Átakalínurnar skýrar sem aldrei fyrr 26. október 2012 07:00 Ráðherra Það var þungt yfir ráðherra á fundi LÍÚ en það sama má segja um þá sem hlýddu á eldmessu Steingríms. fréttablaðið/anton Eins og við var að búast voru áhrif veiðigjalda á íslensk sjávarútvegsfyrirtæki í forgrunni aðalfundar Landssambands íslenskra útvegsmanna í gær. Átakalínurnar voru skýrar í ræðum atvinnuvegaráðherra og formanns samtakanna. Eins kom fram á fundinum að blikur væru á lofti varðandi markaðsmál íslensks sjávarútvegs. Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, reifaði í upphafsræðu fundarins þá sýn útgerðarinnar í landinu, sem hefur legið fyrir lengi, að breytingar á lögum um stjórn fiskveiða væri atlaga að greininni og þá ekki síst að hækkun veiðigjalda. Hann sagði að fjölmörg fyrirtæki myndu ekki rísa undir gjaldtökunni og þau sem hefðu hrygg til að standa undir henni stæðu löskuð eftir. „Fjárfestingar, þróunarstarf og nýsköpun dragast saman og fyrirtæki sem byggja afkomu og rekstur sinn á starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja veikjast. Hér er um sannkallaðan landsbyggðarskatt að ræða þar sem meginstarfsemi sjávarútvegsins er utan höfuðborgarsvæðisins," sagði Adolf í ræðu sinni. Átök á vinnumarkaðiAdolf vék að sameiginlegum hagsmunum útgerðarinnar og sjómanna í landinu í ræðu sinni; að útgerðin og sjómenn deili kjörum í hlutaskiptakerfi. Það kerfi sagði Adolf að gæti ekki haldist óbreytt ef veiðigjöldin stæðu. Skattlagningin myndi fela í sér átök á vinnumarkaði með tilheyrandi tjóni. Adolf spurði: „Stjórnvöld halda því fram að skattlagningin muni ekki hafa áhrif á launakjör sjómanna. Hvernig má það vera, að ef ríkið tekur 10-20% af tekjunum sé útgerðum ætlað að greiða um 40% í laun og launatengd gjöld af þeim fjármunum sem fyrirtækin hafa ekki?" Undir lok ræðunnar sagði Adolf: „Ég skora á atvinnuvegaráðherra að hlusta á þau rök sem fram hafa verið færð af okkar hálfu og annarra og beita sér fyrir endurskoðun laganna um veiðigjöld til að forða því tjóni sem við blasir." Aðalfundur en ekki jarðarförSteingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra steig næstur í pontu og tók það fram fyrst af öllu að hans sýn væri á allt öðrum nótum en komið hefði fram hjá formanni LÍÚ. Greinin stæði styrkum fótum og væri vel aflögufær. Hann sagðist því ætla að ávarpa fundarmenn á þeim nótum að hann væri staddur á aðalfundi LÍÚ en ekki jarðarför. Hann spurði, í samhengi við jákvæðar afkomutölur útgerðarinnar að undanförnu, hvernig hljóðið hefði verið á fundum LÍÚ fyrr á árum þegar útgerðin var sannarlega í erfiðleikum. Þetta féll í misjafnan jarðveg hjá fundarmönnum og heyrðist kallað úr sal að ráðherra ætti að skammast sín. Steingrímur gaf stöðu þjóðarbúsins frá hruni töluvert vægi í ræðu sinni. Hann sagði það nauðsynlegt því að þeir sem færu með stjórn landsins gætu ekki leyft sér þann munað að horfa eingöngu á þröng hagsmunamál einnar greinar. „Það þarf að reka fleira en sjávarútvegsfyrirtæki. Það þarf að reka Ísland," sagði Steingrímur og ljóst að hann vísaði til þess að allir þyrftu að leggja sitt til – ekki síst sjávarútvegurinn í landinu. Markaðsmál áhyggjuefniMarkaðir fyrir sjávarafurðir var sennilega eini snertipunkturinn í ræðum þeirra Adolfs og Steingríms þar sem þeir voru á sömu línu. Þeir deila þeirri skoðun að blikur séu á lofti á mörkuðum og að óvissan hafi aukist verulega að undanförnu. Erfiðir tímar blasa við, sagði Adolf. Steingrímur sagði að sterkir markaðir Íslendinga í Evrópu væru að gefa eftir. Á sama tíma lægi fyrir að framboð á þorski úr Barentshafi myndi aukast stórlega á næsta ári og makríldeilan gæti spilað inn í þessa mynd: „Til dæmis þannig að vinir okkar Norðmenn komi þeim skilaboðum á framfæri í Bretlandi að þeir þyrftu ekki að hafa áhyggjur af því að loka á íslenskan fisk þar sem þeir gætu séð um að fylla í skarðið með þorski úr Barentshafi," sagði ráðherra og hvatti menn til að sameinast því krappur dans gæti verið fram undan á komandi mánuðum. Fréttir Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Sjá meira
Eins og við var að búast voru áhrif veiðigjalda á íslensk sjávarútvegsfyrirtæki í forgrunni aðalfundar Landssambands íslenskra útvegsmanna í gær. Átakalínurnar voru skýrar í ræðum atvinnuvegaráðherra og formanns samtakanna. Eins kom fram á fundinum að blikur væru á lofti varðandi markaðsmál íslensks sjávarútvegs. Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, reifaði í upphafsræðu fundarins þá sýn útgerðarinnar í landinu, sem hefur legið fyrir lengi, að breytingar á lögum um stjórn fiskveiða væri atlaga að greininni og þá ekki síst að hækkun veiðigjalda. Hann sagði að fjölmörg fyrirtæki myndu ekki rísa undir gjaldtökunni og þau sem hefðu hrygg til að standa undir henni stæðu löskuð eftir. „Fjárfestingar, þróunarstarf og nýsköpun dragast saman og fyrirtæki sem byggja afkomu og rekstur sinn á starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja veikjast. Hér er um sannkallaðan landsbyggðarskatt að ræða þar sem meginstarfsemi sjávarútvegsins er utan höfuðborgarsvæðisins," sagði Adolf í ræðu sinni. Átök á vinnumarkaðiAdolf vék að sameiginlegum hagsmunum útgerðarinnar og sjómanna í landinu í ræðu sinni; að útgerðin og sjómenn deili kjörum í hlutaskiptakerfi. Það kerfi sagði Adolf að gæti ekki haldist óbreytt ef veiðigjöldin stæðu. Skattlagningin myndi fela í sér átök á vinnumarkaði með tilheyrandi tjóni. Adolf spurði: „Stjórnvöld halda því fram að skattlagningin muni ekki hafa áhrif á launakjör sjómanna. Hvernig má það vera, að ef ríkið tekur 10-20% af tekjunum sé útgerðum ætlað að greiða um 40% í laun og launatengd gjöld af þeim fjármunum sem fyrirtækin hafa ekki?" Undir lok ræðunnar sagði Adolf: „Ég skora á atvinnuvegaráðherra að hlusta á þau rök sem fram hafa verið færð af okkar hálfu og annarra og beita sér fyrir endurskoðun laganna um veiðigjöld til að forða því tjóni sem við blasir." Aðalfundur en ekki jarðarförSteingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra steig næstur í pontu og tók það fram fyrst af öllu að hans sýn væri á allt öðrum nótum en komið hefði fram hjá formanni LÍÚ. Greinin stæði styrkum fótum og væri vel aflögufær. Hann sagðist því ætla að ávarpa fundarmenn á þeim nótum að hann væri staddur á aðalfundi LÍÚ en ekki jarðarför. Hann spurði, í samhengi við jákvæðar afkomutölur útgerðarinnar að undanförnu, hvernig hljóðið hefði verið á fundum LÍÚ fyrr á árum þegar útgerðin var sannarlega í erfiðleikum. Þetta féll í misjafnan jarðveg hjá fundarmönnum og heyrðist kallað úr sal að ráðherra ætti að skammast sín. Steingrímur gaf stöðu þjóðarbúsins frá hruni töluvert vægi í ræðu sinni. Hann sagði það nauðsynlegt því að þeir sem færu með stjórn landsins gætu ekki leyft sér þann munað að horfa eingöngu á þröng hagsmunamál einnar greinar. „Það þarf að reka fleira en sjávarútvegsfyrirtæki. Það þarf að reka Ísland," sagði Steingrímur og ljóst að hann vísaði til þess að allir þyrftu að leggja sitt til – ekki síst sjávarútvegurinn í landinu. Markaðsmál áhyggjuefniMarkaðir fyrir sjávarafurðir var sennilega eini snertipunkturinn í ræðum þeirra Adolfs og Steingríms þar sem þeir voru á sömu línu. Þeir deila þeirri skoðun að blikur séu á lofti á mörkuðum og að óvissan hafi aukist verulega að undanförnu. Erfiðir tímar blasa við, sagði Adolf. Steingrímur sagði að sterkir markaðir Íslendinga í Evrópu væru að gefa eftir. Á sama tíma lægi fyrir að framboð á þorski úr Barentshafi myndi aukast stórlega á næsta ári og makríldeilan gæti spilað inn í þessa mynd: „Til dæmis þannig að vinir okkar Norðmenn komi þeim skilaboðum á framfæri í Bretlandi að þeir þyrftu ekki að hafa áhyggjur af því að loka á íslenskan fisk þar sem þeir gætu séð um að fylla í skarðið með þorski úr Barentshafi," sagði ráðherra og hvatti menn til að sameinast því krappur dans gæti verið fram undan á komandi mánuðum.
Fréttir Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Sjá meira