Ábyrg stjórnmál Kristinn H. Gunnarsson skrifar 10. október 2012 00:00 Margt hefur áunnist frá efnahagshruninu á haustdögum 2008 og ýmislegt hefur verið vel gert. Engu að síður er mikil þrekraun fram undan. Greiða þarf niður skuldir á næstu árum og varðveita þannig efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Það verður ekkert áhlaupaverk, en samt vel gerlegt ef ástunduð eru ábyrg stjórnmál næsta áratuginn. Helsta hættan er sú að flokkarnir falli í hefðbundið far og lofi stórfelldum nýjum útgjöldum úr ríkissjóði. Því miður eru fyrstu kosningatilboðin komin fram bæði frá stjórn og stjórnarandstöðu. Staðreyndin er sú að þetta eru innistæðulaus fyrirheit og auka aðeins á vandann. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu verður halli á rekstri ríkissjóðs sem nemur 60 milljörðum króna á næsta ári. Í vaxtagjöld fara 15% af tekjum ríkisins eða um 88 milljarðar króna. Á komandi kjörtímabili 2013-17 er gert ráð fyrir að vaxtagjöldin verði samtals um 370 milljarðar króna. Til samanburðar eru barnabætur næsta árs áætlaðar 10,7 milljarðar króna. Vaxtagjöldin verða aðeins til þess að skerða þjónustu hins opinbera, nú eða síðar. Fyrir peninga sem fara til þess að greiða gamlar skuldir fæst engin velferð. Eina skynsama leiðin er að lækka skuldir og lækka vaxtakostnaðinn. Þegar það hefur verið gert er hægt að auka við í velferðarkerfinu. Fjármálaráðherra hefur sett fram það markmið að greiða niður skuldir á viðunandi stig á tíu árum. Til þess að svo megi verða þarf að lækka þær um 75 milljarða króna á hverju ári. Að auki eru uppsafnaðar lífeyrisskuldbindingar sem virðist óhjákvæmilegt að falli á ríkið, alls um 430 milljarðar króna. Augljóst er að auka þarf tekjur ríkisins og lækka útgjöld til þess að ná fram nauðsynlegum afgangi. Annars er voðinn vís ef áfram verður lifað um efni fram. Það er hægt að auka veiðar á þorski umtalsvert á næstu árum og nýta aðrar náttúruauðlindir meira. En það þarf að endurskipuleggja rekstur hins opinbera og finna leiðir til þess að veita svipaða þjónustu og velferð með minni kostnaði. Ábyrg stjórnmál eru stóra pólitíska verkefnið sem blasir við í aðdraganda næstu alþingiskosninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Skoðun Mest lesið Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Strandveiðar - gott hráefni sem heldur vinnslunum opnum Elín Björg Ragnarsdóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Margt hefur áunnist frá efnahagshruninu á haustdögum 2008 og ýmislegt hefur verið vel gert. Engu að síður er mikil þrekraun fram undan. Greiða þarf niður skuldir á næstu árum og varðveita þannig efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Það verður ekkert áhlaupaverk, en samt vel gerlegt ef ástunduð eru ábyrg stjórnmál næsta áratuginn. Helsta hættan er sú að flokkarnir falli í hefðbundið far og lofi stórfelldum nýjum útgjöldum úr ríkissjóði. Því miður eru fyrstu kosningatilboðin komin fram bæði frá stjórn og stjórnarandstöðu. Staðreyndin er sú að þetta eru innistæðulaus fyrirheit og auka aðeins á vandann. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu verður halli á rekstri ríkissjóðs sem nemur 60 milljörðum króna á næsta ári. Í vaxtagjöld fara 15% af tekjum ríkisins eða um 88 milljarðar króna. Á komandi kjörtímabili 2013-17 er gert ráð fyrir að vaxtagjöldin verði samtals um 370 milljarðar króna. Til samanburðar eru barnabætur næsta árs áætlaðar 10,7 milljarðar króna. Vaxtagjöldin verða aðeins til þess að skerða þjónustu hins opinbera, nú eða síðar. Fyrir peninga sem fara til þess að greiða gamlar skuldir fæst engin velferð. Eina skynsama leiðin er að lækka skuldir og lækka vaxtakostnaðinn. Þegar það hefur verið gert er hægt að auka við í velferðarkerfinu. Fjármálaráðherra hefur sett fram það markmið að greiða niður skuldir á viðunandi stig á tíu árum. Til þess að svo megi verða þarf að lækka þær um 75 milljarða króna á hverju ári. Að auki eru uppsafnaðar lífeyrisskuldbindingar sem virðist óhjákvæmilegt að falli á ríkið, alls um 430 milljarðar króna. Augljóst er að auka þarf tekjur ríkisins og lækka útgjöld til þess að ná fram nauðsynlegum afgangi. Annars er voðinn vís ef áfram verður lifað um efni fram. Það er hægt að auka veiðar á þorski umtalsvert á næstu árum og nýta aðrar náttúruauðlindir meira. En það þarf að endurskipuleggja rekstur hins opinbera og finna leiðir til þess að veita svipaða þjónustu og velferð með minni kostnaði. Ábyrg stjórnmál eru stóra pólitíska verkefnið sem blasir við í aðdraganda næstu alþingiskosninga.
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun