Neitar öllu í ákæru um sprengjusmíði 24. september 2012 07:00 Sýndi sig á Facebook Maðurinn birti myndir og myndbönd á Facebook sem gáfu lögreglu tilefni til að ætla að hann væri hættulegur.Fréttablaðið/valli Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur 28 ára Keflvíkingi, sem sat vikum saman í gæsluvarðhaldi á fyrri hluta þessa árs eftir að á heimili hans fundust skotvopn og sprengiefni. Grunur hafði fallið á manninn eftir að hann birti myndir og myndbönd á Facebook sem gáfu lögreglu tilefni til að ætla að hann væri hættulegur. Á einu myndskeiðinu sást hann sprengja fiskikar í tætlur. Sérsveitarmenn fóru á heimili hans að kvöldi sunnudagsins 26. febrúar síðastliðins. Samkvæmt ákæruskjali tók maðurinn þar á móti þeim með hníf á lofti og otaði honum að þeim. Þess vegna er hann ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni. Þegar inn var komið fann lögregla hlaðna 22 kalíbera skammbyssu og skotfæri, þrjú eggvopn með löngum blöðum og handjárn. Þá fannst enn fremur heimagerð rörasprengja með kveikiþræði, sem vó um 460 grömm, og auk þess tveir níu kílóa própangaskútar sem samtals innihéldu 11,7 kíló af gasi, flaska full af stálkúlum, sem voru tveir til fjórir millimetrar að þvermáli, og 90 grömm af púðri sem hann hafði aflað sér með því að taka flugelda í sundur, allt í því skyni að smíða sprengju, að því er fullyrt er í ákærunni. Þetta er talið varða við vopnalagaákvæði, enda hafi maðurinn hvorki haft leyfi fyrir vopnunum né geymt þau á fullnægjandi hátt. Að síðustu er hann ákærður fyrir hylmingu, þar sem hann hafi vitað að byssunni hafði verið stolið úr bíl við Brú í Hrútafirði fyrir sex árum. Maðurinn, sem sat í gæsluvarðhaldi fram í apríl vegna málsins, neitaði alfarið sök við þingfestinguna fyrir Héraðsdómi Reykjaness, án þess að gera frekari grein fyrir þeirri afstöðu sinni. Árið 2004 var maðurinn dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi sem hluti af stórum hópi ungra manna sem var þá kallaður Keflavíkurgengið. Þeir voru dæmdir fyrir fjölda afbrota, en þeir brutust inn, stálu bílum og skotvopnum, seldu þau aftur og neyttu fíkniefna. Alls hlutu átta manns dóm í málinu, en enginn jafnþungan og sá sem nú er ákærður. Aðalmeðferð í málinu fer fram í Héraðsdómi Reykjaness 30. október næstkomandi. stigur@frettabladid.is Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur 28 ára Keflvíkingi, sem sat vikum saman í gæsluvarðhaldi á fyrri hluta þessa árs eftir að á heimili hans fundust skotvopn og sprengiefni. Grunur hafði fallið á manninn eftir að hann birti myndir og myndbönd á Facebook sem gáfu lögreglu tilefni til að ætla að hann væri hættulegur. Á einu myndskeiðinu sást hann sprengja fiskikar í tætlur. Sérsveitarmenn fóru á heimili hans að kvöldi sunnudagsins 26. febrúar síðastliðins. Samkvæmt ákæruskjali tók maðurinn þar á móti þeim með hníf á lofti og otaði honum að þeim. Þess vegna er hann ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni. Þegar inn var komið fann lögregla hlaðna 22 kalíbera skammbyssu og skotfæri, þrjú eggvopn með löngum blöðum og handjárn. Þá fannst enn fremur heimagerð rörasprengja með kveikiþræði, sem vó um 460 grömm, og auk þess tveir níu kílóa própangaskútar sem samtals innihéldu 11,7 kíló af gasi, flaska full af stálkúlum, sem voru tveir til fjórir millimetrar að þvermáli, og 90 grömm af púðri sem hann hafði aflað sér með því að taka flugelda í sundur, allt í því skyni að smíða sprengju, að því er fullyrt er í ákærunni. Þetta er talið varða við vopnalagaákvæði, enda hafi maðurinn hvorki haft leyfi fyrir vopnunum né geymt þau á fullnægjandi hátt. Að síðustu er hann ákærður fyrir hylmingu, þar sem hann hafi vitað að byssunni hafði verið stolið úr bíl við Brú í Hrútafirði fyrir sex árum. Maðurinn, sem sat í gæsluvarðhaldi fram í apríl vegna málsins, neitaði alfarið sök við þingfestinguna fyrir Héraðsdómi Reykjaness, án þess að gera frekari grein fyrir þeirri afstöðu sinni. Árið 2004 var maðurinn dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi sem hluti af stórum hópi ungra manna sem var þá kallaður Keflavíkurgengið. Þeir voru dæmdir fyrir fjölda afbrota, en þeir brutust inn, stálu bílum og skotvopnum, seldu þau aftur og neyttu fíkniefna. Alls hlutu átta manns dóm í málinu, en enginn jafnþungan og sá sem nú er ákærður. Aðalmeðferð í málinu fer fram í Héraðsdómi Reykjaness 30. október næstkomandi. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira