Innlent

Meta Hörpu þrefalt lægra en Þjóðskráin

Lex telur Flugstöð Leifs Eiríkssonar falla best að eðli húsnæðis Hörpunnar. Hún sinni almannaþjónustu en hluti fasteignar sé nýttur til útleigu. Fermetrinn í Hörpu er þrefalt dýrari en í flugstöðinni.fréttablaðið/valli
Lex telur Flugstöð Leifs Eiríkssonar falla best að eðli húsnæðis Hörpunnar. Hún sinni almannaþjónustu en hluti fasteignar sé nýttur til útleigu. Fermetrinn í Hörpu er þrefalt dýrari en í flugstöðinni.fréttablaðið/valli
Harpa fellur mitt á milli þess að vera atvinnuhúsnæði með litlar sem engar leigutekjur og atvinnuhúsnæði sem almennt er keypt til útleigu, samkvæmt áliti lögmannsstofunnar Lex.

Aðferð Þjóðskrár við fasteignamat tekur ekki tillit til þess og stangast á við lög og skilar allt of háum fasteignagjöldum.

Lex hefur unnið álit fyrir Portus, móðurfélag Hörpu. Lex telur að Þjóðskrá hafi aðeins horft á byggingarkostnað Hörpu, sem sé óeðlilegt. Miða ætti við byggingarkostnað sambærilegra eigna. Þá ætti að taka tillit til fleiri þátta en byggingarkostnaðar. Þjóðskrá hafi ekki gætt jafnræðis og meðalhófs við fasteignamatið.

Þjóðskrá notar kostnaðaraðferð við fasteignamatið en þá er stuðst við byggingarkostnað, en hann er metinn 28 milljarðar króna. Undir það tekur yfirfasteignamatsnefnd. Aðrar aðferðir eru markaðsaðferð, sem byggir á samanburði við sölu sambærilegra fasteigna, og tekjuaðferð, sem byggir á tekjum og fasteignum og kostnaði vegna þeirra.

Lögmannsstofan ber saman fasteignamat á nokkrum húsum við Hörpu.

kolbeinn@frettabladid.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×