Eitt atvik kostaði okkur titilinn Kolbeinn Tumi Daðason. skrifar 5. nóvember 2012 08:00 Þóra Björg Helgadóttir. Mynd/Stefán Liðsmenn Malmö klúðruðu víti í fyrri hálfleik og skutu í slána í þeim síðari áður en Tyresö náði forystunni á 81. mínútu með laglegu skallamarki. Heimakonur héldu í sókn, sendu boltann fyrir markið þar sem markvörður gestanna virtist missa boltann yfir marklínuna. Aðstoðardómarinn gaf til kynna að mark hefði verið skorað en þar með var sagan ekki öll. „Þetta er það furðulegasta sem ég hef upplifað á ferlinum. Aðaldómarinn ákvað að hún hefði verið í betri aðstöðu til þess að sjá atvikið þó hún hafi í raun ekki verið í neinni aðstöðu til þess," segir Þóra skiljanlega svekkt. „Það er voðalega erfitt að jafna sig á svona. Maður er í æfingu að tapa fyrir betra liði, tapa með tign og jafnvel ósanngjarnt en það er ansi erfitt að kyngja þessu. Þetta eina atvik kostaði okkur titilinn," segir Þóra. Þurfa að vera afleiðingarÞóra segist vonast til þess að forráðamenn Malmö leggi inn formlega kvörtun til sænska knattspyrnusambandsins vegna atviksins gegn Tyresö. „Við fáum auðvitað aldrei gullið en það þurfa að vera afleiðingar. Það eru afleiðingar fyrir okkur þegar við gerum eitthvað heimskulegt. Erum settar á bekkinn, fáum ekki nýjan samning eða fáum rautt spjald. Mér finnst eðlilegt að farið verði yfir þetta mál svo þetta komi ekki fyrir aftur," segir Þóra. Malmö hafði fimm stiga forskot á Tyresö þegar tvær umferðir voru eftir en gerði aðeins jafntefli í síðustu umferð gegn Umeå. „Við áttum auðvitað að klára þetta um síðustu helgi. Við fengum eins mark á okkur gegn Umeå. Þá fengum við sams konar mark á okkur og það sem ekki stóð gegn Tyresö. Það var mjög vafasamt hvort boltinn hefði farið yfir línuna. Dómarinn ákvað að markið skyldi standa og maður tekur því. En þegar dómararnir eru ekki sammála og aðaldómari, sem er í engri aðstöðu, breytir ákvörðun línuvarðarins verður maður að setja spurningarmerki við það." Búnar að sofa mikiðMikið álag hefur verið á Söru og Þóru undanfarnar vikur. Þær voru í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Úkraínu í undankeppni Evrópumótsins á dögunum auk þess sem liðið lék fyrri leik sinn gegn Verona frá Ítalíu í Meistaradeildinni í síðustu viku. „Ég var einmitt að ræða þetta við Söru. Við erum búnar að sofa rosalega mikið síðustu daga. Það er það frábæra við að vinna við það að spila fótbolta. Þá er tími til þess að sofa. Ég er alveg þreytt en ekkert meira en það. Á meðan það eru engin meiðsli er ég sátt," segir Þóra en liðið flýgur í dag til Ítalíu þar sem liðið mætir Verona í síðari leik liðanna á miðvikudag. „Ítalska liðið er gott en við erum betri. Við spiluðum ekkert sérstaklega heima því við vorum enn með tárin í augunum eftir leikinn gegn Umeå. Við vorum ekki við sjálfar en stefnum á að klára tímabilið með stæl með góðum leik." Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Handbolti Fleiri fréttir Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Sjá meira
Liðsmenn Malmö klúðruðu víti í fyrri hálfleik og skutu í slána í þeim síðari áður en Tyresö náði forystunni á 81. mínútu með laglegu skallamarki. Heimakonur héldu í sókn, sendu boltann fyrir markið þar sem markvörður gestanna virtist missa boltann yfir marklínuna. Aðstoðardómarinn gaf til kynna að mark hefði verið skorað en þar með var sagan ekki öll. „Þetta er það furðulegasta sem ég hef upplifað á ferlinum. Aðaldómarinn ákvað að hún hefði verið í betri aðstöðu til þess að sjá atvikið þó hún hafi í raun ekki verið í neinni aðstöðu til þess," segir Þóra skiljanlega svekkt. „Það er voðalega erfitt að jafna sig á svona. Maður er í æfingu að tapa fyrir betra liði, tapa með tign og jafnvel ósanngjarnt en það er ansi erfitt að kyngja þessu. Þetta eina atvik kostaði okkur titilinn," segir Þóra. Þurfa að vera afleiðingarÞóra segist vonast til þess að forráðamenn Malmö leggi inn formlega kvörtun til sænska knattspyrnusambandsins vegna atviksins gegn Tyresö. „Við fáum auðvitað aldrei gullið en það þurfa að vera afleiðingar. Það eru afleiðingar fyrir okkur þegar við gerum eitthvað heimskulegt. Erum settar á bekkinn, fáum ekki nýjan samning eða fáum rautt spjald. Mér finnst eðlilegt að farið verði yfir þetta mál svo þetta komi ekki fyrir aftur," segir Þóra. Malmö hafði fimm stiga forskot á Tyresö þegar tvær umferðir voru eftir en gerði aðeins jafntefli í síðustu umferð gegn Umeå. „Við áttum auðvitað að klára þetta um síðustu helgi. Við fengum eins mark á okkur gegn Umeå. Þá fengum við sams konar mark á okkur og það sem ekki stóð gegn Tyresö. Það var mjög vafasamt hvort boltinn hefði farið yfir línuna. Dómarinn ákvað að markið skyldi standa og maður tekur því. En þegar dómararnir eru ekki sammála og aðaldómari, sem er í engri aðstöðu, breytir ákvörðun línuvarðarins verður maður að setja spurningarmerki við það." Búnar að sofa mikiðMikið álag hefur verið á Söru og Þóru undanfarnar vikur. Þær voru í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Úkraínu í undankeppni Evrópumótsins á dögunum auk þess sem liðið lék fyrri leik sinn gegn Verona frá Ítalíu í Meistaradeildinni í síðustu viku. „Ég var einmitt að ræða þetta við Söru. Við erum búnar að sofa rosalega mikið síðustu daga. Það er það frábæra við að vinna við það að spila fótbolta. Þá er tími til þess að sofa. Ég er alveg þreytt en ekkert meira en það. Á meðan það eru engin meiðsli er ég sátt," segir Þóra en liðið flýgur í dag til Ítalíu þar sem liðið mætir Verona í síðari leik liðanna á miðvikudag. „Ítalska liðið er gott en við erum betri. Við spiluðum ekkert sérstaklega heima því við vorum enn með tárin í augunum eftir leikinn gegn Umeå. Við vorum ekki við sjálfar en stefnum á að klára tímabilið með stæl með góðum leik."
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Handbolti Fleiri fréttir Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Sjá meira