Lagt til að Norðurlöndin verði tóbakslaus árið 2040 Sigríður skrifar 1. nóvember 2012 08:00 nordicphotos/getty „Þessar tillögur eru mjög framsýnar og í raun átti ég ekki von á því að nefndin gengi svona langt," segir Siv Friðleifsdóttir þingmaður og formaður velferðarnefndar Norðurlandaráðs. Þing ráðsins stendur nú yfir í Helsinki og í dag verður fjallað um víðtækar tillögur nefndarinnar í lýðheilsustefnu í áfengis- og fíkniefnamálum. Meðal þess sem nefndin leggur til er að Norðurlöndin verði tóbakslaus árið 2040, áfengisauglýsingar sem beinast sérstaklega að ungu fólki verði bannaðar og settir verði áfengislásar í bíla sem komi í veg fyrir það að bílstjórar undir áhrifum áfengis geti ekið af stað. „Við höfðum lýðheilsusjónarmið í huga og undirbjuggum tillögurnar með því að ræða við fremstu sérfræðinga í heiminum um hvað virkar í þessum málum og hvað ekki og við komumst að því að það sem virkar einna best til að takmarka notkun áfengis og fíkniefna er að hafa takmarkað aðgengi og lítinn sýnileika á þessum vörum. Það þýðir til dæmis að einkasala á áfengi eins og tíðkast á Norðurlöndum utan Danmerkur dregur úr misnotkun áfengis, skattlagning vöru virkar líka vel og aldurstakmörk á áfengiskaupum. Það sem virkar hins vegar ekki eru upplýsinga- og áróðursherferðir stjórnvalda, fyrir utan það að fræða nemendur skóla almennt um skaðsemi tóbaks- og áfengis." Tillögur velferðarnefndarinnar fela að sögn Sivjar ekki í sér að sígarettur verði bannaðar árið 2040. Nefndin vilji hins vegar að svo mörg skref verði stigin í forvarnarmálum áður en árið 2040 rennur upp að þær verði horfnar af sjónarsviðinu. „Ég hef nú viljað stíga það skref að tóbak verði tekið úr almennri sölu, sett inn í ÁTVR eða apótek til þess að vernda börn og fullorðna." Siv segir að nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að norræn áfengispólitík virki. „Evrópusambandið setti sig nú upp á móti því á sínum tíma að Svíar seldu áfengi í ríkisreknum búðum, Systembolaget. Og það mál endaði fyrir dómstólum. En Svíar unnu þau málaferli á grundvelli lýðheilsusjónarmiða og nú er það svo að suðræn ríki, sem hafa haft fáar reglur í þessum málum, eru frekar farin að horfa til Norðurlanda í þessum efnum. Þess má geta að Svíar hafa reiknað út að ef þeir myndu breyta fyrirkomulaginu á áfengissölunni myndi hún aukast um 38%, með tilheyrandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. Einn grunnþráður í þessum tillögum er að þjáning og skaði af neyslu tóbaks- og áfengis verði sem minnstur, sem best verður gert með takmörkuðu aðgengi að áfengi og tóbaki." Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
„Þessar tillögur eru mjög framsýnar og í raun átti ég ekki von á því að nefndin gengi svona langt," segir Siv Friðleifsdóttir þingmaður og formaður velferðarnefndar Norðurlandaráðs. Þing ráðsins stendur nú yfir í Helsinki og í dag verður fjallað um víðtækar tillögur nefndarinnar í lýðheilsustefnu í áfengis- og fíkniefnamálum. Meðal þess sem nefndin leggur til er að Norðurlöndin verði tóbakslaus árið 2040, áfengisauglýsingar sem beinast sérstaklega að ungu fólki verði bannaðar og settir verði áfengislásar í bíla sem komi í veg fyrir það að bílstjórar undir áhrifum áfengis geti ekið af stað. „Við höfðum lýðheilsusjónarmið í huga og undirbjuggum tillögurnar með því að ræða við fremstu sérfræðinga í heiminum um hvað virkar í þessum málum og hvað ekki og við komumst að því að það sem virkar einna best til að takmarka notkun áfengis og fíkniefna er að hafa takmarkað aðgengi og lítinn sýnileika á þessum vörum. Það þýðir til dæmis að einkasala á áfengi eins og tíðkast á Norðurlöndum utan Danmerkur dregur úr misnotkun áfengis, skattlagning vöru virkar líka vel og aldurstakmörk á áfengiskaupum. Það sem virkar hins vegar ekki eru upplýsinga- og áróðursherferðir stjórnvalda, fyrir utan það að fræða nemendur skóla almennt um skaðsemi tóbaks- og áfengis." Tillögur velferðarnefndarinnar fela að sögn Sivjar ekki í sér að sígarettur verði bannaðar árið 2040. Nefndin vilji hins vegar að svo mörg skref verði stigin í forvarnarmálum áður en árið 2040 rennur upp að þær verði horfnar af sjónarsviðinu. „Ég hef nú viljað stíga það skref að tóbak verði tekið úr almennri sölu, sett inn í ÁTVR eða apótek til þess að vernda börn og fullorðna." Siv segir að nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að norræn áfengispólitík virki. „Evrópusambandið setti sig nú upp á móti því á sínum tíma að Svíar seldu áfengi í ríkisreknum búðum, Systembolaget. Og það mál endaði fyrir dómstólum. En Svíar unnu þau málaferli á grundvelli lýðheilsusjónarmiða og nú er það svo að suðræn ríki, sem hafa haft fáar reglur í þessum málum, eru frekar farin að horfa til Norðurlanda í þessum efnum. Þess má geta að Svíar hafa reiknað út að ef þeir myndu breyta fyrirkomulaginu á áfengissölunni myndi hún aukast um 38%, með tilheyrandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. Einn grunnþráður í þessum tillögum er að þjáning og skaði af neyslu tóbaks- og áfengis verði sem minnstur, sem best verður gert með takmörkuðu aðgengi að áfengi og tóbaki."
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira