Tíska og hönnun

Innblástur sóttur á pallana

Saint-Laurent
Saint-Laurent
Stórir fylgihlutir, litríkar yfirhafnir, buxnadragtir og hnésíð pils eru það sem leita skal eftir fyrir þessi jólin ef marka má hönnuði heimsins. Á þessum árstíma eru yfirhafnir mikilvægur hluti af heildarklæðnaði. Litríkir pelsar settu sinn svip á tískupallana í byrjun árs, sem og síðar leðurkápur. Tilvalið er að skella eins og einu belti eða loðkraga yfir gamla kápu til að gefa henni hátíðarlegt yfirbragð.

Hnésíð pils og hið svokallaða „peplum“-snið í kjólum og toppum er áberandi í hátíðartískunni í ár. Buxnadragtir með víðum skálum og samfestingar eru skemmtilegar nýjungar. Einnig er gaman að vera í topp og buxum eða pilsi í sama munstri og lit sem gefur fallegan heildarsvip.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×