Frábært að geta hjálpað öðrum Christina Barruel skrifar 27. september 2012 06:00 Andleg og líkamleg vanlíðan nemenda sem lagðir eru í einelti hefur verið umfjöllunarefni fjölmiðla á Íslandi að undanförnu. Sama hefur verið uppi á teningnum á Nýja-Sjálandi, en þar hefur mál móður sem greip inn í þegar ráðist var á dóttur hennar sérstaklega verið til umræðu. Móðirin á nú yfir höfði sér ákæru vegna þessa máls. Hin sálrænu mein sem hljótast af slíkum atburðum rista djúpt og geta varað allt lífið. Ný lög í Nýja-Sjálandi gegn árásum á netinu munu hjálpa til við að sporna gegn einelti en einnig er þrýstingur á skólayfirvöld að þau taki fastar á þessum málum. Nokkur átaksverkefni gegn einelti eru í gangi sem fjalla um að hjálpa fórnarlambinu að ná bata, um jafningjaaðstoð og um kynferðislega áreitni en best þekktu verkefnin fyrir skóla koma frá nýsjálensku Friðarstofnuninni (Peace Foundation) og kallast „Svalir skólar" (e. Cool Schools). Verkefni stofnunarinnar hafa verið notuð við fjölmarga grunn- og framhaldsskóla á Nýja-Sjálandi og hafa þróast í áraraðir. „Svalir skólar"–verkefnin sem notuð eru um allt Nýja-Sjáland eru ekki kynnt sem eineltisverkefni sérstaklega heldur stuðla þau að því að gera nemendum og kennurum kleift að átta sig á því þegar vandamál eru í uppsiglingu og kenna þeim leiðir til að takast á við þau á uppbyggilegan hátt. Þegar unnið er eftir þessum leiðum tekst smátt og smátt að senda nemendum og kennurum skýr skilaboð um að skólinn þeirra sé öruggur staður og að allir vinni saman í að hann verði það alltaf. Verkefnin stuðla að opinni og frjálsri tjáningu í skólum. Nemendum er kennt að vera góðar fyrirmyndir, að beita sér fyrir heilbrigðum samskiptum og að beina félögum sínum til viðeigandi fullorðins aðila ef nauðsyn krefur. Bæði nemendum og kennurum eru kenndar aðferðir til að takast á við deilur og ágreining sem munu gagnast þeim allt lífið. Aðferðirnar kenna fólki að temja sér stillingu í aðstæðum þegar deilur eiga sér stað. Þetta er hugsað sem verkfærakista sem er full af verkfærum sem nýtast til að taka yfirvegað á málum þegar upp koma átök á milli fólks. Nemendum og kennurum eru kenndar uppbyggilegar aðferðir við lausn deilumála. Þannig eru nemendur þjálfaðir í því að verða svokallaðir „jafningjamálamiðlarar". Það er leiðtogahlutverk sem veitir öðrum ákveðna þjónustu; svo sem að efla gagnkvæma virðingu fólks og einnig að auka skilning á þeirri staðreynd að fólk er mismunandi, og jafnframt að veita samnemendum sínum aðstoð ef vandamál koma upp. Það hefur sýnt sig að nemendur sem lenda í vandræðum vilja gjarnan ræða við aðra nemendur sem þeir treysta. En jafningjamálamiðlarar geta einnig stuðlað að fleiri góðum hlutum í skólanum. „Vandamála-verkfærakistan" nýtist foreldrum ekki síður en nemendum og kennurum. Eitt af verkefnum Friðarstofnunarinnar er samið sérstaklega fyrir foreldra og kennir þeim árangursrík samskipti. Lögð er áhersla á að sannfæra einstaklinga um að þeir geti haft jákvæð áhrif á heimili sínu, í skólanum og í samfélaginu í heild og jafnvel víðar. Verkefnið „Svalir skólar" var fyrst prófað í tólf grunnskólum í Auckland árið 1991 undir stjórn Yvonne Duncan. Verkefnið gekk svo vel að Yvonne var boðið að fá fullt starf við að stjórna verkefninu á vegum Friðarstofnunarinnar. Síðan þá hefur verkefnið verið kynnt fyrir meira en helmingi allra grunn- og framhaldsskóla á