Ný byggingarreglugerð – húsvernd Magnús Skúlason skrifar 12. desember 2012 06:00 Svo að vel takist til við varðveislu húsa, húsaraða og hverfa er mikilvægt að gömul hús fái að gegna hagnýtu hlutverki. Þegar vel tekst til er gamalt og jafnvel friðað hús eftirsóknarverð eign sem eigandinn leggur metnað sinn í að halda við og fegra að eigin frumkvæði. Reynslan sýnir að gömlum húsum og hverfum er af einhverjum ástæðum betur gefið að stuðla að lifandi mannlífi og menningu en afrakstri úthugsaðs skipulags og þarf ekki að leita langt í borgum og bæjum landsins því til sönnunar.Á forsendum hússins sjálfs Skilyrði þess að gömul hús geti áfram gegnt hagnýtu hlutverki er að breytingar og viðhald fari fram á forsendum hússins sjálfs. Mörg eldri húsa eru t.d. upphaflega íbúðarhús og geta gegnt því hlutverki með ágætum oftar en ekki ef leyfðar eru ákveðnar breytingar eða viðbyggingar. Þá geta mörg eldri hús, þ.á.m. íbúðarhús, vöruskemmur og sjóbúðir, verið eftirsótt til annarra nota en þau voru upphaflega gerð fyrir, t.d. verslunar eða veitingastaða. Við breytingar sem þessar verður að líta til fleiri atriða svo sem byggingartíma, byggingarsögu og skipulags hússins svo og þess hvort breytingar eru afturkræfar. Sé hins vegar miðað við ítrustu kröfur sem gerðar eru til nútímabygginga þýðir það að jafnaði að breytingar eru annað hvort ómögulegar eða þær þýða eyðileggingu á þeim verðmætum sem felast í gömlu húsi. Eðlilega stenst hús sem reist er skv. byggingarreglugerð frá 1903 ekki kröfur skv. nútíma byggingarreglugerð í ýmsu tilliti. Það á hins vegar ekki að leiða til þess að hvers kyns breytingar á húsinu séu gerðar tæknilega óframkvæmanlegar.Mikilvæg byggingararfleifð Í nýrri byggingarreglugerð, sem taka mun gildi af fullum krafti 1. janúar 2013, hefur lítill gaumur verið gefinn að framangreindum atriðum. Það er eins og gleymst hafi að við eigum mikilvæga byggingararfleifð sem verður aðeins viðhaldið á sjálfbærum forsendum. Þetta er stórt skref aftur á við frá fyrri byggingarreglugerð sem í grein 12.8. kvað á um að við umfjöllun byggingarleyfisumsókna um breytingar á byggingum sem byggðar væru fyrir gildistöku reglugerðarinnar „skyldi taka mið af þeim reglugerðarákvæðum sem í gildi voru þegar þær voru byggðar eftir því sem hægt væri að teknu tilliti til gildandi krafna um öryggis- og heilbrigðismál.“ Á þessum grundvelli var t.d. hægt í hverju tilviki fyrir sig að huga að breytingum samfara endurbótum eða breyttri notkun og þannig m.a. efla brunavarnir, bæta aðgengi hreyfihamlaðra og sjónskertra án verulegra raskana á húsi. Í grein 137.6 í fyrri reglugerð var fjallað um að gerðar væru viðeigandi ráðstafanir til að vernda menningarverðmæti gegn bruna. Ekkert slíkt virðist að finna í hinni nýju reglugerð, jafnvel þótt augljóslega sé brýnt að efla brunavarnir í gömlum timburhúsum sem hafa sérstakt varðveislugildi, einkum með vatnsúðakerfum þannig að þau verði síður eldi að bráð. Hin nýja byggingarreglugerð virðist gera fortakslausa kröfu um að breytingar á gömlum húsum séu í samræmi við kröfur til nýbygginga. Með þessu er í raun vegið að mikilvægri forsendu varðveislu og viðhalds gamalla húsa og borgarhluta svo ekki sé minnst á það óhagræði og kostnaðarauka sem eigendur gamalla húsa verða fyrir. Nú mun vera unnið að endurskoðun reglugerðarinnar á vegum umhverfisráðherra, þ.m.t. þessum atriðum, og brýnt er að þeirri vinnu ljúki sem fyrst og óvissu þar með eytt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Svo að vel takist til við varðveislu húsa, húsaraða og hverfa er mikilvægt að gömul hús fái að gegna hagnýtu hlutverki. Þegar vel tekst til er gamalt og jafnvel friðað hús eftirsóknarverð eign sem eigandinn leggur metnað sinn í að halda við og fegra að eigin frumkvæði. Reynslan sýnir að gömlum húsum og hverfum er af einhverjum ástæðum betur gefið að stuðla að lifandi mannlífi og menningu en afrakstri úthugsaðs skipulags og þarf ekki að leita langt í borgum og bæjum landsins því til sönnunar.Á forsendum hússins sjálfs Skilyrði þess að gömul hús geti áfram gegnt hagnýtu hlutverki er að breytingar og viðhald fari fram á forsendum hússins sjálfs. Mörg eldri húsa eru t.d. upphaflega íbúðarhús og geta gegnt því hlutverki með ágætum oftar en ekki ef leyfðar eru ákveðnar breytingar eða viðbyggingar. Þá geta mörg eldri hús, þ.á.m. íbúðarhús, vöruskemmur og sjóbúðir, verið eftirsótt til annarra nota en þau voru upphaflega gerð fyrir, t.d. verslunar eða veitingastaða. Við breytingar sem þessar verður að líta til fleiri atriða svo sem byggingartíma, byggingarsögu og skipulags hússins svo og þess hvort breytingar eru afturkræfar. Sé hins vegar miðað við ítrustu kröfur sem gerðar eru til nútímabygginga þýðir það að jafnaði að breytingar eru annað hvort ómögulegar eða þær þýða eyðileggingu á þeim verðmætum sem felast í gömlu húsi. Eðlilega stenst hús sem reist er skv. byggingarreglugerð frá 1903 ekki kröfur skv. nútíma byggingarreglugerð í ýmsu tilliti. Það á hins vegar ekki að leiða til þess að hvers kyns breytingar á húsinu séu gerðar tæknilega óframkvæmanlegar.Mikilvæg byggingararfleifð Í nýrri byggingarreglugerð, sem taka mun gildi af fullum krafti 1. janúar 2013, hefur lítill gaumur verið gefinn að framangreindum atriðum. Það er eins og gleymst hafi að við eigum mikilvæga byggingararfleifð sem verður aðeins viðhaldið á sjálfbærum forsendum. Þetta er stórt skref aftur á við frá fyrri byggingarreglugerð sem í grein 12.8. kvað á um að við umfjöllun byggingarleyfisumsókna um breytingar á byggingum sem byggðar væru fyrir gildistöku reglugerðarinnar „skyldi taka mið af þeim reglugerðarákvæðum sem í gildi voru þegar þær voru byggðar eftir því sem hægt væri að teknu tilliti til gildandi krafna um öryggis- og heilbrigðismál.“ Á þessum grundvelli var t.d. hægt í hverju tilviki fyrir sig að huga að breytingum samfara endurbótum eða breyttri notkun og þannig m.a. efla brunavarnir, bæta aðgengi hreyfihamlaðra og sjónskertra án verulegra raskana á húsi. Í grein 137.6 í fyrri reglugerð var fjallað um að gerðar væru viðeigandi ráðstafanir til að vernda menningarverðmæti gegn bruna. Ekkert slíkt virðist að finna í hinni nýju reglugerð, jafnvel þótt augljóslega sé brýnt að efla brunavarnir í gömlum timburhúsum sem hafa sérstakt varðveislugildi, einkum með vatnsúðakerfum þannig að þau verði síður eldi að bráð. Hin nýja byggingarreglugerð virðist gera fortakslausa kröfu um að breytingar á gömlum húsum séu í samræmi við kröfur til nýbygginga. Með þessu er í raun vegið að mikilvægri forsendu varðveislu og viðhalds gamalla húsa og borgarhluta svo ekki sé minnst á það óhagræði og kostnaðarauka sem eigendur gamalla húsa verða fyrir. Nú mun vera unnið að endurskoðun reglugerðarinnar á vegum umhverfisráðherra, þ.m.t. þessum atriðum, og brýnt er að þeirri vinnu ljúki sem fyrst og óvissu þar með eytt.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun