

Vítamínsprauta fyrir atvinnulífið
Forystumenn stjórnarandstöðunnar höfðu allt á hornum sér þótt þeir viðurkenndu að í áætluninni væri margt ágætra verkefna og framkvæmda. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði meðal annars: „[Ég] gagnrýni að ekki sé tekið á almennu rekstrarumhverfi fyrirtækjanna í landinu og að fjármögnunin sé reist á jafnveikum stoðum og ég hef hér farið yfir.“
Við sama tækifæri sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, að verið væri að útdeila peningum sem ekki væru til staðar. „Á Íslandi eru aðstæður allar eða flestar hinar bestu fyrir nýja fjárfestingu nema ríkisstjórnin sem stöðugt innleiðir nýjar reglur sem halda aftur af fjárfestingu og koma í veg fyrir verðmætasköpun en eyðir þess í stað peningum sem ekki eru til.“
Nú er ljóst að á fjárlögum verða tryggðir liðlega sex milljarðar króna til framkvæmda og verkefna innan fjárfestingaráætlunarinnar og var það kynnt sérstaklega á blaðamannafundi í síðustu viku. Áður var búið að tryggja 4,2 milljarða króna með sérstöku veiðigjaldi. Samtals verður því 10,3 milljörðum króna varið á næsta ári til fjárfestinga samkvæmt áætluninni í heild. Svartsýnistal stjórnarandstæðinga var því ekki á rökum reist. En þeim reynist erfitt að horfast í augu við staðreyndir og segja nú: Jú, gott og vel, en þetta er ekki nóg!
Eru það ofurskattar?
Hér er erfitt að átta sig á þankaganginum. Stjórnarandstæðingar krefjast lægri skatta og afnáms sérstaka veiðigjaldsins og að með þeim hætti verði „tekið á almennu rekstrarumhverfi fyrirtækjanna í landinu“. Samtímis biðja þeir ríkisvaldið sífellt um meiri fjárfestingar til að örva atvinnulíf og hagvöxt eins og ég hef áður bent á.
Ég tel að það standi upp á þá sem svona tala að sýna fram á það að íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi, sem og í öðrum greinum, geti ekki greitt svipuð opinber gjöld og tíðkast í öðrum löndum. Veiðigjaldið sérstaka er t.d. innan við fimmtungur af framlegð útgerðarinnar á þessu ári. Einnig má benda á að samkvæmt gögnum OECD er hlutfallsleg skattlagning hagnaðar fyrirtækja ekki sérlega íþyngjandi í samanburði við önnur lönd. Ísland var í 25. sæti á síðastliðnu ári yfir skattlagningu hagnaðar fyrirtækja. Norðurlöndin öll voru þar ofar okkur á listanum auk Bandaríkjanna, Frakklands, Bretlands, Hollands og fjölda annarra landa sem við berum okkur saman við.
Hitt er hins vegar ekki síður mikilvægt hvaða stefna er tekin með fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar til næstu þriggja ára. Að slepptum fjárfestingum í samgöngumannvirkjum og byggingu nýs fangelsis, húss íslenskra fræða og annarra bygginga er aukinn stuðningur við rannsóknir og tækniþróun, grænt hagkerfi, skapandi greinar og ferðaþjónustu. Ég nefni 500 milljóna króna framlag í sérstakan grænan fjárfestingarsjóð. Ég nefni 470 milljóna króna aukið framlag í Kvikmyndasjóð. Ég nefni 250 milljóna króna framlag í verkefnasjóð skapandi greina. Ég nefni 500 milljóna króna aukið framlag til uppbyggingar ferðamannastaða og 250 milljóna króna framlag til friðlýstra svæða og uppbyggingar og verndunar slíkra staða. Allt eru þetta liðir í nýrri sókn eftir efnahagshrunið.
Leggjum atvinnulífinu lið
Fjárfestingaráætlunin styður við efnahagsbatann. Hún grundvallast á gjaldtöku af einni helstu auðlind landsmanna og arði af því fjármagni sem ríkið neyddist til að leggja fram til að endurreisa bankana. Hún getur fjölgað störfum verulega. Síðast en ekki síst má líta til þess að nái fjárfestingaráætlunin fram að ganga má gera ráð fyrir að hún skili umtalsverðum tekjum aftur í ríkissjóð eða sem nemur allt að þriðjungi þeirrar upphæðar sem upphaflega var lögð í hana.
Skoðun

(Ó)merkilegir íbúar
Örn Smárason skrifar

Vangaveltur um ábyrgð og laun
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Til hvers að læra iðnnám?
Jakob Þór Möller skrifar

Komir þú á Grænlands grund
Gunnar Pálsson skrifar

Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg
Ósk Sigurðardóttir skrifar

Hlustum á náttúruna
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Skattheimta sem markmið í sjálfu sér
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Tæknin hjálpar lesblindum
Guðmundur S. Johnsen skrifar

Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni
Sigurjón Þórðarson skrifar

Opið bréf til Friðriks Þórs
Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar

Skjólveggur af körlum og ungum mönnum
Ólafur Elínarson skrifar

Menntamál eru ekki afgangsstærð
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

‘Vók’ er djók
Alexandra Briem skrifar

Er friður tálsýn eða verkefni?
Inga Daníelsdóttir skrifar

Kattahald
Jökull Jörgensen skrifar

Framtíðin er rafmögnuð
Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar

Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum
Erna Bjarnadóttir skrifar

Þjóðarmorðið í blokkinni
Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar

Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu
Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar

Ég hataði rafíþróttir!
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Því miður hefur lítið breyst
Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar

Versta sem Ísland gæti gert
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík?
Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar

„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu
Sigurður Sigurðsson skrifar

Látið okkur í friði
Vilhjálmur Árnason skrifar

Gefðu fimmu!
Ágúst Arnar Þráinsson skrifar

Allar hendur á dekk!
Oddný G. Harðardóttir skrifar