Nýja-Sjálandi. Mjög jákvæð viðbrögð hafa komið frá nemendum, kennurum, þeim sem stjórna verkefninu í skólum og einnig frá skólastjórum. Það sem flestum stjórnendum og kennurum finnst jákvæðast við verkefnin er að fá að hjálpa nemendum til að aðstoða aðra nemendur við að leysa vandamál. Nemendur á öllum skólastigum segja að það sé svo frábært að geta verið í aðstöðu og með árangursríkar leiðir til að hjálpa öðrum nemendum. Það gefi þeim svo mikið sjálfstraust. Þjálfunin er oft sniðin að þörfum skólanna. Þegar verkefnið er unnið í framhaldsskólum, kemur leiðbeinandi í skólann í fjóra og hálfan tíma á viku og vinnur með nokkrum nemendum sem hafa verið valdir til að vera „sendiherrar réttlætisins" eða „jafningjamálamiðlarar" ásamt kennurum sem eru til stuðnings við verkefnið frá skólans hálfu. Leiðbeinandinn stýrir starfsmannafundi þar sem verkefnið er kynnt fyrir öllum starfsmönnum skólans og þeim er sýnt hvernig þeir geta stutt jafningjamálamiðlarana. Kennararnir fá þarna líka góða leiðsögn sem nýtist þeim bæði í starfinu og í einkalífinu. Í grunnskólunum hefur verið árangursríkast að hafa einn dag þar sem kennurunum eru kenndar allar tíu leiðirnar í verkefninu, þannig að í lok dagsins hafa kennararnir lært hvernig þeir geta kennt þær nemendum sínum. Friðarstofnunin er með skrifstofu í Auckland en það að leiðbeina skólum á svæðinu er á mínum höndum. Fimm aðrir leiðbeinendur stofnunarinnar sjá um aðra hluta landsins. Áhugasamir geta haft samband við Friðarstofnunina beint í síma (09) 373 2379 eða kynnt sér efnið á heimasíðu stofnunarinnar: www.peace.net.nz. Ég mun leiða vinnusmiðju tengda „Svölum skólum" og málamiðlun jafningja á Friðarþingi skáta á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Andleg og líkamleg vanlíðan nemenda sem lagðir eru í einelti hefur verið umfjöllunarefni fjölmiðla á Íslandi að undanförnu. Sama hefur verið uppi á teningnum á Nýja-Sjálandi, en þar hefur mál móður sem greip inn í þegar ráðist var á dóttur hennar sérstaklega verið til umræðu. Móðirin á nú yfir höfði sér ákæru vegna þessa máls. Hin sálrænu mein sem hljótast af slíkum atburðum rista djúpt og geta varað allt lífið. Ný lög í Nýja-Sjálandi gegn árásum á netinu munu hjálpa til við að sporna gegn einelti en einnig er þrýstingur á skólayfirvöld að þau taki fastar á þessum málum. Nokkur átaksverkefni gegn einelti eru í gangi sem fjalla um að hjálpa fórnarlambinu að ná bata, um jafningjaaðstoð og um kynferðislega áreitni en best þekktu verkefnin fyrir skóla koma frá nýsjálensku Friðarstofnuninni (Peace Foundation) og kallast „Svalir skólar" (e. Cool Schools). Verkefni stofnunarinnar hafa verið notuð við fjölmarga grunn- og framhaldsskóla á Nýja-Sjálandi og hafa þróast í áraraðir. „Svalir skólar"–verkefnin sem notuð eru um allt Nýja-Sjáland eru ekki kynnt sem eineltisverkefni sérstaklega heldur stuðla þau að því að gera nemendum og kennurum kleift að átta sig á því þegar vandamál eru í uppsiglingu og kenna þeim leiðir til að takast á við þau á uppbyggilegan hátt. Þegar unnið er eftir þessum leiðum tekst smátt og smátt að senda nemendum og kennurum skýr skilaboð um að skólinn þeirra sé öruggur staður og að allir vinni saman í að hann verði það alltaf. Verkefnin stuðla að opinni og frjálsri tjáningu í skólum. Nemendum er kennt að vera góðar fyrirmyndir, að beita sér fyrir heilbrigðum samskiptum og að beina félögum sínum til viðeigandi fullorðins aðila ef nauðsyn krefur. Bæði nemendum og kennurum eru kenndar aðferðir til að takast á við deilur og ágreining sem munu gagnast þeim allt lífið. Aðferðirnar kenna fólki að temja sér stillingu í aðstæðum þegar deilur eiga sér stað. Þetta er hugsað sem verkfærakista sem er full af verkfærum sem nýtast til að taka yfirvegað á málum þegar upp koma átök á milli fólks. Nemendum og kennurum eru kenndar uppbyggilegar aðferðir við lausn deilumála. Þannig eru nemendur þjálfaðir í því að verða svokallaðir „jafningjamálamiðlarar". Það er leiðtogahlutverk sem veitir öðrum ákveðna þjónustu; svo sem að efla gagnkvæma virðingu fólks og einnig að auka skilning á þeirri staðreynd að fólk er mismunandi, og jafnframt að veita samnemendum sínum aðstoð ef vandamál koma upp. Það hefur sýnt sig að nemendur sem lenda í vandræðum vilja gjarnan ræða við aðra nemendur sem þeir treysta. En jafningjamálamiðlarar geta einnig stuðlað að fleiri góðum hlutum í skólanum. „Vandamála-verkfærakistan" nýtist foreldrum ekki síður en nemendum og kennurum. Eitt af verkefnum Friðarstofnunarinnar er samið sérstaklega fyrir foreldra og kennir þeim árangursrík samskipti. Lögð er áhersla á að sannfæra einstaklinga um að þeir geti haft jákvæð áhrif á heimili sínu, í skólanum og í samfélaginu í heild og jafnvel víðar. Verkefnið „Svalir skólar" var fyrst prófað í tólf grunnskólum í Auckland árið 1991 undir stjórn Yvonne Duncan. Verkefnið gekk svo vel að Yvonne var boðið að fá fullt starf við að stjórna verkefninu á vegum Friðarstofnunarinnar. Síðan þá hefur verkefnið verið kynnt fyrir meira en helmingi allra grunn- og framhaldsskóla á Nýja-Sjálandi. Mjög jákvæð viðbrögð hafa komið frá nemendum, kennurum, þeim sem stjórna verkefninu í skólum og einnig frá skólastjórum. Það sem flestum stjórnendum og kennurum finnst jákvæðast við verkefnin er að fá að hjálpa nemendum til að aðstoða aðra nemendur við að leysa vandamál. Nemendur á öllum skólastigum segja að það sé svo frábært að geta verið í aðstöðu og með árangursríkar leiðir til að hjálpa öðrum nemendum. Það gefi þeim svo mikið sjálfstraust. Þjálfunin er oft sniðin að þörfum skólanna. Þegar verkefnið er unnið í framhaldsskólum, kemur leiðbeinandi í skólann í fjóra og hálfan tíma á viku og vinnur með nokkrum nemendum sem hafa verið valdir til að vera „sendiherrar réttlætisins" eða „jafningjamálamiðlarar" ásamt kennurum sem eru til stuðnings við verkefnið frá skólans hálfu. Leiðbeinandinn stýrir starfsmannafundi þar sem verkefnið er kynnt fyrir öllum starfsmönnum skólans og þeim er sýnt hvernig þeir geta stutt jafningjamálamiðlarana. Kennararnir fá þarna líka góða leiðsögn sem nýtist þeim bæði í starfinu og í einkalífinu. Í grunnskólunum hefur verið árangursríkast að hafa einn dag þar sem kennurunum eru kenndar allar tíu leiðirnar í verkefninu, þannig að í lok dagsins hafa kennararnir lært hvernig þeir geta kennt þær nemendum sínum. Friðarstofnunin er með skrifstofu í Auckland en það að leiðbeina skólum á svæðinu er á mínum höndum. Fimm aðrir leiðbeinendur stofnunarinnar sjá um aðra hluta landsins. Áhugasamir geta haft samband við Friðarstofnunina beint í síma (09) 373 2379 eða kynnt sér efnið á heimasíðu stofnunarinnar: www.peace.net.nz. Ég mun leiða vinnusmiðju tengda „Svölum skólum" og málamiðlun jafningja á Friðarþingi skáta á Íslandi.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun