Yfir þúsund sprengjur fundnar á Reykjanesi 4. október 2012 07:30 Frá Miðnesheiði þar sem herinn hafði aðstöðu. mynd/ teitur. Á annað þúsund sprengjur og skot hafa fundist við hreinsunarstarf Landhelgisgæslunnar á Reykjanesi síðustu fimm ár. Sigurður Ásgrímsson, deildarstjóri hjá Gæslunni, segir starfið hafa gengið vel og átakinu ljúki senn. Skýrsla um framvinduna er væntanleg innan skamms. „Við erum búnir að gera mikið átak í samstarfi við Kadeco, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, um að hreinsa svæðin næst Keflavík, sem voru nýtt sem skotæfingasvæði í stríðinu og eftir það, og það hefur gengið þokkalega vel. Auðvitað er alveg útilokað að lýsa því yfir að svæðið sé orðið fullkomlega hreint, en allavega hefur mikið unnist í þessu." Svæðin sem um ræðir eru Vogaheiði og svæðið í kringum Patterson-flugvöll, en þar stóð bandaríski herinn fyrir skotæfingum allt fram til ársins 1960. Hreinsunarsvæðið er afar víðfeðmt, á Vogaheiði er rætt um fimmtán ferkílómetra og Patterson-svæðið er um tólf ferkílómetrar. „Þetta eru mikið til fallbyssukúlur, sprengjuvörpusprengjur og svo skot af öllum stærðum," segir Sigurður. Hann segir mikið af því sem finnist vera virkar sprengjur sem mikil hætta stafi af. „Sprengjurnar virkjast við að vera skotið, en tíu til tólf prósent af þeim sem skotið er virka ekki í fyrstu, af einhverri ástæðu. Þannig liggja þær, kannski í allt að 60 ár, bæði ofan jarðar og neðan. Þá er þetta orðið mjög tært, en kúlan er þá í fínu lagi og sprengiefnið líka, og þá er það orðið mjög hættulegt." Sigurður segir ástandið nú vera orðið nokkuð gott á svæðunum og ætti ekkert að koma í veg fyrir uppbyggingu, til dæmis á Patterson-svæðinu sem liggur neðan við gamla varnarsvæðið, Ásbrú. - þj Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira
Á annað þúsund sprengjur og skot hafa fundist við hreinsunarstarf Landhelgisgæslunnar á Reykjanesi síðustu fimm ár. Sigurður Ásgrímsson, deildarstjóri hjá Gæslunni, segir starfið hafa gengið vel og átakinu ljúki senn. Skýrsla um framvinduna er væntanleg innan skamms. „Við erum búnir að gera mikið átak í samstarfi við Kadeco, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, um að hreinsa svæðin næst Keflavík, sem voru nýtt sem skotæfingasvæði í stríðinu og eftir það, og það hefur gengið þokkalega vel. Auðvitað er alveg útilokað að lýsa því yfir að svæðið sé orðið fullkomlega hreint, en allavega hefur mikið unnist í þessu." Svæðin sem um ræðir eru Vogaheiði og svæðið í kringum Patterson-flugvöll, en þar stóð bandaríski herinn fyrir skotæfingum allt fram til ársins 1960. Hreinsunarsvæðið er afar víðfeðmt, á Vogaheiði er rætt um fimmtán ferkílómetra og Patterson-svæðið er um tólf ferkílómetrar. „Þetta eru mikið til fallbyssukúlur, sprengjuvörpusprengjur og svo skot af öllum stærðum," segir Sigurður. Hann segir mikið af því sem finnist vera virkar sprengjur sem mikil hætta stafi af. „Sprengjurnar virkjast við að vera skotið, en tíu til tólf prósent af þeim sem skotið er virka ekki í fyrstu, af einhverri ástæðu. Þannig liggja þær, kannski í allt að 60 ár, bæði ofan jarðar og neðan. Þá er þetta orðið mjög tært, en kúlan er þá í fínu lagi og sprengiefnið líka, og þá er það orðið mjög hættulegt." Sigurður segir ástandið nú vera orðið nokkuð gott á svæðunum og ætti ekkert að koma í veg fyrir uppbyggingu, til dæmis á Patterson-svæðinu sem liggur neðan við gamla varnarsvæðið, Ásbrú. - þj
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira