Bræðurnir orðnir stærstir í Bakkavör 24. október 2012 07:00 Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar, eru orðnir stærstu einstöku hluthafar félagsins. Þeir eiga nú um 40 prósenta hlut sem þeir hafa keypt hluti fyrir meira en átta milljarða króna. Hlutina hafa þeir keypt af fyrrum kröfuhöfum sínum sem breyttu skuldum Bakkavarar Group í nýtt hlutafé. Á meðal þeirra eru Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), þrotabú Glitnis, sjóðsstýringarfyrirtæki í eigu Íslandsbanka, MP Banki og minni lífeyrissjóðir. Fyrir bankahrun var hollenskt félag í eigu bræðranna, Bakkabræður Holding B.V., aðaleigandi fjárfestingafélagsins Existu sem hélt meðal annars á eignarhlut þeirra í Bakkavör og Kaupþingi. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kom fram að það félag hefði verið á meðal þeirra aðila sem þáðu hæstar arðgreiðslur á uppgangsárunum fyrir hrun. Alls fékk félagið tæpa níu milljarða króna í arðgreiðslur á árunum 2005 til 2007. Því er ljóst að bræðurnir eiga töluvert fé. Bakkavör Group gerði nauðasamning árið 2010 sem átti að gefa bræðrunum tækifæri til að halda yfirráðum í félaginu tækist þeim að greiða skuldir sínar ásamt háum vöxtum. Í upphafi þessa árs var orðið ljóst að það myndi ekki ganga eftir. Því var ákveðið að breyta kröfum í nýtt hlutafé og leyfa bræðrunum að kaupa um fjórðung þess. Síðan hafa þeir bætt hratt við sig eignarhlutum. Félög í eigu bræðranna hafa komið inn í landið með milljarða króna í gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans og hafa með því fengið hundraða milljóna króna afslátt af hlutabréfum sem þeir hafa keypt í Bakkavör. Á móti bræðrunum hefur staðið blokk annarra kröfuhafa sem á rétt rúmlega fimmtíu prósenta eignarhlut og neitar að selja þeim. Uppistaðan í henni er Arion banki (34 prósent), Lífeyrissjóður verzlunarmanna (sjö prósent) og Gildi lífeyrissjóður (fimm prósent) auk smærri sjóða. Á meðal annarra eigenda í Bakkavör er vogunarsjóðurinn Burlington Loan Management Ltd., sem hefur eignast alls um fimm prósenta hlut með uppkaupum á kröfum og hlutafé. Þessi sjóður er líka á meðal stærstu eigenda Klakka, sem áður hét Exista, og stærstu kröfuhafa þrotabúa Kaupþings og Glitnis. - þsj /Leiðrétting:Vegna fréttarinnar hér að ofan vill MP banki koma því á framfæri að hann hafi ekki verið einn þeirra aðila sem seldu hluti til bræðranna. MP banki kannast ekki við að hafa átt hluti í Bakkavör. Bankinn segist ennfremur ekki hafa haft neinskonar milligöngu um sölu á bréfum í félaginu. Fréttir Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar, eru orðnir stærstu einstöku hluthafar félagsins. Þeir eiga nú um 40 prósenta hlut sem þeir hafa keypt hluti fyrir meira en átta milljarða króna. Hlutina hafa þeir keypt af fyrrum kröfuhöfum sínum sem breyttu skuldum Bakkavarar Group í nýtt hlutafé. Á meðal þeirra eru Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), þrotabú Glitnis, sjóðsstýringarfyrirtæki í eigu Íslandsbanka, MP Banki og minni lífeyrissjóðir. Fyrir bankahrun var hollenskt félag í eigu bræðranna, Bakkabræður Holding B.V., aðaleigandi fjárfestingafélagsins Existu sem hélt meðal annars á eignarhlut þeirra í Bakkavör og Kaupþingi. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kom fram að það félag hefði verið á meðal þeirra aðila sem þáðu hæstar arðgreiðslur á uppgangsárunum fyrir hrun. Alls fékk félagið tæpa níu milljarða króna í arðgreiðslur á árunum 2005 til 2007. Því er ljóst að bræðurnir eiga töluvert fé. Bakkavör Group gerði nauðasamning árið 2010 sem átti að gefa bræðrunum tækifæri til að halda yfirráðum í félaginu tækist þeim að greiða skuldir sínar ásamt háum vöxtum. Í upphafi þessa árs var orðið ljóst að það myndi ekki ganga eftir. Því var ákveðið að breyta kröfum í nýtt hlutafé og leyfa bræðrunum að kaupa um fjórðung þess. Síðan hafa þeir bætt hratt við sig eignarhlutum. Félög í eigu bræðranna hafa komið inn í landið með milljarða króna í gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans og hafa með því fengið hundraða milljóna króna afslátt af hlutabréfum sem þeir hafa keypt í Bakkavör. Á móti bræðrunum hefur staðið blokk annarra kröfuhafa sem á rétt rúmlega fimmtíu prósenta eignarhlut og neitar að selja þeim. Uppistaðan í henni er Arion banki (34 prósent), Lífeyrissjóður verzlunarmanna (sjö prósent) og Gildi lífeyrissjóður (fimm prósent) auk smærri sjóða. Á meðal annarra eigenda í Bakkavör er vogunarsjóðurinn Burlington Loan Management Ltd., sem hefur eignast alls um fimm prósenta hlut með uppkaupum á kröfum og hlutafé. Þessi sjóður er líka á meðal stærstu eigenda Klakka, sem áður hét Exista, og stærstu kröfuhafa þrotabúa Kaupþings og Glitnis. - þsj /Leiðrétting:Vegna fréttarinnar hér að ofan vill MP banki koma því á framfæri að hann hafi ekki verið einn þeirra aðila sem seldu hluti til bræðranna. MP banki kannast ekki við að hafa átt hluti í Bakkavör. Bankinn segist ennfremur ekki hafa haft neinskonar milligöngu um sölu á bréfum í félaginu.
Fréttir Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira