Formúla 1

Mótið í Abu Dhabi lykillinn að titlinum

Birgir Þór Harðarson skrifar
Sebastian Vettel.
Sebastian Vettel. Nordic Photos / Getty Images
Kappaksturinn í Abu Dhabi um helgina er mjög mikilvægur fyrir framvindu heimsmeistaratitilbaráttunnar í ár. Sebastian Vettel, ökuþór Red Bull-liðsins, hefur þrettán stiga forystu á Fernando Alonso, ökuþór Ferrari-liðsins, þegar þrjú mót eru eftir af tímabilinu.

Alonso vonast til að geta komið Ferrari-bíl sínum fram fyrir Vettel á brautinni. Vilji Alonso eiga möguleika á heimsmeistaratitlinum er það honum nauðsynlegt að hámarka árangur sinn gagnvart Vettel um helgina. Takist Vettel að vinna kappaksturinn eykur hann forystu sína í 20 stig og gerir honum síðustu mótin mun auðveldari. Eftir mótið í Abu Dhabi verður keppt í Bandaríkjunum og svo í Brasilíu.

Það eru að hámarki 75 stig eftir í boði fyrir sigur í öllum þremur mótunum. Átján stig fást fyrir annað sæti og 15 stig fyrir þriðja sæti.

Vettel er hins vegar ekki í rónni og segist enn vera berskjaldaður í titilbaráttunni. „Það þarf ekki mikið að fara úrskeiðis til þess að missa af stigunum sem maður er að vonast eftir," sagði Vettel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×