15. nóvember – sjálfstæðisyfirlýsing Palestínu Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 15. nóvember 2012 06:00 Árið 1988 var Arafat forseti enn útlagi í Túnis, PLO-samtökin voru stimpluð af Ísrael og Bandaríkjunum sem hryðjuverkasamtök og Yasser Arafat að sjálfsögðu yfirhryðjuverkamaðurinn. Hann fékk því ekki vegabréfsáritun til Bandaríkjanna og til þess að Arafat gæti ávarpað Allsherjarþingið ákvað þingheimur að flytja sig um set, frá New York til Genfar í Sviss, og þar flutti Arafat sína eftirminnilegu ræðu um sjálfstæði Palestínu og leiðina til friðar. Sama haust var haldið þjóðþing (PNC) Palestínu og þar lagði þingheimur blessun sína yfir stefnu Arafats sem var að viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis á nærri 80% upphaflegrar Palestínu og sætta sig við orðinn hlut. Í stríðinu frá 1948-1949 bættu gyðingar við sig meira en fjórðungi landsins til viðbótar þeim helmingi sem Sameinuðu þjóðirnar höfðu ætlað þeim með samþykkt Allsherjarþingsins um skiptingu Palestínu 29. nóvember 1947. Þá voru 22% landsins eftir, Gaza og Vesturbakkinn að meðtalinni A-Jerúsalem. Ísraelsmenn hernámu fimmtunginn sem eftir var í Sex daga stríðinu 1967 og þrátt fyrir allar heitstrengingar og margendurteknar ályktanir Sameinuðu þjóðanna, bæði Öryggisráðs og Allsherjarþings, hefur Ísraelsríki enn ekki skilað landinu og nú eru 45 ár liðin. En landamærin frá því fyrir hernámið 1967 eru einu alþjóðlega viðurkenndu landamærin. Árið 1987 brutust út friðsöm mótmæli Palestínumanna gegn hernáminu, Intifada hin fyrri. Þrátt fyrir friðsemd máttu hundruð Palestínumanna láta lífið og fleiri hljóta örkuml. Sjálfstæðisyfirlýsingin 15. nóvember vísaði til Palestínu innan 1967 landamæranna. Það var ekki lítil eftirgjöf af hálfu þeirrar þjóðar sem byggt hafði Palestínu frá örófi alda, en Arafat tókst að sannfæra þjóð sína um að þessi eftirgjöf væri söguleg nauðsyn og allar stjórnmálafylkingar Palestínumanna hafa síðan fallist á þessa niðurstöðu, þar á meðal Hamas-samtökin. Árið 1991 hófust friðarviðræður í Madrid fyrir tilstuðlan Bandaríkjanna en áður en þeim lauk var gerður samningur á laun, sem kallaður var Óslóar-yfirlýsingin og var hún undirrituð í Washington í september 1993. Rabin forsætisráðherra var nokkru síðar myrtur af öfgamönnum úr eigin röðum sem engan frið vilja semja. Síðan hafa slíkir verið við völd í Ísrael, frá Sharon til Netanyahu, stjórnmálamenn sem látast stundum vilja ræða frið og tala um friðarferli, en verkin tala og segja aðra sögu. Árásir á íbúa herteknu svæðanna halda stöðugt áfram, landránið verður æ umfangsmeira og nú hefur hálf milljón landtökufólks verið flutt inn á Vesturbakkann, þvert á Genfarsáttmála. Forysta Palestínumanna hefur leitað leiða til að styrkja stöðu þjóðarinnar með því að fá alþjóðlega viðurkenningu í von um að það gæti aukið möguleika á raunverulegum friðarviðræðum. Meirihluti þjóða heims viðurkenndi Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki strax eftir sjálfstæðisyfirlýsinguna 1988 en í þeim hópi voru hvorki Vesturveldin né hin svokölluðu vestrænu ríki. Þegar Suður-Ameríka fór að losa sig undan oki bandarísku heimsvaldastefnunnar á síðustu árum viðurkenndu ríkin hvert af öðru Palestínu. Síðan gerðist það fyrir ári síðan, að Alþingi Íslendinga ályktaði samhljóða að viðurkenna bæri Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki og áréttaði jafnframt rétt palestínsks flóttafólks til að snúa heim aftur. Þessi ályktun sem var gerð 29. nóvember er söguleg fyrir margra hluta sakir og því miður er hún enn einstæð í röðum vestrænna ríkja sem hafa ekki viðurkennt sjálfsagðan rétt palestínsku þjóðarinnar til sjálfsákvörðunar og sjálfstæðis. Viðurkenningin varð síðan formlega að veruleika á fundi íslenska og palestínska utanríkisráðherrans í Reykjavík þann 15. desember 2011. Hlutur utanríkisráðherra okkar, Össurar Skarphéðinssonar, er slíkur í þessu máli, að hans mun lengi minnst, jafnt í Palestínu sem hérlendis og víðar. Framganga Össurar í Palestínumálinu hefur verið þessari þjóð til mikils sóma og ekki að ástæðulausu hve oft undirritaður fékk að heyra orð sem þessi í tengslum við viðurkenninguna; mikið er ég stolt af Alþingi og utanríkisráðherra. Margir sögðu líka, nú er ég stoltur yfir því að vera Íslendingur. Þetta var mjög á skjön við hið litla traust sem mældist þá almennt á stjórnmálamönnum. En þessi stefnumótun varð ekki til í tómarúmi. Hún var rökrétt framhald af stefnu Alþingis sem mótuð var árið 1989, og annar ógleymanlegur atburður á þeim ferli var heimsókn Steingríms Hermannssonar, þáverandi forsætisráðherra, til Arafats forseta í maí 1990 sem hafði aðsetur með útlagastjórn í Túnis. Steingrímur varð fyrstur vestrænna þjóðarleiðtoga til að rjúfa múrinn. Össur leiðir okkur í þau fótspor. Í dag minnumst við sjálfstæðisyfirlýsingar Palestínu og eftir tvær vikur, þann 29. nóvember, munum við halda upp á eins árs afmæli samþykktar Alþingis og 25 ára afmæli Félagsins Ísland-Palestína. Þennan dag munu samstöðufundir með Palestínu haldnir víðs vegar um heim að tilhlutan Sameinuðu þjóðanna og vonir eru bundnar við að á þeim degi samþykki Allsherjarþingið tillögu sem felur í sér viðurkenningu á sjálfstæði og fullveldi Palestínu, þótt full aðild fáist ekki strax. Þetta mun auðvelda Palestínu aðild að alþjóðastofnunum eins og Alþjóða stríðsglæpadómstólnum, þannig að hægt verður að draga ráðamenn til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi Ísraels. Bandaríkjastjórn og Ísrael hamast gegn þessu og þegar eru hafnar efnahagslegar refsiaðgerðir gegn Palestínu fyrir þá sök að framfylgja sínum sjálfsagða rétti. Evrópuríkin standa mörg hikandi hjá. Mikið má okkur þykja vænt að geta borið höfuðið hátt í þessu réttlætismáli. Þökk sé Alþingi og utanríkisráðherra. Heill sé þjóð og ríkisstjórn sem eru samhuga í góðu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Árið 1988 var Arafat forseti enn útlagi í Túnis, PLO-samtökin voru stimpluð af Ísrael og Bandaríkjunum sem hryðjuverkasamtök og Yasser Arafat að sjálfsögðu yfirhryðjuverkamaðurinn. Hann fékk því ekki vegabréfsáritun til Bandaríkjanna og til þess að Arafat gæti ávarpað Allsherjarþingið ákvað þingheimur að flytja sig um set, frá New York til Genfar í Sviss, og þar flutti Arafat sína eftirminnilegu ræðu um sjálfstæði Palestínu og leiðina til friðar. Sama haust var haldið þjóðþing (PNC) Palestínu og þar lagði þingheimur blessun sína yfir stefnu Arafats sem var að viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis á nærri 80% upphaflegrar Palestínu og sætta sig við orðinn hlut. Í stríðinu frá 1948-1949 bættu gyðingar við sig meira en fjórðungi landsins til viðbótar þeim helmingi sem Sameinuðu þjóðirnar höfðu ætlað þeim með samþykkt Allsherjarþingsins um skiptingu Palestínu 29. nóvember 1947. Þá voru 22% landsins eftir, Gaza og Vesturbakkinn að meðtalinni A-Jerúsalem. Ísraelsmenn hernámu fimmtunginn sem eftir var í Sex daga stríðinu 1967 og þrátt fyrir allar heitstrengingar og margendurteknar ályktanir Sameinuðu þjóðanna, bæði Öryggisráðs og Allsherjarþings, hefur Ísraelsríki enn ekki skilað landinu og nú eru 45 ár liðin. En landamærin frá því fyrir hernámið 1967 eru einu alþjóðlega viðurkenndu landamærin. Árið 1987 brutust út friðsöm mótmæli Palestínumanna gegn hernáminu, Intifada hin fyrri. Þrátt fyrir friðsemd máttu hundruð Palestínumanna láta lífið og fleiri hljóta örkuml. Sjálfstæðisyfirlýsingin 15. nóvember vísaði til Palestínu innan 1967 landamæranna. Það var ekki lítil eftirgjöf af hálfu þeirrar þjóðar sem byggt hafði Palestínu frá örófi alda, en Arafat tókst að sannfæra þjóð sína um að þessi eftirgjöf væri söguleg nauðsyn og allar stjórnmálafylkingar Palestínumanna hafa síðan fallist á þessa niðurstöðu, þar á meðal Hamas-samtökin. Árið 1991 hófust friðarviðræður í Madrid fyrir tilstuðlan Bandaríkjanna en áður en þeim lauk var gerður samningur á laun, sem kallaður var Óslóar-yfirlýsingin og var hún undirrituð í Washington í september 1993. Rabin forsætisráðherra var nokkru síðar myrtur af öfgamönnum úr eigin röðum sem engan frið vilja semja. Síðan hafa slíkir verið við völd í Ísrael, frá Sharon til Netanyahu, stjórnmálamenn sem látast stundum vilja ræða frið og tala um friðarferli, en verkin tala og segja aðra sögu. Árásir á íbúa herteknu svæðanna halda stöðugt áfram, landránið verður æ umfangsmeira og nú hefur hálf milljón landtökufólks verið flutt inn á Vesturbakkann, þvert á Genfarsáttmála. Forysta Palestínumanna hefur leitað leiða til að styrkja stöðu þjóðarinnar með því að fá alþjóðlega viðurkenningu í von um að það gæti aukið möguleika á raunverulegum friðarviðræðum. Meirihluti þjóða heims viðurkenndi Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki strax eftir sjálfstæðisyfirlýsinguna 1988 en í þeim hópi voru hvorki Vesturveldin né hin svokölluðu vestrænu ríki. Þegar Suður-Ameríka fór að losa sig undan oki bandarísku heimsvaldastefnunnar á síðustu árum viðurkenndu ríkin hvert af öðru Palestínu. Síðan gerðist það fyrir ári síðan, að Alþingi Íslendinga ályktaði samhljóða að viðurkenna bæri Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki og áréttaði jafnframt rétt palestínsks flóttafólks til að snúa heim aftur. Þessi ályktun sem var gerð 29. nóvember er söguleg fyrir margra hluta sakir og því miður er hún enn einstæð í röðum vestrænna ríkja sem hafa ekki viðurkennt sjálfsagðan rétt palestínsku þjóðarinnar til sjálfsákvörðunar og sjálfstæðis. Viðurkenningin varð síðan formlega að veruleika á fundi íslenska og palestínska utanríkisráðherrans í Reykjavík þann 15. desember 2011. Hlutur utanríkisráðherra okkar, Össurar Skarphéðinssonar, er slíkur í þessu máli, að hans mun lengi minnst, jafnt í Palestínu sem hérlendis og víðar. Framganga Össurar í Palestínumálinu hefur verið þessari þjóð til mikils sóma og ekki að ástæðulausu hve oft undirritaður fékk að heyra orð sem þessi í tengslum við viðurkenninguna; mikið er ég stolt af Alþingi og utanríkisráðherra. Margir sögðu líka, nú er ég stoltur yfir því að vera Íslendingur. Þetta var mjög á skjön við hið litla traust sem mældist þá almennt á stjórnmálamönnum. En þessi stefnumótun varð ekki til í tómarúmi. Hún var rökrétt framhald af stefnu Alþingis sem mótuð var árið 1989, og annar ógleymanlegur atburður á þeim ferli var heimsókn Steingríms Hermannssonar, þáverandi forsætisráðherra, til Arafats forseta í maí 1990 sem hafði aðsetur með útlagastjórn í Túnis. Steingrímur varð fyrstur vestrænna þjóðarleiðtoga til að rjúfa múrinn. Össur leiðir okkur í þau fótspor. Í dag minnumst við sjálfstæðisyfirlýsingar Palestínu og eftir tvær vikur, þann 29. nóvember, munum við halda upp á eins árs afmæli samþykktar Alþingis og 25 ára afmæli Félagsins Ísland-Palestína. Þennan dag munu samstöðufundir með Palestínu haldnir víðs vegar um heim að tilhlutan Sameinuðu þjóðanna og vonir eru bundnar við að á þeim degi samþykki Allsherjarþingið tillögu sem felur í sér viðurkenningu á sjálfstæði og fullveldi Palestínu, þótt full aðild fáist ekki strax. Þetta mun auðvelda Palestínu aðild að alþjóðastofnunum eins og Alþjóða stríðsglæpadómstólnum, þannig að hægt verður að draga ráðamenn til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi Ísraels. Bandaríkjastjórn og Ísrael hamast gegn þessu og þegar eru hafnar efnahagslegar refsiaðgerðir gegn Palestínu fyrir þá sök að framfylgja sínum sjálfsagða rétti. Evrópuríkin standa mörg hikandi hjá. Mikið má okkur þykja vænt að geta borið höfuðið hátt í þessu réttlætismáli. Þökk sé Alþingi og utanríkisráðherra. Heill sé þjóð og ríkisstjórn sem eru samhuga í góðu máli.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar