
Niðurskurð strax!
Í kjölfar hrunsins hefur ríkið tekið á sig miklar skuldir og verið rekið með halla, í mínus. Reksturinn stendur ekki undir sér. Ríkisstjórnin ákvað að skera niður og auka tekjurnar til að mæta hallarekstrinum. Það var til þess að standa undir þjóðnýtta tapinu á einkavædda gróðanum. Þetta vita allir því í fjölmiðlum er mikið fjallað um rekstur ríkissjóðs. Sömuleiðis heyrum við reglulega fréttir af fyrirtækjum, um rekstur þeirra, hvort hann sé í mínus eða plús.
Hins vegar er minna fjallað um rekstur náttúrunnar. Sá rekstur virkar nákvæmlega eins: Auðlindir Jarðar eru þær tekjur sem við notum í rekstur samfélaga. Við notum auðlindir (s.s. málma, jarðnæði, vatn og lífverur) til þess að framleiða og þannig viðhalda lífsgæðum okkar. Nær allt sem við notum á degi hverjum er búið til úr náttúruauðlindum.
Í mínus
Og við erum í mínus. Tekjurnar (náttúruauðlindir) duga ekki fyrir útgjöldunum (framleiðslunni á öllu dótinu okkar). Á heildina litið er reksturinn 50% í mínus (sjá t.d. footprintnetwork.org). Til þess að standa undir rekstrinum þyrftum við hálfa Jörð í viðbót. Hún er ekki til. Eina leiðin til að auka tekjurnar er að auðlindir fái að endurnýja sig náttúrulega.
Ímyndaðu þér að heimilisbókhaldið hjá þér væri 50% í mínus um hver mánaðamót. Hve lengi værir þú að fara á hausinn? Ekki lengi. Jörðin er stór og því tekur það nokkurn tíma að hún fari í þrot. En það er eftir sem áður tímaspursmál.
Það er misjafnt hversu mikið samfélög eru í mínus (sum eru meira að segja í plús). Við Íslendingar erum líklega með þeim þjóðum sem eru hvað mest í mínus miðað við höfðatölu.
Það stefnir í þrot. Miðað við áframhaldandi hagvöxt (aukin útgjöld) stefnir í að árið 2050 verðum við jarðarbúar komnir hátt í 200% í mínus. Þá þurfum við tæplega tvær Jarðir til viðbótar til að standa undir rekstrinum. Þær eru ekki til.
Þegar náttúruauðlindir klárast og vistkerfi eyðileggjast er engin skuldaaðlögun, kerfisbreyting eða gjaldþrotameðferð sem dugar til. Engin 110% leið. Ef náttúruauðlind klárast er það bara þannig. Dýrategund sem deyr út kemur ekki aftur. Málmur sem klárast kemur ekki aftur fyrr en eftir skrilljón ár. Vistkerfi sem eyðileggjast hafa áhrif á lífsskilyrði á Jörðinni.
Þá veistu það. Það er búið að segja þér þetta. Þú hefur tvo valmöguleika. Gera ekkert eða eitthvað.
Það stefnir í þrot. Hvernig komum við í veg fyrir það?
Sjálfbær rekstur
Mörgu þarf að breyta en að grunni til er málið ósköp einfalt. Reksturinn þarf að standa undir sér: sjálfbær rekstur. Við þurfum að draga úr útgjöldunum (framleiðslu og neyslu) þannig að tekjurnar (náttúruauðlindir) standi undir þeim. Ráðast þarf í niðurskurð strax. Það þarf nákvæmar upplýsingar um ástand umhverfisins, skilyrði í lögum um sjálfbæra nýtingu, tryggja að umhverfiskostnaður sé innifalinn í verði vöru, umhverfisvottun sé skilyrði allrar framleiðslu og samdrátt í neyslu. Til þessara aðgerða verður að grípa strax, en vafalaust er þörf á fleiri.
Og við þurfum líka að hafa í huga að það er engin ástæða til þess að nýta auðlindir jarðar til fulls (100%) – við þurfum ekki að dansa á línunni.
Hvað getur þú gert sem engu ræður og ert bara smá brot af heildinni? Helling.
Kauptu notað frekar en nýtt. Láttu laga frekar en kaupa nýtt. Notaðu það sem þú átt í staðinn fyrir að kaupa meira dót. Veldu umhverfismerkt (t.d. svansmerkt). Kjóstu þá sem lofa að koma í veg fyrir að náttúran fari í þrot. Ekki kjósa þá sem lofa því ekki. Alls ekki kjósa þá sem lofa að auka framleiðslu og neyslu, þ.e. auka útgjöldin. Taktu þátt í félögum, eins og Öldu, sem vinna að því að koma á sjálfbæru samfélagi. Hafðu áhrif á fólk í kringum þig. Leiktu þér með fjölskyldu og vinum án þess að kaupa eitthvað. Njóttu ósnortinnar náttúru. Veldu lífrænt ræktað. Veldu innlenda framleiðslu. Ekki henda mat að óþörfu. Hreyfðu þig og borðaðu hóflega.
Í verðlaun færðu betra, skemmtilegra og heilsusamlegra líf.
Þeir sem fara með völd almennings þurfa að girða sig í brók og hætta, án tafar, að reka náttúruna í mínus. Að öðrum kosti er aðeins tímaspursmál hvenær náttúran fer í þrot.
Skoðun

Gamalt vín á nýjum belgjum
Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla
Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Aukinn stuðningur við ESB og NATO
Pawel Bartoszek skrifar

Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Hvernig er veðrið þarna uppi?
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Að leita er að læra
Ragnar Sigurðsson skrifar

Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni
Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar

Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Þetta er ekki raunverulegt réttlæti
Snorri Másson skrifar

Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun
Daníel Rúnarsson skrifar

Vofa illsku, vofa grimmdar
Haukur Már Haraldsson skrifar

Á að láta trúð ráða ferðinni?
Ingólfur Steinsson skrifar

Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs
Ásdís Kristjánsdóttir skrifar

Ofþétting byggðar í Breiðholti?
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð
Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar

Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð?
Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar

Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref!
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið
Árni Stefán Árnason skrifar

Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð
Ólafur Sigurðsson skrifar

Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga
Marta Wieczorek skrifar

Raunveruleg úrræði óskast takk!
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

(Ó)merkilegir íbúar
Örn Smárason skrifar

Vangaveltur um ábyrgð og laun
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Til hvers að læra iðnnám?
Jakob Þór Möller skrifar

Komir þú á Grænlands grund
Gunnar Pálsson skrifar

Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg
Ósk Sigurðardóttir skrifar

Hlustum á náttúruna
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Skattheimta sem markmið í sjálfu sér
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar