Löglegt en siðlaust misrétti Jóhanna Harðardóttir skrifar 16. október 2012 06:00 Dómur féll í máli Ásatrúarfélagsins gegn ríkinu í nóvember 2006 þar sem fjallað var um greiðslur sambærilegar þeim sem þjóðkirkjan hefur þegið af ríkinu. Skemmst er frá því að segja að Ásatrúarfélagið tapaði því máli, en dómurinn komst þó að þeirri niðurstöðu að Jöfnunarsjóður sókna geri upp á milli trúfélaga þótt greiðslur úr sjóðnum séu ákvarðaðar með lögum. Sum sé, löglegt en siðlaust. Ásatrúarfélagið tók ákvörðun um að áfrýja málinu til Mannréttindadómstólsins til að freista þess að ná fram réttlæti, en nú hefur einnig það hálmstrá brugðist þar sem málinu var vísað frá dómi í byrjun október 2012. Alltof lengi hefur Ásatrúarfélagið látið yfir sig ganga mismunun af hálfu hins opinbera og það þegjandi og hljóðalaust. Hér skal skýrt tekið fram að félagið fer aðeins fram á að jafnrétti ríki meðal landsmanna hverrar trúar sem þeir eru, eins og segir til um í stjórnarskrá og mannréttindalögum, en tekur ekki afstöðu gegn öðrum trúfélögum eða greiðslum til þeirra að neinu leyti. Staðreyndir eru ljósar varðandi mismunun á stuðningi við landsmenn eftir því hvar í trúfélög þeir skipa sér. Því verður aldrei á móti mælt að þjóðkirkjan hefur stuðning ríkisvaldsins sem tryggir henni gífurlegar fjárhæðir í gegnum opinbera sjóði og ýmsa styrki. Allar eru þessar greiðslur komnar úr vösum skattborgaranna, þ.m.t. ásatrúarmanna og annarra þegna sem standa utan þjóðkirkjunnar. Og nú kann einhver að draga fram þessi margnotuðu rök; „en þjóðkirkjan ber ábyrgð og skyldur gangvart öllum landsmönnum.“ Svo kann vel að vera, en það gera aðrir líka. Þrátt fyrir að það kunni að koma illa við einhvern lesanda er það engu að síður staðreynd að talsverður hluti landsmanna kærir sig einfaldlega ekki um þjónustu þjóðkirkjunnar rétt eins og hluti landsmanna kærir sig ekki um þjónustu Ásatrúarfélagsins. Á tuttugustu og fyrstu öldinni er kominn tími til að viðurkenna þessa staðreynd og sætta sig við hana.Fjárveitingar ríkisins skipa landsmönnum í flokka Ásatrúarfélagið er það trúfélag sem hefur stækkað langmest undanfarin 10 ár. Það starfar á landsvísu og á miklum skyldum að gegna um dreifðar byggðir landsins. Það hefur óhjákvæmilega í för með sér gífurlegan kostnað sem erfitt er að standa undir þegar einu tekjurnar eru sóknargjöld. Ásatrúarfélagið hefur axlað sína ábyrgð og aldrei skorast undan þjónustu við landsmenn, án tillits til þess hvort viðkomandi er skráður í Ásatrúarfélagið, þjóðkirkjuna eða er utan safnaða. Þetta hefur verið gert með gleði þrátt fyrir að goðar félagsins séu launalausir, undir talsverðu álagi og þiggi aðeins lágmarksgreiðslur fyrir athafnirnar sem þeir framkvæma. Ásatrúarfélagið ber ábyrgð á fornum menningarverðmætum ekki síður en þjóðkirkjan. Því hlutverki hefur félagið sinnt með sóma þrátt fyrir að starfið hafi mestan part verið unnið í sjálfboðavinnu félagsmanna og við erfiðar aðstæður. Það er vissulega erfitt að taka hverju kjaftshögginu á fætur öðru fyrir dómstólum. En þegar barist er fyrir réttlætinu gefst maður ekki upp. Við ásatrúarfólk erum íslenskir ríkisborgarar ekki síður en þeir sem skráðir eru í þjóðkirkjuna, það eru einnig þeir sem standa utan trúfélaga eða eru í öðrum minni söfnuðum. Gleymum því aldrei að fjárveitingar eru stefnumótunartæki. Með því að styrkja einn söfnuð en svelta aðra er ríkisvaldið að taka skýra afstöðu með einni lífsskoðun og gegn annarri og við þær aðstæður ríkir ekki raunverulegt trúfrelsi í landinu. Það er ekki mikið flóknara en svo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Dómur féll í máli Ásatrúarfélagsins gegn ríkinu í nóvember 2006 þar sem fjallað var um greiðslur sambærilegar þeim sem þjóðkirkjan hefur þegið af ríkinu. Skemmst er frá því að segja að Ásatrúarfélagið tapaði því máli, en dómurinn komst þó að þeirri niðurstöðu að Jöfnunarsjóður sókna geri upp á milli trúfélaga þótt greiðslur úr sjóðnum séu ákvarðaðar með lögum. Sum sé, löglegt en siðlaust. Ásatrúarfélagið tók ákvörðun um að áfrýja málinu til Mannréttindadómstólsins til að freista þess að ná fram réttlæti, en nú hefur einnig það hálmstrá brugðist þar sem málinu var vísað frá dómi í byrjun október 2012. Alltof lengi hefur Ásatrúarfélagið látið yfir sig ganga mismunun af hálfu hins opinbera og það þegjandi og hljóðalaust. Hér skal skýrt tekið fram að félagið fer aðeins fram á að jafnrétti ríki meðal landsmanna hverrar trúar sem þeir eru, eins og segir til um í stjórnarskrá og mannréttindalögum, en tekur ekki afstöðu gegn öðrum trúfélögum eða greiðslum til þeirra að neinu leyti. Staðreyndir eru ljósar varðandi mismunun á stuðningi við landsmenn eftir því hvar í trúfélög þeir skipa sér. Því verður aldrei á móti mælt að þjóðkirkjan hefur stuðning ríkisvaldsins sem tryggir henni gífurlegar fjárhæðir í gegnum opinbera sjóði og ýmsa styrki. Allar eru þessar greiðslur komnar úr vösum skattborgaranna, þ.m.t. ásatrúarmanna og annarra þegna sem standa utan þjóðkirkjunnar. Og nú kann einhver að draga fram þessi margnotuðu rök; „en þjóðkirkjan ber ábyrgð og skyldur gangvart öllum landsmönnum.“ Svo kann vel að vera, en það gera aðrir líka. Þrátt fyrir að það kunni að koma illa við einhvern lesanda er það engu að síður staðreynd að talsverður hluti landsmanna kærir sig einfaldlega ekki um þjónustu þjóðkirkjunnar rétt eins og hluti landsmanna kærir sig ekki um þjónustu Ásatrúarfélagsins. Á tuttugustu og fyrstu öldinni er kominn tími til að viðurkenna þessa staðreynd og sætta sig við hana.Fjárveitingar ríkisins skipa landsmönnum í flokka Ásatrúarfélagið er það trúfélag sem hefur stækkað langmest undanfarin 10 ár. Það starfar á landsvísu og á miklum skyldum að gegna um dreifðar byggðir landsins. Það hefur óhjákvæmilega í för með sér gífurlegan kostnað sem erfitt er að standa undir þegar einu tekjurnar eru sóknargjöld. Ásatrúarfélagið hefur axlað sína ábyrgð og aldrei skorast undan þjónustu við landsmenn, án tillits til þess hvort viðkomandi er skráður í Ásatrúarfélagið, þjóðkirkjuna eða er utan safnaða. Þetta hefur verið gert með gleði þrátt fyrir að goðar félagsins séu launalausir, undir talsverðu álagi og þiggi aðeins lágmarksgreiðslur fyrir athafnirnar sem þeir framkvæma. Ásatrúarfélagið ber ábyrgð á fornum menningarverðmætum ekki síður en þjóðkirkjan. Því hlutverki hefur félagið sinnt með sóma þrátt fyrir að starfið hafi mestan part verið unnið í sjálfboðavinnu félagsmanna og við erfiðar aðstæður. Það er vissulega erfitt að taka hverju kjaftshögginu á fætur öðru fyrir dómstólum. En þegar barist er fyrir réttlætinu gefst maður ekki upp. Við ásatrúarfólk erum íslenskir ríkisborgarar ekki síður en þeir sem skráðir eru í þjóðkirkjuna, það eru einnig þeir sem standa utan trúfélaga eða eru í öðrum minni söfnuðum. Gleymum því aldrei að fjárveitingar eru stefnumótunartæki. Með því að styrkja einn söfnuð en svelta aðra er ríkisvaldið að taka skýra afstöðu með einni lífsskoðun og gegn annarri og við þær aðstæður ríkir ekki raunverulegt trúfrelsi í landinu. Það er ekki mikið flóknara en svo.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun