Menning

Tengdasonur Ísafjarðar

Tapio Koivukari.
Tapio Koivukari.
Tapio er menntaður guðfræðingur uppalinn í Rauma á vesturströnd Finnlands. Hann kom fyrst til Íslands árið 1989 og segir áhugann á Íslandi hafa skapast af lestri Íslendingasagna og bóka Halldórs Laxness strax í æsku.

Í þeirri ferð dvaldi hann hérlendis í hálft ár, vann við byggingu Ráðhússins í Reykjavík og í fiskvinnslu á Flateyri. Hann skrifaði bók um þá upplifun sína en Ísland kallaði enn á hann og hann sótti um kennarastöður í tíu íslenskum skólum.

Grunnskólinn á Ísafirði var sá eini sem vildi ráða hann og þangað fór hann og dvaldi í þrjú ár, mest af þeim tíma sem smíðakennari í grunnskólanum. Þar hitti hann núverandi konu sína, Huldu Leifsdóttur, sem flutti með honum til Rauma að þessum þremur árum liðnum og þar búa þau enn. Hann talar reiprennandi íslensku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.