Seinfarin ganga lánsveðshópsins Sverrir Bollason skrifar 11. október 2012 00:00 Nú fer að viðra vel til göngunnar upp úr Kreppudal. En það er hlálegt að lánsveðshópurinn mun hefja sína göngu með þyngri byrðar en flestir aðrir. Sá hópur sem af varfærni brúaði bilið milli uppblásins fasteignaverðs og lágs fasteignamats á uppgangstímum með veð fengið að láni í eign foreldra eða annarra ættingja verður skilinn eftir og látinn dragast aftur úr samferðamönnum sínum. Þessar skuldir skulu hvíla á herðum þeirra um ókomna tíð meðan aðrir hafa fengið að kasta sínum byrðum af sér á botni kreppudals. Leiðin upp hlíðar kjarabóta verður þeim erfið og seinfarin. Sumir munu aldrei komast úr dalnum. Þær leiðir til minnkunar skulda heimilanna svo sem 110% leiðin geta ekki nýst lánsveðshópnum. Þrátt fyrir nær einróma yfirlýsingar allra stjórnmálaflokka sl. vetur hefur ekkert áunnist og skammarlega lítil, léttfætt skref verið tekin. Það er skömm að því þegar fögrum fyrirheitum fylgja ekki efndir. Traust fólks á umboðsmönnum almennings má vart við frekari hnekki. Tap í kynslóðalotteríinu er að verða að veruleika fyrir lánsveðshópinn. Lífeyrissjóðir standa í vegi sanngirniEin stærsta hindrunin sem stendur í vegi fyrir þeim sanngirnisúrbótum að létta skuldabyrði ungs fólks með lánsveð eru lífeyrissjóðirnir. Þeir eru taldir eiga stóran hluta þeirra fasteignalána sem tryggð eru með lánsveði. Hvernig getur staðið á því að lífeyrissjóðirnir einir fjármálastofnana ætla sér ekki að taka þátt í niðurfellingum skulda almennings? Hlutdeild þeirra í niðurfellingum 110% leiðarinnar er vart mælanleg. Það eru einmitt niðurfellingar skulda hjá öðrum fjármálastofnunum sem skapa almenningi það svigrúm að geta greitt af lífeyrissjóðslánum. Lífeyrissjóðirnir eru sem sagt orðnir að laumufarþegum í endurskipulagningu skulda heimilanna, þeir leggja ekkert til en fá allan ávinninginn. Að vissu leyti er þetta skiljanleg afstaða. Fæstir lífeyrissjóðir geta skilað þeirri ávöxtun sem þeir eiga að skila. Hugmyndaflug þeirra í fjárfestingum nær vart lengra en að lána skjólstæðingum til húsnæðiskaupa og kaupa skuldabréf sem bankar nota til að veita húsnæðislán. Maður spyr sig hvort fólk gæti ekki fengið svipaða niðurstöðu með því að halda eftir greiðslum til lífeyrissjóðanna, eignast húsnæðið sitt hraðar með þeim peningum og eiga lífeyrissjóð tryggðan með eigin fasteign milliliðalaust. Til hvers þarf að hafa lífeyrissjóðina með ef okkar eigin vaxtakostnaður er okkar ávöxtun? Langtímahagsmunir hunsaðirEn fyrst stefna sjóðanna er svona má líka spyrja sig hvort það sé best fyrir lífeyrissjóðina að þúsundir fjölskyldna séu fastar í sama húsnæðinu um árabil vegna íþyngjandi lánabyrðar. Fólk sem annars væri að taka ný lán fyrir stærri eignum. Aðgerðaleysi og skammtímahugsun hefur áður stórlaskað lífeyrissjóðina, ef ekki verður tekið í taumana nú er ljóst að afleiðingarnar munu skerða lífsgæði þúsunda Íslendinga og reynast sjóðunum dýrkeyptari en ella. Öll fasteignalán verður að meðhöndla eins. Ríkisstjórnin og Alþingi ættu að taka þetta mál föstum tökum svo hægt sé að ljúka um margt farsælli meðhöndlun skulda almennings með sanngirni. Því hefur verið lofað. Lífeyrissjóðirnir verða jafnframt að líta á málið með langtímahagsmuni almennings í huga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ofhugsanir: orsök & afleiðing Sara Pálsdóttir Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Nú fer að viðra vel til göngunnar upp úr Kreppudal. En það er hlálegt að lánsveðshópurinn mun hefja sína göngu með þyngri byrðar en flestir aðrir. Sá hópur sem af varfærni brúaði bilið milli uppblásins fasteignaverðs og lágs fasteignamats á uppgangstímum með veð fengið að láni í eign foreldra eða annarra ættingja verður skilinn eftir og látinn dragast aftur úr samferðamönnum sínum. Þessar skuldir skulu hvíla á herðum þeirra um ókomna tíð meðan aðrir hafa fengið að kasta sínum byrðum af sér á botni kreppudals. Leiðin upp hlíðar kjarabóta verður þeim erfið og seinfarin. Sumir munu aldrei komast úr dalnum. Þær leiðir til minnkunar skulda heimilanna svo sem 110% leiðin geta ekki nýst lánsveðshópnum. Þrátt fyrir nær einróma yfirlýsingar allra stjórnmálaflokka sl. vetur hefur ekkert áunnist og skammarlega lítil, léttfætt skref verið tekin. Það er skömm að því þegar fögrum fyrirheitum fylgja ekki efndir. Traust fólks á umboðsmönnum almennings má vart við frekari hnekki. Tap í kynslóðalotteríinu er að verða að veruleika fyrir lánsveðshópinn. Lífeyrissjóðir standa í vegi sanngirniEin stærsta hindrunin sem stendur í vegi fyrir þeim sanngirnisúrbótum að létta skuldabyrði ungs fólks með lánsveð eru lífeyrissjóðirnir. Þeir eru taldir eiga stóran hluta þeirra fasteignalána sem tryggð eru með lánsveði. Hvernig getur staðið á því að lífeyrissjóðirnir einir fjármálastofnana ætla sér ekki að taka þátt í niðurfellingum skulda almennings? Hlutdeild þeirra í niðurfellingum 110% leiðarinnar er vart mælanleg. Það eru einmitt niðurfellingar skulda hjá öðrum fjármálastofnunum sem skapa almenningi það svigrúm að geta greitt af lífeyrissjóðslánum. Lífeyrissjóðirnir eru sem sagt orðnir að laumufarþegum í endurskipulagningu skulda heimilanna, þeir leggja ekkert til en fá allan ávinninginn. Að vissu leyti er þetta skiljanleg afstaða. Fæstir lífeyrissjóðir geta skilað þeirri ávöxtun sem þeir eiga að skila. Hugmyndaflug þeirra í fjárfestingum nær vart lengra en að lána skjólstæðingum til húsnæðiskaupa og kaupa skuldabréf sem bankar nota til að veita húsnæðislán. Maður spyr sig hvort fólk gæti ekki fengið svipaða niðurstöðu með því að halda eftir greiðslum til lífeyrissjóðanna, eignast húsnæðið sitt hraðar með þeim peningum og eiga lífeyrissjóð tryggðan með eigin fasteign milliliðalaust. Til hvers þarf að hafa lífeyrissjóðina með ef okkar eigin vaxtakostnaður er okkar ávöxtun? Langtímahagsmunir hunsaðirEn fyrst stefna sjóðanna er svona má líka spyrja sig hvort það sé best fyrir lífeyrissjóðina að þúsundir fjölskyldna séu fastar í sama húsnæðinu um árabil vegna íþyngjandi lánabyrðar. Fólk sem annars væri að taka ný lán fyrir stærri eignum. Aðgerðaleysi og skammtímahugsun hefur áður stórlaskað lífeyrissjóðina, ef ekki verður tekið í taumana nú er ljóst að afleiðingarnar munu skerða lífsgæði þúsunda Íslendinga og reynast sjóðunum dýrkeyptari en ella. Öll fasteignalán verður að meðhöndla eins. Ríkisstjórnin og Alþingi ættu að taka þetta mál föstum tökum svo hægt sé að ljúka um margt farsælli meðhöndlun skulda almennings með sanngirni. Því hefur verið lofað. Lífeyrissjóðirnir verða jafnframt að líta á málið með langtímahagsmuni almennings í huga.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar