

Stuðningsgrein: Af hverju Árna Pál?
Árni Páll Árnason var kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi 2009, vann því næst sæti fyrsta þingmanns kjördæmisins af Sjálfstæðisflokknum í fyrsta sinn í sögunni og hefur í brátt 4 ár gegnt hlutverki leiðtoga okkar í kjördæminu með sóma. Næsta laugardag, þann 10. nóvember, veljum við aftur forystusveit og þá mun ég styðja Árna Pál til áframhaldandi forystu og setja hann í fyrsta sæti. Samstarfið við hann á erfiðustu pólitísku árum okkar allra er ástæða þess að ég kýs að stíga fram honum til stuðnings. Íslensk stjórnmál þurfa manneskju með hans eiginleika núna – hugrekki, yfirsýn og hæfni til að fá hluti til að gerast í heiðarlegri samvinnu við fólk óháð flokki og stöðu.
Árni Páll er óhræddur við að nálgast erfiðustu spurningar samtímans frá nýjum sjónarhornum. Allir hafa tekið eftir því í greinaskrifum hans og á fundum með flokksfólki. Hann er tilbúinn að skoða alla hluti upp á nýtt ef aðstæður krefjast þess þó það knýi á að skipta um skoðun. Alltof margir stjórnmálamenn sitja alltaf fastir þar sem þeir komust kringum tvítugt og verða með aldrinum kreddufullir einsýnismenn. Það verður aldrei sagt um Árna Pál. Upprunninn úr Alþýðubandalaginu hefur hann smám saman færst til frjálslyndis og femínisma sem í mínum huga eru aðal Samfylkingarinnar.
Sem félagsmálaráðherra var Árna Páli falið að draga vagninn í erfiðustu verkefnum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Og árangurinn talar sínu máli: greiðsluaðlögun, umboðsmaður skuldara og beina brautin fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki litu dagsins ljós. Eða eru allir búnir að gleyma hinni mannfjandsamlegu gjaldþrotalöggjöf sem Íslendingar bjuggu við fyrir hrun? Hér verða ekki rifjaðar upp vendingarnar á stjórnarheimilinu í kjölfar fyrsta gengislánadómsins í ársbyrjun 2010 en minnt á að í kjölfar annars dómsins og lagasetningar í lok sama árs lækkuðu gengistryggðar skuldir almennings um 150 milljarða króna á 90 dögum. Lögin flýttu uppgjörum lána, gáfu mörgum rétt sem ekki hafði verið tryggður og tók ekki rétt af neinum manni. Þetta vill gleymast í umræðunni um gengistryggð húsnæðis- og bílalán landsmanna.
Undir forystu Samfylkingar og Árna Páls í félagsmálaráðuneytinu var velferðarsamfélagið varið í dýpstu kreppu sögunnar, staðið fyrir mikilvægu átaki, „Ungt fólk til athafna“, til að forða ungmennum frá böli atvinnuleysis og fundin leið til þess að fjármagna byggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða. Sem efnahags- og viðskiptaráðherra bar Árni Páll ábyrgð á samskiptum ríkisstjórnarinnar við AGS sem lauk með farsælli útskrift á alþjóðlegri ráðstefnu í Hörpu þar sem íslenska leiðin var gerð upp svo eftir hefur verið tekið í alþjóðlegum fjölmiðlum til þessa dags.
Allir stjórnmálamenn, ekki síst ef þeir sitja á ráðherrastóli, þurfa að taka erfiðar og umdeildar ákvarðanir með almannahagsmuni í fyrirrúmi en ekki sérsniðnar að einstökum þrýstihópum. En þær þarf að taka og svo þarf fólk að þola mótlætið sem því fylgir því að taka þær. Árni Páll hefur fengið sinn skammt af andstreymi á yfirstandandi kjörtímabili, innan og utan ríkisstjórnar. En hann hefur staðið með jafnaðarstefnunni og almannahagsmunum og fyrir það nýtur hann virðingar þvert á flokksraðir og vítt og breitt í atvinnulífi og verkalýðshreyfingu.
Að öðrum ólöstuðum treysti ég Árna Páli best til þess að leiða öfluga Samfylkingu í Suðvesturkjördæmi áfram og til sigurs í alþingiskosningunum í vor.
Höfundur var þingkona Samfylkingarinnar 1999-2011.
Skoðun

Sérstök staða orkusveitarfélaga!
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna
Elín Íris Fanndal skrifar

Drögum úr fordómum í garð Breiðholts
Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar

Er almenningur rusl?
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Líffræðilega ómögulegt
Björn Ólafsson skrifar

Veiðigjaldið stendur undir kostnaði
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Minn gamli góði flokkur
Hólmgeir Baldursson skrifar

Hve lengi tekur sjórinn við?
Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar

Orkan okkar, börnin og barnabörnin
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar

Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns?
Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands?
Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar

Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags
Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk?
Saga Helgason skrifar

Börn í skjóli Kvennaathvarfsins
Auður Magnúsdóttir skrifar

Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið?
Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar

Nýr vettvangur samskipta?
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan
Hjalti Þórðarson skrifar

Vilja Ísland í sambandsríki
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Blikkandi viðvörunarljós
Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar

„Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna
Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi
Linda Jónsdóttir skrifar

Metnaðarfull markmið og stórir sigrar
Halla Helgadóttir skrifar

Hvers virði er vara ef hún er ekki seld?
Jón Jósafat Björnsson skrifar

Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ
Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar

Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði
Ólafur Ingólfsson skrifar