Stjórnin verði beðin að víkja 7. nóvember 2012 07:00 Vilhjálmur vissi um stöðuna fyrir einu og hálfu ári en ekki tókst að bjarga fjárhagnum. Ríkisendurskoðun hefur hafnað beiðni stjórnar hjúkrunarheimilisins Eirar um að taka út starfsemi og rekstur þess. Ríkisendurskoðun telur það ekki í sínum verkahring. Eins og fram hefur komið í fréttum undanfarna daga er Eir tæknilega gjaldþrota og skuldar átta milljarða króna. Íbúar í öryggisíbúðum Eirar höfðu ákveðið að bíða niðurstöðu Ríkisendurskoðunar áður en aðhafst yrði frekar í málinu. Í gærkvöldi hafði ekki verið tekin nein ákvörðun um framhaldið samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Líklegt er að þess verði krafist að stjórn Eirar segi af sér, taki hún ekki ákvörðun um það sjálf áður. Fundað verður áfram um málið í dag. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi kom fram að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, stjórnarformaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Eirar, vissi af slæmri stöðu hjúkrunarheimilisins fyrir einu og hálfu ári. Í síðustu fundargerð stjórnarinnar kemur fram að fjármálastjóri sendi honum tölvupóst um stöðuna. Þeir gerðu fjárhagsáætlun til að bregðast við vandanum, en hún gekk út á að selja íbúðarétti og gera leigusamninga og fá þannig 662 milljónir á sextán mánuðum. Þrátt fyrir að þessar áætlanir hefðu gengið eftir hefði tapið samt verið ein og hálf milljón króna á mánuði. „Auðvitað líður mér ekki vel með þá stöðu sem er komin upp – við höfum brugðist við þessu af fullum krafti. Það er hægt að leysa þetta af góðum vilja þannig að sú lausn geti vonandi tryggt að íbúðareigendur verði ekki fyrir skaða. Ég vil vera bjartsýnn á að okkur takist það,“ sagði Vilhjálmur í gær. - þeb, aó Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Ríkisendurskoðun hefur hafnað beiðni stjórnar hjúkrunarheimilisins Eirar um að taka út starfsemi og rekstur þess. Ríkisendurskoðun telur það ekki í sínum verkahring. Eins og fram hefur komið í fréttum undanfarna daga er Eir tæknilega gjaldþrota og skuldar átta milljarða króna. Íbúar í öryggisíbúðum Eirar höfðu ákveðið að bíða niðurstöðu Ríkisendurskoðunar áður en aðhafst yrði frekar í málinu. Í gærkvöldi hafði ekki verið tekin nein ákvörðun um framhaldið samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Líklegt er að þess verði krafist að stjórn Eirar segi af sér, taki hún ekki ákvörðun um það sjálf áður. Fundað verður áfram um málið í dag. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi kom fram að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, stjórnarformaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Eirar, vissi af slæmri stöðu hjúkrunarheimilisins fyrir einu og hálfu ári. Í síðustu fundargerð stjórnarinnar kemur fram að fjármálastjóri sendi honum tölvupóst um stöðuna. Þeir gerðu fjárhagsáætlun til að bregðast við vandanum, en hún gekk út á að selja íbúðarétti og gera leigusamninga og fá þannig 662 milljónir á sextán mánuðum. Þrátt fyrir að þessar áætlanir hefðu gengið eftir hefði tapið samt verið ein og hálf milljón króna á mánuði. „Auðvitað líður mér ekki vel með þá stöðu sem er komin upp – við höfum brugðist við þessu af fullum krafti. Það er hægt að leysa þetta af góðum vilja þannig að sú lausn geti vonandi tryggt að íbúðareigendur verði ekki fyrir skaða. Ég vil vera bjartsýnn á að okkur takist það,“ sagði Vilhjálmur í gær. - þeb, aó
Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira