Afskipti af tóbakssölu barna þyrnir í augum gar@frettabladid.is skrifar 20. nóvember 2012 06:00 verslun Heilbrigðiseftirlitið og verslunarmenn eru ekki samstíga í túlkun á lögum um aðkomu yngri en átján ára að sölu tóbaks.Fréttablaðið/Stefán Samtök verslunar og þjónustu saka Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogsvæðis um íþyngjandi og ólögmæt afskipti af afgreiðslustörfum þeirra sem eru yngri en átján ára í verslunum þar sem tóbak er selt. Í bréfi til heilbrigðiseftirlitsins útskýrir lögmaður Samtaka verslunar og þjónustu, SVÞ, að einstaka verslanir hafi komið á því verklagi að í þeim tilvikum þar sem fólk yngri en átján ára sé við afgreiðslu sé tryggt að samtímis sé þar fullorðinn starfsmaður. „Grundvallast umrætt fyrirkomulag á því að þegar verslað er með tóbak, eða óskað eftir að kaupa tóbak, þá er ávallt kallaður til starfsmaður eldri en átján ára sem sér þá um að meðhöndla og afgreiða tóbak og að sama skapi tryggir sá fullorðni aðili að gengið sé úr skugga um að viðkomandi viðskiptavinur sé eldri en átján ára," segir í bréfi SVÞ. Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis tók bréf SVÞ fyrir á síðasta fundi sínum. Þar var bókað að ásökun SVÞ um að heilbrigðisnefnd stundi lögbrot við störf sín væri grafalvarleg. „Í allra stystu máli snýst þetta um hvar ábyrgðin á tóbakssölu í verslun á að liggja og hvort varpa megi henni á barn, í tilvikum þegar unglingar eru í vinnu á afgreiðslukössum ákveðinna verslana. Aðstæður verða til þess að þeim er ætlað að koma inn í söluferli tóbaks, sem er óheimilt samkvæmt lögum. Auðvelt er fyrir verslanir að leysa þessi mál og eru þau leyst víða," segir í bókun nefndarinnar. Meintur misbrestur á að fylgt sé ákvæðum laga um tóbaksvarnir þar sem unglingar vinna kom til kasta heilbrigðisráðuneytisins haustið 2008. Í umsögn sagði ráðuneytið óheimilt að aðrir en þeir sem orðnir séu átján ára kæmu að sölu tóbaks. „Engu breytir þar um þó svo eldri starfsmaður sé til staðar og aðeins kallaður að afgreiðsluborði í slíkum tilvikum. Það er skoðun ráðuneytisins að með aðgangi unglingsins að sölunni sé búið að afhenda honum vöruna til að hann geti selt hana. Aðrar óljósar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að salan fari fram skipta ekki máli í því sambandi," sagði í umsögninni sem lögð var fram á fyrrnefndum fundi hjá heilbrigðisnefndinni sem kvað ljóst að lítill vilji væri til þess hjá sumum verslunum að leysa málið í samræmi við lög og reglur. „Heilbrigðisnefnd mun því senda erindi Samtaka verslunar og þjónustu til velferðarráðuneytisins þar sem ljóst er að kveða þarf fastar að, eigi vilji löggjafans um vernd barna og unglinga að ná fram að ganga." Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum frá nágrannanum Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira
Samtök verslunar og þjónustu saka Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogsvæðis um íþyngjandi og ólögmæt afskipti af afgreiðslustörfum þeirra sem eru yngri en átján ára í verslunum þar sem tóbak er selt. Í bréfi til heilbrigðiseftirlitsins útskýrir lögmaður Samtaka verslunar og þjónustu, SVÞ, að einstaka verslanir hafi komið á því verklagi að í þeim tilvikum þar sem fólk yngri en átján ára sé við afgreiðslu sé tryggt að samtímis sé þar fullorðinn starfsmaður. „Grundvallast umrætt fyrirkomulag á því að þegar verslað er með tóbak, eða óskað eftir að kaupa tóbak, þá er ávallt kallaður til starfsmaður eldri en átján ára sem sér þá um að meðhöndla og afgreiða tóbak og að sama skapi tryggir sá fullorðni aðili að gengið sé úr skugga um að viðkomandi viðskiptavinur sé eldri en átján ára," segir í bréfi SVÞ. Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis tók bréf SVÞ fyrir á síðasta fundi sínum. Þar var bókað að ásökun SVÞ um að heilbrigðisnefnd stundi lögbrot við störf sín væri grafalvarleg. „Í allra stystu máli snýst þetta um hvar ábyrgðin á tóbakssölu í verslun á að liggja og hvort varpa megi henni á barn, í tilvikum þegar unglingar eru í vinnu á afgreiðslukössum ákveðinna verslana. Aðstæður verða til þess að þeim er ætlað að koma inn í söluferli tóbaks, sem er óheimilt samkvæmt lögum. Auðvelt er fyrir verslanir að leysa þessi mál og eru þau leyst víða," segir í bókun nefndarinnar. Meintur misbrestur á að fylgt sé ákvæðum laga um tóbaksvarnir þar sem unglingar vinna kom til kasta heilbrigðisráðuneytisins haustið 2008. Í umsögn sagði ráðuneytið óheimilt að aðrir en þeir sem orðnir séu átján ára kæmu að sölu tóbaks. „Engu breytir þar um þó svo eldri starfsmaður sé til staðar og aðeins kallaður að afgreiðsluborði í slíkum tilvikum. Það er skoðun ráðuneytisins að með aðgangi unglingsins að sölunni sé búið að afhenda honum vöruna til að hann geti selt hana. Aðrar óljósar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að salan fari fram skipta ekki máli í því sambandi," sagði í umsögninni sem lögð var fram á fyrrnefndum fundi hjá heilbrigðisnefndinni sem kvað ljóst að lítill vilji væri til þess hjá sumum verslunum að leysa málið í samræmi við lög og reglur. „Heilbrigðisnefnd mun því senda erindi Samtaka verslunar og þjónustu til velferðarráðuneytisins þar sem ljóst er að kveða þarf fastar að, eigi vilji löggjafans um vernd barna og unglinga að ná fram að ganga."
Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum frá nágrannanum Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira