"Við erum öll nágrannar“ Óli Kristján Ármannsson skrifar 10. október 2012 00:01 Verðlaunahafar hrósuðu margir Jóni Gnarr borgarstjóra fyrir opnunarræðu hans við veitingu friðarverðlauna LennonOno. Lengst til vinstri eru foreldrar Rachel Corrie, Cindy og Craig, þeim við hlið Carol Blue Hitchens (ekkja Christophers Hitchens), svo John Perkins, hagfræðingur og rithöfundur, þá tónlistarkonurnar Lady Gaga og Yoko Ono. Jón Gnarr er í púltinu. Fréttablaðið/Vilhelm „Við erum öll nágrannar á þessari jörð,“ sagði tónlistarkonan Lady Gaga eftir að hafa veitt viðtöku friðarverðlaunum LennonOno í Hörpu í gær. Vísaði hún til smæðar jarðarinnar í alheiminum og hvatti fólk til að sýna samhygð í verki. Þannig mætti bæta heiminn. gaman saman Vel fór á með Jóni Gnarr og Lady Gaga í Hörpunni í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Lady Gaga notar peningaverðlaun sín til að styrkja stuðningssamtök Eltons John fyrir alnæmissjúka og HIV-smitaða. „Og vinn náið með þeim til að tryggja að peningarnir fari í að styðja börn og ungmenni sem fæðast smituð í Bandaríkjunum,“ sagði hún. Yoko Ono, ekkja bítilsins Johns Lennon, kynnti fimm styrkþega í gær, en veitt er úr LennonOno-sjóðnum annað hvert ár. Í gær var fæðingardagur Johns Lennon og ljósið á friðarsúlunni í Viðey tendrað í gærkvöldi. Það logar fram á dánardægur hans, 8. desember. Yoko Ono sagði Lady Gaga fordæmi annarra listamanna fyrir að þora að stíga fram og vinna að því að bæta heiminn. „Allt of fáir þora það, sjálfsagt hræddir um að glata vinsældum,“ sagði hún. Aðrir sem fengu verðlaun voru Rachel Corrie, sem drepin var í Palestínu í mars 2003 þar sem hún reyndi að verja hús barnafjölskyldu sem Ísraelar ætluðu að rífa. Foreldrar hennar veittu verðlaununum viðtöku. „Einhvers staðar brosir Rachel yfir því að vera tengd Lennon með þessum hætti. Kannski brosir hann með henni,“ sagði Craig Corrie, faðir Rachel. Ekkja blaðamannsins og rithöfundarins Christhopers Hitches veitti viðtöku verðlaunum sem hann fékk fyrir framlag til opinberrar umræðu og bók um stöðu trúarbragða sem „rótar alls ills“ í heiminum. John Perkin, hagfræðingur og rithöfundur tók á móti verðlaunum fyrir bók sína „Confessions of an Economic Hit Man“. Fjarverandi voru svo meðlimir hljómsveitarinnar Pussy Riot sem fengu verðlaun fyrir baráttu sína fyrir bættum mannréttindum í Rússlandi. Verðlaunahafarnir í gær höfðu margir orð á því hversu góð opnunarræða Jóns Gnarr borgarstjóra Reykjavíkur hafi verið. Hann ræddi meðal annars um þá ósk sína að gera Reykjavík að algjörlega herlausu svæði. Þá rifjaði hann upp hvernig hann hafi bent öðrum erlendum ráðamönnum á brotalamir í mannréttindamálum. Lady Gaga sagðist óska þess að fleiri væru eins og Jón og Carol Hitchens, ekkja Christophers, sagði að helst þyrfti að klóna hann. Reykjavík Friðarsúlan í Viðey Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Við erum öll nágrannar á þessari jörð,“ sagði tónlistarkonan Lady Gaga eftir að hafa veitt viðtöku friðarverðlaunum LennonOno í Hörpu í gær. Vísaði hún til smæðar jarðarinnar í alheiminum og hvatti fólk til að sýna samhygð í verki. Þannig mætti bæta heiminn. gaman saman Vel fór á með Jóni Gnarr og Lady Gaga í Hörpunni í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Lady Gaga notar peningaverðlaun sín til að styrkja stuðningssamtök Eltons John fyrir alnæmissjúka og HIV-smitaða. „Og vinn náið með þeim til að tryggja að peningarnir fari í að styðja börn og ungmenni sem fæðast smituð í Bandaríkjunum,“ sagði hún. Yoko Ono, ekkja bítilsins Johns Lennon, kynnti fimm styrkþega í gær, en veitt er úr LennonOno-sjóðnum annað hvert ár. Í gær var fæðingardagur Johns Lennon og ljósið á friðarsúlunni í Viðey tendrað í gærkvöldi. Það logar fram á dánardægur hans, 8. desember. Yoko Ono sagði Lady Gaga fordæmi annarra listamanna fyrir að þora að stíga fram og vinna að því að bæta heiminn. „Allt of fáir þora það, sjálfsagt hræddir um að glata vinsældum,“ sagði hún. Aðrir sem fengu verðlaun voru Rachel Corrie, sem drepin var í Palestínu í mars 2003 þar sem hún reyndi að verja hús barnafjölskyldu sem Ísraelar ætluðu að rífa. Foreldrar hennar veittu verðlaununum viðtöku. „Einhvers staðar brosir Rachel yfir því að vera tengd Lennon með þessum hætti. Kannski brosir hann með henni,“ sagði Craig Corrie, faðir Rachel. Ekkja blaðamannsins og rithöfundarins Christhopers Hitches veitti viðtöku verðlaunum sem hann fékk fyrir framlag til opinberrar umræðu og bók um stöðu trúarbragða sem „rótar alls ills“ í heiminum. John Perkin, hagfræðingur og rithöfundur tók á móti verðlaunum fyrir bók sína „Confessions of an Economic Hit Man“. Fjarverandi voru svo meðlimir hljómsveitarinnar Pussy Riot sem fengu verðlaun fyrir baráttu sína fyrir bættum mannréttindum í Rússlandi. Verðlaunahafarnir í gær höfðu margir orð á því hversu góð opnunarræða Jóns Gnarr borgarstjóra Reykjavíkur hafi verið. Hann ræddi meðal annars um þá ósk sína að gera Reykjavík að algjörlega herlausu svæði. Þá rifjaði hann upp hvernig hann hafi bent öðrum erlendum ráðamönnum á brotalamir í mannréttindamálum. Lady Gaga sagðist óska þess að fleiri væru eins og Jón og Carol Hitchens, ekkja Christophers, sagði að helst þyrfti að klóna hann.
Reykjavík Friðarsúlan í Viðey Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira