Styttum vinnutímann og bætum lífsgæði Guðmundur D. Haraldsson skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Sumir segja að það sé vond hugmynd að stytta vinnutíma í kreppu. Aðrir segja að það sé vond hugmynd að stytta vinnutíma í uppsveiflu. Staðreyndin er sú að það er almennt góð hugmynd að stytta vinnutímann. Nokkrar blákaldar staðreyndir: Íslenskt samfélag er mjög efnað, þó svo hér sé hópur fólks sem þurfi að lifa við kjör sem engum ætti að bjóðast. Nóg er til af góðu húsnæði, gott heilbrigðis- og menntakerfi og fá ríki eru eins tæknivædd. Ein ástæða þess að lífsgæði eru mikil á Íslandi er að við höfum yfir vélum að ráða sem geta unnið verkin fyrir okkur í hluta eða heild. Fyrir einni öld var til dæmis róið á opnum bátum til sjós – nú gera menn út á stórum stálskipum, en líka minni bátum í bland. Allt saman er þetta vélknúið. Samt vinnum við mjög mikið. Og raunar hefur vinnudagurinn almennt lítið styst undanfarna áratugi: Árið 2005 var meðalvinnuvikan 42 stundir á viku, en árið 1991 stóð hún í 44 stundum. Milli áranna 1980 og 2008 fækkaði vikulegum vinnustundum aðeins um 1,2 stundir. Og það allt þrátt fyrir sífellt aukna framleiðslu og að vélar létti sífellt verkin. Ástæðan fyrir þessu er í sjálfu sér einföld: Launafólk hefur almennt lítið um sinn vinnutíma að segja, atvinnurekendur stjórna vinnutímanum mestmegnis. Svo er það hitt að áherslumál stéttarfélaga hafa falist í að tryggja fólki hærri laun og aukinn kaupmátt. Það var ekki vanþörf á en ýmislegt hefur breyst á undanförnum áratugum.Skipting gæðanna Rannsóknir hafa sýnt að með auknum tekjum samfélaga aukast lífsgæði. Þegar vissum punkti er náð hættir það hins vegar að vera raunin, er hér átt við t.d. lífslíkur, félagsleg tengsl, gæði húsakosts og menntunar. Það sem skiptir þá meira máli er hvernig gæðum er skipt innan samfélaganna. Ef samfélag er ríkt og tekjum er mjög misskipt, þá er meira um félagsleg vandamál, svo dæmi sé tekið. Ef skiptingin er jafnari er minna um félagsleg vandamál. Fróðleiksfúsir geta lesið meira um þetta í bókinni The Spirit Level eftir Richard Wilkinson og Kate Pickett. Barátta stéttarfélaganna hefur skilað mörgum hópum bættum kjörum, en vinnutíminn er langur og lítt styttur. En misskipting jókst á undanförnum áratugum, sumir hafa mjög há laun meðan aðrir skrimta. Og misskiptingin felst ekki bara í launum því sumir eru fastir í skuldasúpu sem hrunið og eftirköst þess ýttu undir eða bjuggu til.Breyttar áherslur Stéttarfélögin hafa því mikilvæga hlutverki að gegna að auka lífskjör fólks. Í ljósi þessara breytinga er þörf á breyttum áherslum. Megináherslan ætti nú að felast í að stytta vinnutíma, enda mjög augljós lífsgæðaaukning sem felst í því: Meiri tími gefst með fjölskyldu, vinum og til að sinna áhugamálum. Hin áherslan ætti að felast í að draga úr misskiptingu, einkum með að minnka launabil og berjast fyrir umbótum á lánafyrirkomulagi. Með því að stíga þessi tvö skref má draga úr vinnu og dreifa auðnum, þannig að allir hafi það betra. Lítið hefur heyrst frá stjórnmálaflokkum um styttingu vinnutíma. Íslendingar vinna lengur en þær þjóðir sem við berum okkur saman við. Stjórnmálamenn hafa nú tækifæri á kosningavetri að setja aukin lífsgæði á dagskrána. Til þess að auka lífsgæði hérlendis þurfum við að hætta að einblína á kaupmátt. Það er ekki síður mikilvægt að stytta vinnutímann og draga úr misskiptingunni. Það þarf ekki lengur að strita dag og nótt til að draga björg í bú. Við eigum öll skilið styttri vinnudag, meiri tíma með fjölskyldum og vinum, til að sinna áhugamálum. Það er engin ástæða til þess að fólk komi dauðþreytt heim og eigi þá eftir að sinna húsverkum. Og að þessu ber stéttarfélögunum að vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Sumir segja að það sé vond hugmynd að stytta vinnutíma í kreppu. Aðrir segja að það sé vond hugmynd að stytta vinnutíma í uppsveiflu. Staðreyndin er sú að það er almennt góð hugmynd að stytta vinnutímann. Nokkrar blákaldar staðreyndir: Íslenskt samfélag er mjög efnað, þó svo hér sé hópur fólks sem þurfi að lifa við kjör sem engum ætti að bjóðast. Nóg er til af góðu húsnæði, gott heilbrigðis- og menntakerfi og fá ríki eru eins tæknivædd. Ein ástæða þess að lífsgæði eru mikil á Íslandi er að við höfum yfir vélum að ráða sem geta unnið verkin fyrir okkur í hluta eða heild. Fyrir einni öld var til dæmis róið á opnum bátum til sjós – nú gera menn út á stórum stálskipum, en líka minni bátum í bland. Allt saman er þetta vélknúið. Samt vinnum við mjög mikið. Og raunar hefur vinnudagurinn almennt lítið styst undanfarna áratugi: Árið 2005 var meðalvinnuvikan 42 stundir á viku, en árið 1991 stóð hún í 44 stundum. Milli áranna 1980 og 2008 fækkaði vikulegum vinnustundum aðeins um 1,2 stundir. Og það allt þrátt fyrir sífellt aukna framleiðslu og að vélar létti sífellt verkin. Ástæðan fyrir þessu er í sjálfu sér einföld: Launafólk hefur almennt lítið um sinn vinnutíma að segja, atvinnurekendur stjórna vinnutímanum mestmegnis. Svo er það hitt að áherslumál stéttarfélaga hafa falist í að tryggja fólki hærri laun og aukinn kaupmátt. Það var ekki vanþörf á en ýmislegt hefur breyst á undanförnum áratugum.Skipting gæðanna Rannsóknir hafa sýnt að með auknum tekjum samfélaga aukast lífsgæði. Þegar vissum punkti er náð hættir það hins vegar að vera raunin, er hér átt við t.d. lífslíkur, félagsleg tengsl, gæði húsakosts og menntunar. Það sem skiptir þá meira máli er hvernig gæðum er skipt innan samfélaganna. Ef samfélag er ríkt og tekjum er mjög misskipt, þá er meira um félagsleg vandamál, svo dæmi sé tekið. Ef skiptingin er jafnari er minna um félagsleg vandamál. Fróðleiksfúsir geta lesið meira um þetta í bókinni The Spirit Level eftir Richard Wilkinson og Kate Pickett. Barátta stéttarfélaganna hefur skilað mörgum hópum bættum kjörum, en vinnutíminn er langur og lítt styttur. En misskipting jókst á undanförnum áratugum, sumir hafa mjög há laun meðan aðrir skrimta. Og misskiptingin felst ekki bara í launum því sumir eru fastir í skuldasúpu sem hrunið og eftirköst þess ýttu undir eða bjuggu til.Breyttar áherslur Stéttarfélögin hafa því mikilvæga hlutverki að gegna að auka lífskjör fólks. Í ljósi þessara breytinga er þörf á breyttum áherslum. Megináherslan ætti nú að felast í að stytta vinnutíma, enda mjög augljós lífsgæðaaukning sem felst í því: Meiri tími gefst með fjölskyldu, vinum og til að sinna áhugamálum. Hin áherslan ætti að felast í að draga úr misskiptingu, einkum með að minnka launabil og berjast fyrir umbótum á lánafyrirkomulagi. Með því að stíga þessi tvö skref má draga úr vinnu og dreifa auðnum, þannig að allir hafi það betra. Lítið hefur heyrst frá stjórnmálaflokkum um styttingu vinnutíma. Íslendingar vinna lengur en þær þjóðir sem við berum okkur saman við. Stjórnmálamenn hafa nú tækifæri á kosningavetri að setja aukin lífsgæði á dagskrána. Til þess að auka lífsgæði hérlendis þurfum við að hætta að einblína á kaupmátt. Það er ekki síður mikilvægt að stytta vinnutímann og draga úr misskiptingunni. Það þarf ekki lengur að strita dag og nótt til að draga björg í bú. Við eigum öll skilið styttri vinnudag, meiri tíma með fjölskyldum og vinum, til að sinna áhugamálum. Það er engin ástæða til þess að fólk komi dauðþreytt heim og eigi þá eftir að sinna húsverkum. Og að þessu ber stéttarfélögunum að vinna.
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar