Herðum róðurinn gegn loftslagsvánni Svandís Svavarsdóttir skrifar 30. nóvember 2012 08:00 Baráttan gegn skaðlegum loftslagsbreytingum af mannavöldum hefur of lengi verið kynnt sem krafa um að taka dýrar og erfiðar ákvarðanir nú til að afstýra ógn í framtíðinni. Þetta er aðeins rétt að hluta. Alvarlegustu áhrif loftslagsbreytinga hafa vissulega enn ekki komið fram samkvæmt spám vísindanna, en breytingarnar sjálfar eru ekki í fjarlægri framtíð. Margar þeirra eru vel sýnilegar nú þegar.Sýnidæmi í norðri Skýrasta dæmið um loftslagsbreytingar á heimsvísu er að hafís á norðurskautssvæðinu hopar ört. Ísþekjan nú í haust var minni en nokkru sinni frá því að mælingar hófust og ísinn hopar mun hraðar en spár gerðu ráð fyrir. Nú telja margir að Norður-Íshafið gæti orðið íslaust að sumarlagi fyrir árið 2050. Samkvæmt niðurstöðum norræns rannsóknarverkefnis sem kynntar voru fyrir skömmu eru nær allir jöklar við Norður-Atlantshaf á undanhaldi. Íslenskir jöklar þynnast til að mynda um réttan metra á ári að meðaltali og bráðna svo jafngildir nær tíu rúmkílómetrum vatns á sama tíma. Jöklarnir okkar gætu að mestu leyti horfið innan 100-200 ára. Hlýnunin á norðurslóðum opnar aðgang að siglingaleiðum og auðlindum og margir hugsa sér gott til glóðarinnar að fá sneið af þeirri köku. Til lengri tíma tapa þó flestir á þeim gríðarlegu breytingum sem fylgja örri hnattrænni hlýnun. Aukinn styrkur koldíoxíðs í andrúmslofti veldur súrnun hafsins, sem við Íslendingar höfum með réttu miklar áhyggjur af. Súrnun ógnar kóröllum, skelfiski, kalkþörungum og fjölmörgum öðrum lífverum og gæti valdið stórfelldu raski á lífríki hafsins.Ísland tekur fullan þátt Þótt æ fleiri geri sér grein fyrir vánni sem stendur fyrir dyrum ganga alþjóðlegar viðræður um lausn vandans hægt. Nú stendur yfir 18. aðildarríkjaþing loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í Doha í Katar. Tekist hefur samkomulag um að endurnýja Kýótó-bókunina. Á síðustu misserum hafa þó nokkur ríki helst úr þeirri lest, en Ísland er meðal þeirra ríkja sem hyggjast axla ábyrgð. Enn fremur er unnið að því að ná bindandi samkomulagi allra ríkja fyrir 2015 um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Vonandi mun almenningsálitið og aukin vísindaleg þekking á alvarlegum áhrifum loftslagsbreytinga gefa þeim viðræðum byr í seglin. Það er nauðsynlegt að lyfta sér upp úr hjólförum gamalla deilna um skiptingu byrða og hætta að hræðast að loftslagsvænn lífsstíll og tækni standi efnahagslífi fyrir þrifum. Hagsæld, velferð mannkyns og lífið á jörðinni þarf á óröskuðum vistkerfum og aðgerðum gegn loftslagsbreytingum að halda. Ísland hyggst standa jafnfætis framsæknustu ríkjum í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum með því að taka á sig sameiginlegar skuldbindingar með ríkjum Evrópusambandsins og Króatíu. Jafnframt er tryggt að íslenskt atvinnulíf búi við sambærilegar reglur um losun og þekkjast í okkar heimshluta. Íslendingar þurfa að búa sig undir auknar kröfur í loftslagsmálum á komandi árum, eins og raunar heimsbyggðin öll. Þær kröfur fela í sér ný tækifæri fyrir nýsköpun og efnahag og samfélagsþróun til sjálfbærni. Þetta á til dæmis við um ýmsar aðgerðir í samgöngum, s.s. aukið vægi göngu, hjólreiða, almenningssamgangna og sparneytinna ökutækja. Loftslagsvæn tækni, endurnýjanleg orka, nýsköpun og þróun eru allt svið þar sem Ísland getur lagt sitt af mörkum. Ísland getur verið í fararbroddi í loftslagsmálum. Við höfum allar forsendur til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Baráttan gegn skaðlegum loftslagsbreytingum af mannavöldum hefur of lengi verið kynnt sem krafa um að taka dýrar og erfiðar ákvarðanir nú til að afstýra ógn í framtíðinni. Þetta er aðeins rétt að hluta. Alvarlegustu áhrif loftslagsbreytinga hafa vissulega enn ekki komið fram samkvæmt spám vísindanna, en breytingarnar sjálfar eru ekki í fjarlægri framtíð. Margar þeirra eru vel sýnilegar nú þegar.Sýnidæmi í norðri Skýrasta dæmið um loftslagsbreytingar á heimsvísu er að hafís á norðurskautssvæðinu hopar ört. Ísþekjan nú í haust var minni en nokkru sinni frá því að mælingar hófust og ísinn hopar mun hraðar en spár gerðu ráð fyrir. Nú telja margir að Norður-Íshafið gæti orðið íslaust að sumarlagi fyrir árið 2050. Samkvæmt niðurstöðum norræns rannsóknarverkefnis sem kynntar voru fyrir skömmu eru nær allir jöklar við Norður-Atlantshaf á undanhaldi. Íslenskir jöklar þynnast til að mynda um réttan metra á ári að meðaltali og bráðna svo jafngildir nær tíu rúmkílómetrum vatns á sama tíma. Jöklarnir okkar gætu að mestu leyti horfið innan 100-200 ára. Hlýnunin á norðurslóðum opnar aðgang að siglingaleiðum og auðlindum og margir hugsa sér gott til glóðarinnar að fá sneið af þeirri köku. Til lengri tíma tapa þó flestir á þeim gríðarlegu breytingum sem fylgja örri hnattrænni hlýnun. Aukinn styrkur koldíoxíðs í andrúmslofti veldur súrnun hafsins, sem við Íslendingar höfum með réttu miklar áhyggjur af. Súrnun ógnar kóröllum, skelfiski, kalkþörungum og fjölmörgum öðrum lífverum og gæti valdið stórfelldu raski á lífríki hafsins.Ísland tekur fullan þátt Þótt æ fleiri geri sér grein fyrir vánni sem stendur fyrir dyrum ganga alþjóðlegar viðræður um lausn vandans hægt. Nú stendur yfir 18. aðildarríkjaþing loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í Doha í Katar. Tekist hefur samkomulag um að endurnýja Kýótó-bókunina. Á síðustu misserum hafa þó nokkur ríki helst úr þeirri lest, en Ísland er meðal þeirra ríkja sem hyggjast axla ábyrgð. Enn fremur er unnið að því að ná bindandi samkomulagi allra ríkja fyrir 2015 um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Vonandi mun almenningsálitið og aukin vísindaleg þekking á alvarlegum áhrifum loftslagsbreytinga gefa þeim viðræðum byr í seglin. Það er nauðsynlegt að lyfta sér upp úr hjólförum gamalla deilna um skiptingu byrða og hætta að hræðast að loftslagsvænn lífsstíll og tækni standi efnahagslífi fyrir þrifum. Hagsæld, velferð mannkyns og lífið á jörðinni þarf á óröskuðum vistkerfum og aðgerðum gegn loftslagsbreytingum að halda. Ísland hyggst standa jafnfætis framsæknustu ríkjum í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum með því að taka á sig sameiginlegar skuldbindingar með ríkjum Evrópusambandsins og Króatíu. Jafnframt er tryggt að íslenskt atvinnulíf búi við sambærilegar reglur um losun og þekkjast í okkar heimshluta. Íslendingar þurfa að búa sig undir auknar kröfur í loftslagsmálum á komandi árum, eins og raunar heimsbyggðin öll. Þær kröfur fela í sér ný tækifæri fyrir nýsköpun og efnahag og samfélagsþróun til sjálfbærni. Þetta á til dæmis við um ýmsar aðgerðir í samgöngum, s.s. aukið vægi göngu, hjólreiða, almenningssamgangna og sparneytinna ökutækja. Loftslagsvæn tækni, endurnýjanleg orka, nýsköpun og þróun eru allt svið þar sem Ísland getur lagt sitt af mörkum. Ísland getur verið í fararbroddi í loftslagsmálum. Við höfum allar forsendur til þess.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun