Ótrúleg endurkoma Federer og tennisáhugafólk andar léttar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júní 2012 12:00 Federer fagnar í leikslok en leikurinn tók 204 mínútur eða um þrjá og hálfa klukkustund. Nordicphotos/Getty Roger Federer þurfti að taka á honum stóra sínum gegn Frakkanum Julien Benneteau í 3. umferð einliðaleiks karla á Wimbledon-mótinu í tennis í gærkvöldi. Federer lenti tveimur settum undir en knúði fram sigur í ótrúlegum fimm setta leik. Federer átti ekki góðar minningar frá viðureign sinni við Frakka fyrir leikinn. Svisslendingurinn féll úr keppni í átta liða úrslitum á mótinu í fyrra. Þá hafði Jo-Wilfried Tsonga betur gegn sexfalda Wimbledon meistaranum. Í upphafi leit út fyrir að hið sama myndi endurtaka sig. Benneteau vann 6-4 sigur eftir mikla baráttu í fyrsta settinu þar sem Federer varðist tveimur settstigum af stakri snilld. Ekki minnkaði spennan í öðru setti sem fór í oddalotu. Aftur hafði Frakkinn betur og tennisáhugamenn um allan heim leist ekki á blikinu. Spánverjinn Rafael Nadal féll óvænt úr keppni gegn lítt þekktum Tékka í fyrra kvöld. Allt í einu útlit fyrir að tvær af skærustu stjörnum íþróttarinnar kæmust ekki í gegnum fyrri vikuna á mótinu sögufræga. Federer var á öðru máli. Hann vann sigur í þriðja setti örugglega 6-2 en baráttan var í algleymingi í fjórða settinu. Settið fór í oddalotu sem þurfti að hækka en Federer vann oddalotuna 8-6. Í fimmta settinu gerði mjólkursýran vart við sig hjá Frakkanum sem tvívegis fékk aðhlynningu nuddara til þess að hjálpa til við krampa. Reglum samkvæmt mega keppendur aðeins fá læknisaðstoð svo segja má að nuddið hafi verið á gráu svæði. Það skipti hins vegar engu máli. Federer vann síðasta settið gegn Frakkanum þreytta örugglega 6-1 og tryggði sér sæti í hópi síðustu 16 keppendanna. Federer mætir Belganum Xavier Malisse í 16 manna úrslitunum. Belginn, sem situr í 75. sæti heimslistans, hefur komið nokkuð á óvart og slegið út Frakkann Gilles Simon og Spánverjann Fernando Verdasco á leiðinni í stóra leikinn gegn Federer. Leikur kappanna fer fram á mánudaginn. Tennis Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Stórundarleg hegðun O'Sullivans HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Svarar æfum De Decker: „Verður að komast ofar á heimslistann“ Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Moyes hefur rætt við Everton Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Dagskráin: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Sjá meira
Roger Federer þurfti að taka á honum stóra sínum gegn Frakkanum Julien Benneteau í 3. umferð einliðaleiks karla á Wimbledon-mótinu í tennis í gærkvöldi. Federer lenti tveimur settum undir en knúði fram sigur í ótrúlegum fimm setta leik. Federer átti ekki góðar minningar frá viðureign sinni við Frakka fyrir leikinn. Svisslendingurinn féll úr keppni í átta liða úrslitum á mótinu í fyrra. Þá hafði Jo-Wilfried Tsonga betur gegn sexfalda Wimbledon meistaranum. Í upphafi leit út fyrir að hið sama myndi endurtaka sig. Benneteau vann 6-4 sigur eftir mikla baráttu í fyrsta settinu þar sem Federer varðist tveimur settstigum af stakri snilld. Ekki minnkaði spennan í öðru setti sem fór í oddalotu. Aftur hafði Frakkinn betur og tennisáhugamenn um allan heim leist ekki á blikinu. Spánverjinn Rafael Nadal féll óvænt úr keppni gegn lítt þekktum Tékka í fyrra kvöld. Allt í einu útlit fyrir að tvær af skærustu stjörnum íþróttarinnar kæmust ekki í gegnum fyrri vikuna á mótinu sögufræga. Federer var á öðru máli. Hann vann sigur í þriðja setti örugglega 6-2 en baráttan var í algleymingi í fjórða settinu. Settið fór í oddalotu sem þurfti að hækka en Federer vann oddalotuna 8-6. Í fimmta settinu gerði mjólkursýran vart við sig hjá Frakkanum sem tvívegis fékk aðhlynningu nuddara til þess að hjálpa til við krampa. Reglum samkvæmt mega keppendur aðeins fá læknisaðstoð svo segja má að nuddið hafi verið á gráu svæði. Það skipti hins vegar engu máli. Federer vann síðasta settið gegn Frakkanum þreytta örugglega 6-1 og tryggði sér sæti í hópi síðustu 16 keppendanna. Federer mætir Belganum Xavier Malisse í 16 manna úrslitunum. Belginn, sem situr í 75. sæti heimslistans, hefur komið nokkuð á óvart og slegið út Frakkann Gilles Simon og Spánverjann Fernando Verdasco á leiðinni í stóra leikinn gegn Federer. Leikur kappanna fer fram á mánudaginn.
Tennis Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Stórundarleg hegðun O'Sullivans HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Svarar æfum De Decker: „Verður að komast ofar á heimslistann“ Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Moyes hefur rætt við Everton Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Dagskráin: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Sjá meira