Átján ára í átján mánaða fangelsi 23. október 2012 07:00 .. Átján ára unglingspiltur hefur verið dæmdur til 18 mánaða fangelsisvistar fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og íkveikju. Tveir aðrir, 25 og 24 ára, sem einnig voru ákærðir, voru dæmdir til fjögurra og sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir frelsissviptingu og umferðarlagabrot. Þeir voru hins vegar sýknaðir af ákæru um líkamsárás. Pilturinn sem þyngstan dóm hlaut var í október í fyrra dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir aðild sína í svokölluðu Black Pistons-máli. Í því hlutu forsprakki samtakanna og annar til þriggja og hálfs og þriggja ára dóm fyrir að svipta rúmlega tvítugan mann frelsi sínu í maí 2011, misþyrma honum hrottalega og reyna að kúga út úr honum fé. Árásin sem pilturinn og félagar hans tveir hafa nú verið dæmdir fyrir átti sér stað 15. janúar í fyrra, en þá var sá yngsti á sautjánda aldursári. Þeir eru í ákæru sagðir hafa ráðist á mann í íbúð í Grafarvogi, veist að honum ítrekað með spörkum í líkama hans og höfuð og gert sig líklega til að henda honum fram af svölum íbúðarinnar. Manninn höfðu þeir svo með sér út í bíl, en voru stöðvaðir af lögreglu á Gullinbrú. Vitni hafði séð til þeirra veitast að manninum á útistigagangi og hvar hann var „dreginn í tökum" út í bíl og ekið á brott með hann. Vitnið hringdi á lögreglu og gaf upp númerið á bílnum. Pilturinn var einnig ákærður fyrir að hafa hellt bensíni í og yfir bíl í Reykjanesbæ í fyrrasumar og borið eld að. Eldurinn breiddist út með þeim afleiðingum að bíllinn brann, sem og bílskúrshurð og gafl hússins sem hann stóð upp við. Sá sem sex mánaða dóm hlaut var einnig kærður fyrir að hafa ekið bílnum frá vettvangi árásarinnar án ökuskírteinis og undir áhrifum amfetamíns. Hann var sviptur ökurétti ævilangt. Þá var þeim sem hlaut fjögurra mánaða dóm gert að sök að hafa í tvígang í byrjun síðasta árs ekið bíl án réttinda og undir áhrifum kannabisefna. Hann missti prófið í tvö ár. Mennirnir neituðu sök í aðalákærunni sem sneri að árásinni og frelsissviptingunni, en játuðu önnur brot sem þeir voru ákærðir fyrir. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira
Átján ára unglingspiltur hefur verið dæmdur til 18 mánaða fangelsisvistar fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og íkveikju. Tveir aðrir, 25 og 24 ára, sem einnig voru ákærðir, voru dæmdir til fjögurra og sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir frelsissviptingu og umferðarlagabrot. Þeir voru hins vegar sýknaðir af ákæru um líkamsárás. Pilturinn sem þyngstan dóm hlaut var í október í fyrra dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir aðild sína í svokölluðu Black Pistons-máli. Í því hlutu forsprakki samtakanna og annar til þriggja og hálfs og þriggja ára dóm fyrir að svipta rúmlega tvítugan mann frelsi sínu í maí 2011, misþyrma honum hrottalega og reyna að kúga út úr honum fé. Árásin sem pilturinn og félagar hans tveir hafa nú verið dæmdir fyrir átti sér stað 15. janúar í fyrra, en þá var sá yngsti á sautjánda aldursári. Þeir eru í ákæru sagðir hafa ráðist á mann í íbúð í Grafarvogi, veist að honum ítrekað með spörkum í líkama hans og höfuð og gert sig líklega til að henda honum fram af svölum íbúðarinnar. Manninn höfðu þeir svo með sér út í bíl, en voru stöðvaðir af lögreglu á Gullinbrú. Vitni hafði séð til þeirra veitast að manninum á útistigagangi og hvar hann var „dreginn í tökum" út í bíl og ekið á brott með hann. Vitnið hringdi á lögreglu og gaf upp númerið á bílnum. Pilturinn var einnig ákærður fyrir að hafa hellt bensíni í og yfir bíl í Reykjanesbæ í fyrrasumar og borið eld að. Eldurinn breiddist út með þeim afleiðingum að bíllinn brann, sem og bílskúrshurð og gafl hússins sem hann stóð upp við. Sá sem sex mánaða dóm hlaut var einnig kærður fyrir að hafa ekið bílnum frá vettvangi árásarinnar án ökuskírteinis og undir áhrifum amfetamíns. Hann var sviptur ökurétti ævilangt. Þá var þeim sem hlaut fjögurra mánaða dóm gert að sök að hafa í tvígang í byrjun síðasta árs ekið bíl án réttinda og undir áhrifum kannabisefna. Hann missti prófið í tvö ár. Mennirnir neituðu sök í aðalákærunni sem sneri að árásinni og frelsissviptingunni, en játuðu önnur brot sem þeir voru ákærðir fyrir. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira