Lögreglan með mansalsmál á nuddstofu til rannsóknar 23. október 2012 08:00 Nuddstofan sem rekin var hér áður, en DV fjallaði nokkuð um málið fyrir allnokkrum árum síðan. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar mál er varðar grun um mansal á kínverskum nuddstofum í borginni. Útlendingastofnun hefur einnig fengið málið inn á sitt borð. Kínversk kona að nafni Sun Fulan sendi bréf þess efnis í febrúar síðastliðnum að hún og fleiri Kínverjar hefðu verið ráðnir hingað til lands til að vinna á nuddstofum í eigu konu að nafni Lína Jia og eiginmanns hennar, án þess að hafa verið greidd réttmæt laun. Konan sendi bréfið til Útlendingastofnunar, Sendiráðs Íslands í Kína, lögreglunnar og Félags Kínverja á Íslandi. Hún er nú komin aftur til Kína eftir fjögurra ára dvöl hér á landi. Sun Fulan tilgreinir í bréfinu að ættingi konunnar, maður að nafni Li Nan, hafi verið læstur inni, vegabréfið hans tekið og honum bannað að hafa samband við umheiminn eftir að hann kom til landsins að vinna á nuddstofunni. „Ég trúi á réttlætið og lögin, ég bið íslensk yfirvöld um hjálp, um að farið verði eftir íslenskri vinnulöggjöf. […] Einnig vona ég að Li Nan sé bjargað og hann fái greidd laun," segir konan í bréfinu. Þar lýsir hún að henni hafi verið gert að vinna sleitulaust í 14 til 15 klukkustundir á dag á nuddstofunni, bera út blöð og vinna við fasteignir víðs vegar um borgina sem hjónin höfðu keypt. Að sögn konunnar vann hún í fjögur ár á stofunni, frá 2008 til 2012, og fékk eina greiðslu, sem hljóðaði upp á 15.830 kínversk júan, eða um 315 þúsund krónur. Það gerir um 6.500 króna mánaðarlaun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem mál tengd Línu Jia hafa komið á borð lögreglu. Sýslumaðurinn í Kópavogi ákærði hana árið 2005 fyrir skjalafals sem fólst í að falsa undirskrift kínversks starfsmanns á ráðningarsamning. Hún slapp þá við ákæru vegna mansals þar sem slíkt verður að fela í sér einhvers konar nauðung samkvæmt lögum. Maðurinn sem um ræddi og hún hafði í vinnu kom til Íslands af fúsum og frjálsum vilja. Morgunblaðið birti viðtal við manninn ári síðar þar sem hann lýsti dvöl sinni á nuddstofunni hjá Línu eins og hann hefði verið í fangelsi. Hún var dæmd til að greiða honum fimm milljónir króna í vangoldin laun og vexti í janúar 2006, en hann hafði fengið rúmlega 8.000 krónur í mánaðarlaun. - sv Fréttir Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar mál er varðar grun um mansal á kínverskum nuddstofum í borginni. Útlendingastofnun hefur einnig fengið málið inn á sitt borð. Kínversk kona að nafni Sun Fulan sendi bréf þess efnis í febrúar síðastliðnum að hún og fleiri Kínverjar hefðu verið ráðnir hingað til lands til að vinna á nuddstofum í eigu konu að nafni Lína Jia og eiginmanns hennar, án þess að hafa verið greidd réttmæt laun. Konan sendi bréfið til Útlendingastofnunar, Sendiráðs Íslands í Kína, lögreglunnar og Félags Kínverja á Íslandi. Hún er nú komin aftur til Kína eftir fjögurra ára dvöl hér á landi. Sun Fulan tilgreinir í bréfinu að ættingi konunnar, maður að nafni Li Nan, hafi verið læstur inni, vegabréfið hans tekið og honum bannað að hafa samband við umheiminn eftir að hann kom til landsins að vinna á nuddstofunni. „Ég trúi á réttlætið og lögin, ég bið íslensk yfirvöld um hjálp, um að farið verði eftir íslenskri vinnulöggjöf. […] Einnig vona ég að Li Nan sé bjargað og hann fái greidd laun," segir konan í bréfinu. Þar lýsir hún að henni hafi verið gert að vinna sleitulaust í 14 til 15 klukkustundir á dag á nuddstofunni, bera út blöð og vinna við fasteignir víðs vegar um borgina sem hjónin höfðu keypt. Að sögn konunnar vann hún í fjögur ár á stofunni, frá 2008 til 2012, og fékk eina greiðslu, sem hljóðaði upp á 15.830 kínversk júan, eða um 315 þúsund krónur. Það gerir um 6.500 króna mánaðarlaun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem mál tengd Línu Jia hafa komið á borð lögreglu. Sýslumaðurinn í Kópavogi ákærði hana árið 2005 fyrir skjalafals sem fólst í að falsa undirskrift kínversks starfsmanns á ráðningarsamning. Hún slapp þá við ákæru vegna mansals þar sem slíkt verður að fela í sér einhvers konar nauðung samkvæmt lögum. Maðurinn sem um ræddi og hún hafði í vinnu kom til Íslands af fúsum og frjálsum vilja. Morgunblaðið birti viðtal við manninn ári síðar þar sem hann lýsti dvöl sinni á nuddstofunni hjá Línu eins og hann hefði verið í fangelsi. Hún var dæmd til að greiða honum fimm milljónir króna í vangoldin laun og vexti í janúar 2006, en hann hafði fengið rúmlega 8.000 krónur í mánaðarlaun. - sv
Fréttir Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira