Innlent

Kosningaskjálfti í Kraganum

Magnús Orri Schram
Magnús Orri Schram
Alls eru um 5.650 á kjörskrá fyrir prófkjör Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi. Tæplega 5.000 voru skráð í flokkinn og bættust rúmlega 150 nýir félagar í flokkinn. Þá skráðu tæplega 600 sig á stuðningsmannalista og fá því að kjósa í prófkjörinu. Um 15 prósentum fleiri eru því á kjörskrá en voru skráðir í flokkinn áður en prófkjörsbaráttan hófst.

Kosningaskjálfti er hlaupinn í flokksmenn, en prófkjörið hefst á miðnætti aðfaranótt fimmtudags. Magnús Orri Schram hefur verið beðinn að auglýsa ekki bók sína Við stöndum á tímamótum í aðdraganda prófkjörsins. Litið er svo á að auglýsingarnar stangist á við reglur um auglýsingar í prófkjörinu.

Þá gerðu heimildarmenn Fréttblaðsins sumir hverjir athugasemd við það að Árni Páll Árnason, sem gefur kost á sér í fyrsta sætið, væri samhliða prófkjörinu að reka kosningabaráttu fyrir formennsku í flokknum. Hann hefur ráðið kosningastjóra til að sinna þeirri baráttu. Katrín Júlíusdóttir, sem einnig gefur kost á sér í fyrsta sæti, hefur ekkert sagt um framboð til formanns. Heimildarmenn blaðsins herma að hafi hún sigur í prófkjörinu láti hún af því verða. - kóp /sjá síðu 10




Fleiri fréttir

Sjá meira


×