Borgarráð Reykjavíkur og bæjarráð Kópavogs hafa skipað fulltrúa í tvo starfshópa sem fjalla eiga um sundlaug í Fossvogsdal og gerð hjóla- og göngubrúar yfir Fossvog.
Samkvæmt erindisbréfi brúarhópsins á brúin fyrst og fremst að þjóna vistvænum ferðamáta; gangandi og hjólandi umferð og mögulega strætisvögnum. Sundlaugahópurinn á meðal annars að stinga upp á stöðum fyrir laugina. Báðir hópar eiga að skila niðurstöðum fyrir 1. desember.- gar
Innlent