Ritvélar klingja sitt síðasta 22. nóvember 2012 06:00 Síðasta ritvélin Svona lítur hún út síðasta Brother-ritvélin, sem Vísindasafnið í London fékk að gjöf. Síðasta ritvélin sem framleidd hefur verið í Bretlandi var gefin Vísindasafninu í London fyrir skömmu. Brother-framleiðandinn, sem gaf síðustu vélina, segist hafa framleitt 5,9 milljónir ritvéla frá því að verksmiðjan var opnuð í Wrexham árið 1985. Edward Bryan, sem starfaði í verksmiðjunni frá árinu 1989, smíðaði síðustu vélina. „Ef fólk spyr mig get ég alltaf sagt að ég hafi smíðað síðustu ritvélina í Bretlandi," segir Bryan. Hann segist hafa smíðað svo margar vélar í gegnum tíðina að hann hafi eitt sinn reynt að smíða eina með augun lokuð – og það hafi tekist. Talsmenn Brother segja að fyrirtækið hafi hætt að framleiða ritvélar í Bretlandi þar sem eftirspurnin eftir þeim hafi hríðfallið. Hins vegar sé enn eftirspurn eftir þeim í Bandaríkjunum og verksmiðjan í Asíu anni allri eftirspurn. Verksmiðjan í Wrexham verði þó áfram notuð til endurvinnslu á prenthylkjum og til framleiðslu á öðrum skrifstofuvörum. Rachel Boon, talskona Vísindasafnsins, segir starfsfólk safnsins himinlifandi yfir gjöfinni og að hún muni sóma sér vel meðal hinna 200 ritvéla sem safnið eigi nú þegar. „Þessi gjöf táknar lok ritvélaframleiðslu í Bretlandi sem staðið hefur yfir í 130 ár og hefur haft áhrif á svo marga," sagði Boon. „Þessi vél gefur okkur tækifæri til að sýna hvernig samskiptatækninni hefur fleygt fram." William Burt fann upp fyrstu ritvélina árið 1830 en þær urðu ekki að algengar fyrr en í kringum 1870 þegar ChristopherSholes, sem einnig fann upp Qwerty-lyklaborðið, og Carlos Glidden sömdu við Remington um fjöldaframleiðslu á þeim. Talið er að ritvélin hafi átt stóran þátt í því að konur fóru út á vinnumarkaðinn, að því er segir á vef BBC. Um 1850 unnu um tvö þúsund konur við vélritun en í kringum aldamótin 1900 er talið að 166 þúsund konur hafi haft af því atvinnu.- kh Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum frá nágrannanum Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira
Síðasta ritvélin sem framleidd hefur verið í Bretlandi var gefin Vísindasafninu í London fyrir skömmu. Brother-framleiðandinn, sem gaf síðustu vélina, segist hafa framleitt 5,9 milljónir ritvéla frá því að verksmiðjan var opnuð í Wrexham árið 1985. Edward Bryan, sem starfaði í verksmiðjunni frá árinu 1989, smíðaði síðustu vélina. „Ef fólk spyr mig get ég alltaf sagt að ég hafi smíðað síðustu ritvélina í Bretlandi," segir Bryan. Hann segist hafa smíðað svo margar vélar í gegnum tíðina að hann hafi eitt sinn reynt að smíða eina með augun lokuð – og það hafi tekist. Talsmenn Brother segja að fyrirtækið hafi hætt að framleiða ritvélar í Bretlandi þar sem eftirspurnin eftir þeim hafi hríðfallið. Hins vegar sé enn eftirspurn eftir þeim í Bandaríkjunum og verksmiðjan í Asíu anni allri eftirspurn. Verksmiðjan í Wrexham verði þó áfram notuð til endurvinnslu á prenthylkjum og til framleiðslu á öðrum skrifstofuvörum. Rachel Boon, talskona Vísindasafnsins, segir starfsfólk safnsins himinlifandi yfir gjöfinni og að hún muni sóma sér vel meðal hinna 200 ritvéla sem safnið eigi nú þegar. „Þessi gjöf táknar lok ritvélaframleiðslu í Bretlandi sem staðið hefur yfir í 130 ár og hefur haft áhrif á svo marga," sagði Boon. „Þessi vél gefur okkur tækifæri til að sýna hvernig samskiptatækninni hefur fleygt fram." William Burt fann upp fyrstu ritvélina árið 1830 en þær urðu ekki að algengar fyrr en í kringum 1870 þegar ChristopherSholes, sem einnig fann upp Qwerty-lyklaborðið, og Carlos Glidden sömdu við Remington um fjöldaframleiðslu á þeim. Talið er að ritvélin hafi átt stóran þátt í því að konur fóru út á vinnumarkaðinn, að því er segir á vef BBC. Um 1850 unnu um tvö þúsund konur við vélritun en í kringum aldamótin 1900 er talið að 166 þúsund konur hafi haft af því atvinnu.- kh
Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum frá nágrannanum Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira