Samherji og FISK Seafood eiga 75 prósenta hlut í Olís 8. október 2012 00:00 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og einn aðaleigenda Samherja, er einn þeirra sem má ekki sitja í stjórn Olís á sama tíma og forsvarsmenn FISK Seafood og tengdra aðila. fréttablaðið/STefán Samherji og FISK Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga (KS), eiga 37,5 prósenta hlut hvor í Olís. Kaupum félaganna á hlutnum eru sett ýmis skilyrði, meðal annars að stjórnarmenn, starfsmenn og eigendur að meira en eins prósents hlut í þeim mega ekki sitja samtímis í stjórn Olís svo að ekki verði til vettvangur fyrir samskipti keppinauta. Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um málið sem birt var á fimmtudag. Fyrrum aðaleigendur Olís, þeir Einar Benediktsson forstjóri þess og Gísli Baldur Garðarsson, eiga nú 25 prósenta hlut í olíufélaginu í gegnum félag sitt FAD 1830 ehf., sem ber sama nafn og fyrrum móðurfélag Olís. Kaupin áttu sér í raun stað í febrúar síðastliðnum þegar hlutafé Olís var lækkað um 502,5 milljónir króna að nafnvirði, eða um 75 prósent. Það var síðan samstundis hækkað aftur um sama magn. Fyrir breytinguna átti FAD 1830, sem nú heitir GESE ehf., allt hlutaféð. Það félag er í eigu Einars Benediktssonar og Gísla Baldurs Garðarssonar. Eftir breytinguna á nýtt félag sem heitir FAD 1830 ehf. 25 prósenta hlut. Samherji og FISK Seafood greiddu fyrir hlutafjáraukninguna og eru því orðnir eigendur að meirihluta í Olís. Í ársreikningi KS-samstæðunnar, eiganda FISK Seafood, kemur fram að bundnar bankainnstæður hennar nemi einum milljarði króna og að þær séu ?innstæður inni á vörslureikningi í Landsbankanum vegna skuldbindingar FISK Seafood hf. vegna fyrirhugaðra hlutafjárkaupa Olís hf.? Því virðist sem félögin tvö hafi greitt einn milljarð króna hvort fyrir samanlagðan 75 prósenta eignarhlut í Olís. Kaupin voru þó bundin samþykkt Samkeppniseftirlitsins. Það fékkst í september en ákvörðunin var ekki birt fyrr en á fimmtudag. Í henni segir að ?við meðferð málsins komu fram áhyggjur keppinauta Olís um að samruninn myndi styrkja stöðu Olís verulega með því að félagið komist í eigu svo fjársterkra aðila sem raun ber vitni. Einnig var því haldið fram að önnur olíufélög myndu mögulega missa viðskipti við félög tengd Samherja og FISK, þar sem þau myndu flytja viðskipti sín yfir til Olís í kjölfar samrunans. Þá myndu Samherji og FISK hagnast á því að eiga stóran hlut í olíufélagi, sem væri einn stærsti birgir þeirra, enda kaupa útgerðarfélög mikið magn af olíu til notkunar í starfsemi sinni. Væri því möguleiki á því að önnur olíufélög myndu með samrunanum missa tækifæri á því að ná til sín viðskiptum þessara tveggja stóru kaupenda olíu?. Vegna þessa telur Samkeppniseftirlitið að ?Samherji og FISK [séu] öflug sjávarútvegsfélög sem starfa að verulegu leyti á sömu vöru- og landfræðilegum mörkuðum. Félögin sameinast í eignarhaldi sínu á Olís. Með því verður til vettvangur fyrir samskipti keppinauta ef ekkert er að gert?. Því eru samrunanum sett skilyrði, sem forsvarsmenn Samherja og FISK Seafood samþykktu og miða við að tryggja sjálfstæði stjórnar Olís. Á meðal þess sem þeir hafa undirgengist er að stjórnarmenn, starfsmenn og eigendur meira en eins prósents hlutar í Samherja-samstæðunni eða FISK og tengdum fyrirtækjum mega ekki sitja samtímis í stjórn Olís. Þá skulu sjávarútvegsrisarnir tveir tryggja að eignaraðild þeirra hafi ekki áhrif á viðskiptastefnu og samkeppnislegt sjálfstæði Olís ?eða skaða samkeppni á viðkomandi mörkuðum þar sem áhrifa samrunans gætir?. thordur@frettabladid.is Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Samherji og FISK Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga (KS), eiga 37,5 prósenta hlut hvor í Olís. Kaupum félaganna á hlutnum eru sett ýmis skilyrði, meðal annars að stjórnarmenn, starfsmenn og eigendur að meira en eins prósents hlut í þeim mega ekki sitja samtímis í stjórn Olís svo að ekki verði til vettvangur fyrir samskipti keppinauta. Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um málið sem birt var á fimmtudag. Fyrrum aðaleigendur Olís, þeir Einar Benediktsson forstjóri þess og Gísli Baldur Garðarsson, eiga nú 25 prósenta hlut í olíufélaginu í gegnum félag sitt FAD 1830 ehf., sem ber sama nafn og fyrrum móðurfélag Olís. Kaupin áttu sér í raun stað í febrúar síðastliðnum þegar hlutafé Olís var lækkað um 502,5 milljónir króna að nafnvirði, eða um 75 prósent. Það var síðan samstundis hækkað aftur um sama magn. Fyrir breytinguna átti FAD 1830, sem nú heitir GESE ehf., allt hlutaféð. Það félag er í eigu Einars Benediktssonar og Gísla Baldurs Garðarssonar. Eftir breytinguna á nýtt félag sem heitir FAD 1830 ehf. 25 prósenta hlut. Samherji og FISK Seafood greiddu fyrir hlutafjáraukninguna og eru því orðnir eigendur að meirihluta í Olís. Í ársreikningi KS-samstæðunnar, eiganda FISK Seafood, kemur fram að bundnar bankainnstæður hennar nemi einum milljarði króna og að þær séu ?innstæður inni á vörslureikningi í Landsbankanum vegna skuldbindingar FISK Seafood hf. vegna fyrirhugaðra hlutafjárkaupa Olís hf.? Því virðist sem félögin tvö hafi greitt einn milljarð króna hvort fyrir samanlagðan 75 prósenta eignarhlut í Olís. Kaupin voru þó bundin samþykkt Samkeppniseftirlitsins. Það fékkst í september en ákvörðunin var ekki birt fyrr en á fimmtudag. Í henni segir að ?við meðferð málsins komu fram áhyggjur keppinauta Olís um að samruninn myndi styrkja stöðu Olís verulega með því að félagið komist í eigu svo fjársterkra aðila sem raun ber vitni. Einnig var því haldið fram að önnur olíufélög myndu mögulega missa viðskipti við félög tengd Samherja og FISK, þar sem þau myndu flytja viðskipti sín yfir til Olís í kjölfar samrunans. Þá myndu Samherji og FISK hagnast á því að eiga stóran hlut í olíufélagi, sem væri einn stærsti birgir þeirra, enda kaupa útgerðarfélög mikið magn af olíu til notkunar í starfsemi sinni. Væri því möguleiki á því að önnur olíufélög myndu með samrunanum missa tækifæri á því að ná til sín viðskiptum þessara tveggja stóru kaupenda olíu?. Vegna þessa telur Samkeppniseftirlitið að ?Samherji og FISK [séu] öflug sjávarútvegsfélög sem starfa að verulegu leyti á sömu vöru- og landfræðilegum mörkuðum. Félögin sameinast í eignarhaldi sínu á Olís. Með því verður til vettvangur fyrir samskipti keppinauta ef ekkert er að gert?. Því eru samrunanum sett skilyrði, sem forsvarsmenn Samherja og FISK Seafood samþykktu og miða við að tryggja sjálfstæði stjórnar Olís. Á meðal þess sem þeir hafa undirgengist er að stjórnarmenn, starfsmenn og eigendur meira en eins prósents hlutar í Samherja-samstæðunni eða FISK og tengdum fyrirtækjum mega ekki sitja samtímis í stjórn Olís. Þá skulu sjávarútvegsrisarnir tveir tryggja að eignaraðild þeirra hafi ekki áhrif á viðskiptastefnu og samkeppnislegt sjálfstæði Olís ?eða skaða samkeppni á viðkomandi mörkuðum þar sem áhrifa samrunans gætir?. thordur@frettabladid.is
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira