan fyrir henni, og skundaði niður á Austurvöll í myrkrinu og suddanum.Víggirðing Mér brá í brún þegar ég kom að hárri víggirðingu úr járni sem náði frá Alþingisgarðinum, utan um bílastæði dómkirkjunnar, út á miðjan Austurvöll og þaðan að skrifstofum Alþingis í Kirkjustræti. Á bak við dómkirkjuna voru tveir stæðilegir lögreglumenn á vakt við virkið og þegar ég bað þá um að hleypa mér inn fyrir svo ég kæmist upp á þingpalla til að hlusta á Jóhönnu sögðu þeir að það væri bannað. Þeir upplýstu mig um að ég gæti séð stefnuræðuna í sjónvarpinu. Ég sagði að það væri ekki það sama og að fylgjast með af pöllunum. Ég teldi það borgaralegan rétt minn. Þeir bentu mér á að tala við starfsbræður sína við aðalinnganginn Kirkjustrætismegin. Ég gekk því yfir Austurvöll, þar sem nokkrir beljakar stóðu við bláar tunnur sem þeir börðu af miklum móð. Hávaðinn var ærandi og mér stóð ekki á sama. Löggurnar við Kirkjustræti voru engu fúsari en hinir til þess að hleypa mér inn svo ég sá þann kost vænstan að fara aftur heim. Ég staldraði við hjá styttunni af Jóni og horfði hrygg í átt að Alþingishúsinu og dómkirkjunni, þessum fallegu og yfirlætislausu byggingum, táknum sögu og sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Þetta var eins og að horfa í átt að fangabúðum. Eftir nær fjögurra ára baráttu við eftirköst efnahagshrunsins leið alþingismönnum augljóslega eins og þeir hefðu verið kosnir til refsivistar en ekki virðingarverðs löggjafarstarfs.Egg og tómatar Þetta er fjórða haustið í röð sem ég fyllist hryggð við að ganga fram hjá Alþingishúsinu að lokinni þingsetningu. Húsið hefur verið útbíað í eggjum, tómötum, skyri og öðrum matvælum, ásamt ókjörum af klósettpappír, rúður í gluggum hafa verið brotnar og illyrtar orðsendingar til þings og ríkisstjórnar á miðum og mótmælaspjöldum legið eftir á stéttinni. Fyrir ári lá við slysi, þegar einn þingmaður fékk sendingu í höfuðið og féll í götuna. Við sama tækifæri vippaði forsetafrúin sér yfir reipið sem þá skildi að mótmælendur og löggjafarsamkunduna og hvarf út á Austurvöll. Í ár mætti hún ekki til þingsetningarinnar með forsetanum. Útreiðin á Alþingishúsinu er til vitnis um illa haldna og sundraða þjóð, þjóð sem fór út af sporinu í efnahagsmálum og glataði við það hluta af sjálfsvirðingunni. Sjálfsvirðing þjóðar og þings verður ekki endurreist með því að víggirða Alþingishúsið. Hún verður ekki endurreist með hótunum forsetans um að taka völdin af Alþingi og ríkisstjórn. Virðingin vex einungis með því að fleiri hafi hugrekki, þrek og úthald á borð við það sem Jóhanna hefur sýnt við að þoka málum til betri vegar eftir þingræðislegum leiðum, þrátt fyrir mótlætið. Þingið getur hrist af sér eggin og tómatana. Þingið getur öðlast fyrri virðingu með virðingarverðari vinnubrögðum. En þingmenn í lýðræðisríki geta ekki skýlt sér á bak við járntjald sem reist er á milli þeirra og hinna reiðu og vonsviknu. Járnvirki hindraði að ég gæti tekið ofan fyrir Jóhönnu 12. september. Eftir sem áður vona ég að henni takist að stýra ríkisstjórnarfarinu heilu í höfn á komandi vetri.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun