Krefst nú 87 milljóna vegna nýs ljósleiðara 28. september 2012 09:00 Þjórsá Um helmingur 180 milljóna króna stofnkostnaðar ljósleiðarakerfis í Skeiða- og Gnúpverjahreppi kemur frá Landsvirkjun og stafar frá rammasamningi vegna virkjana í Þjórsá.Fréttablaðið/Anton „Kristur sagði að maður ætti að bjóða hina kinnina og nú erum við á vinstri rasskinninni," segir Axel Árnason, héraðsprestur í Suðurprófastsdæmi og annar eigenda fjarskiptafyrirtækisins Ábótans. Ábótinn krafðist þess í sumar að Skeiða- og Gnúpverjahreppur greiddi fyrirtækinu 20 milljónir króna vegna lagningar nýs ljósleiðara um sveitarfélagið. Hreppurinn hefur stofnað sérstakt félag um ljósleiðarann, Fjarskiptafélag Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Sveitarstjórnin hefur hafnað kröfu Ábótans að fengnu lögfræðiáliti. Axel segir tengingu Ábótans við internetið byggja á ljósleiðurum og örbylgjuloftnetum. Um helmingur viðskiptanna sé í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. „Við höfum lagt í heilmikinn kostnað til að geta veitt þessa þjónustu sem önnur fjarskiptafyrirtæki hafa ekki talið borga sig. Við það að missa helminginn af viðskiptavinunum eru forsendurnar fyrir þessum rekstri ekki fyrir hendi," segir hann. Ábótinn hefur sent sveitarstjórninni nýtt erindi eftir að hún hafnaði kröfu félagsins fyrr í þessum mánuði. Það felur í sér 87 milljóna króna greiðslu til Ábótans. Axel segir það ýtrustu kröfu sem miði við að fyrirtækið hætti. „Það eru tapaðar tekjur til fjögurra ára inni í þeirri tölu. Við viljum fá bætt það sem við höfum fjárfest en látum þá liggja á milli hluta hvort ljósleiðaralagningin um sveitarfélagið sé ólögleg eða ekki," útskýrir Axel og segir að verði ekki orðið við kröfunni muni félagið kæra málið til Eftirlitsstofnunar EFTA. „Það er skýlaust að sveitarfélagið er að fara inn á markað með opinbert fé og það er bara ekki leyft í dag." Gunnar Örn Marteinsson oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir kröfu Ábótans fráleita. Hreppurinn sé í fullum rétti og bótakrafan algerlega órökstudd. Áætlaður kostnaður við ljósleiðarann er 180 milljónir króna. Gunnar segir um helming þess koma frá Landsvirkjun vegna rammasamnings frá 2008 þar sem ákveðin upphæð var eyrnamerkt fjarskiptum í hreppnum. Þá verði notaður drjúgur hluti af 70 milljónum króna sem hreppurinn eigi eftir sölu á hlut í fyrirtækinu Límtré. Hann segir að öllum verði heimill aðgangur að ljósleiðaranum. „Við hér búum við erfið skilyrði í þessum efnum. Þetta verður eins og að fara úr Trabant í Bens og auðveldar fólki störf í fjarvinnslu. Þetta er nútíminn," segir oddvitinn. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
„Kristur sagði að maður ætti að bjóða hina kinnina og nú erum við á vinstri rasskinninni," segir Axel Árnason, héraðsprestur í Suðurprófastsdæmi og annar eigenda fjarskiptafyrirtækisins Ábótans. Ábótinn krafðist þess í sumar að Skeiða- og Gnúpverjahreppur greiddi fyrirtækinu 20 milljónir króna vegna lagningar nýs ljósleiðara um sveitarfélagið. Hreppurinn hefur stofnað sérstakt félag um ljósleiðarann, Fjarskiptafélag Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Sveitarstjórnin hefur hafnað kröfu Ábótans að fengnu lögfræðiáliti. Axel segir tengingu Ábótans við internetið byggja á ljósleiðurum og örbylgjuloftnetum. Um helmingur viðskiptanna sé í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. „Við höfum lagt í heilmikinn kostnað til að geta veitt þessa þjónustu sem önnur fjarskiptafyrirtæki hafa ekki talið borga sig. Við það að missa helminginn af viðskiptavinunum eru forsendurnar fyrir þessum rekstri ekki fyrir hendi," segir hann. Ábótinn hefur sent sveitarstjórninni nýtt erindi eftir að hún hafnaði kröfu félagsins fyrr í þessum mánuði. Það felur í sér 87 milljóna króna greiðslu til Ábótans. Axel segir það ýtrustu kröfu sem miði við að fyrirtækið hætti. „Það eru tapaðar tekjur til fjögurra ára inni í þeirri tölu. Við viljum fá bætt það sem við höfum fjárfest en látum þá liggja á milli hluta hvort ljósleiðaralagningin um sveitarfélagið sé ólögleg eða ekki," útskýrir Axel og segir að verði ekki orðið við kröfunni muni félagið kæra málið til Eftirlitsstofnunar EFTA. „Það er skýlaust að sveitarfélagið er að fara inn á markað með opinbert fé og það er bara ekki leyft í dag." Gunnar Örn Marteinsson oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir kröfu Ábótans fráleita. Hreppurinn sé í fullum rétti og bótakrafan algerlega órökstudd. Áætlaður kostnaður við ljósleiðarann er 180 milljónir króna. Gunnar segir um helming þess koma frá Landsvirkjun vegna rammasamnings frá 2008 þar sem ákveðin upphæð var eyrnamerkt fjarskiptum í hreppnum. Þá verði notaður drjúgur hluti af 70 milljónum króna sem hreppurinn eigi eftir sölu á hlut í fyrirtækinu Límtré. Hann segir að öllum verði heimill aðgangur að ljósleiðaranum. „Við hér búum við erfið skilyrði í þessum efnum. Þetta verður eins og að fara úr Trabant í Bens og auðveldar fólki störf í fjarvinnslu. Þetta er nútíminn," segir oddvitinn. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira