Hætta vegna misvísandi merkinga Brjánn Jónasson skrifar 17. desember 2012 06:00 Gangbrautin yfir Kalkofnsveg til móts við Hörpu er ekki rétt merkt, svo þrátt fyrir að gangbrautarmerki séu við götuna eiga gangandi ekki forgang. Fréttablaðið/GVA Misvísandi merkingar á gönguleiðum yfir götur geta valdið misskilningi um hvort ökumaður eða gangandi á réttinn, og þar með aukið slysahættu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem verkfræðistofan Mannvit vann fyrir Vegagerð Íslands. Ísland stendur hinum Norðurlöndunum að baki þegar kemur að öryggi gangandi vegfarenda í umferðinni, segir í skýrslunni. Því sé rík ástæða til að skoða nánar hvernig bæta megi öryggi gangandi vegfarenda í umferðinni.Yfir fráreinar á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar eru aðeins merktar línur þvert á götuna en engin gangbrautarskilti.Ríflega 60 prósent slysa þar sem ekið er á gangandi vegfarendur eiga sér stað þegar farið er yfir götu. Í um þriðjungi tilvika verða slysin á merktum gangbrautum. Samkvæmt lögum eiga gangandi aðeins forgang þegar þeir fara yfir götu á gangbrautarljósum, á merktri gangbraut, eða þegar bílar beygja þvert á gangandi umferð á vegamótum. Rétt merking á gangbraut er bæði merkingar í götu, hvítar samhliða línur langsum á vegi (sebrabraut) eða tvær rendur þvert á götuna og gangbrautarmerki báðum megin við götuna.Réttur gangandi vegfarenda er tryggður með gönguljósum og línum þvert yfir Kringlumýrarbraut.Mikið misræmi er í merkingum á gönguleiðum yfir götur og ekki alltaf augljóst hver á réttinn. Í sumum tilvikum virðist réttur gangandi skýr við fyrstu sýn, en skortur á merkingum þýðir að réttur þeirra er enginn. Þetta á til dæmis við þegar gangstéttir eða göngustígar liggja að upphækkun eða þrengingu þar sem eðlilegt er að fara yfir götuna, en engin gangbrautarmerki eru til staðar. Við slíkar aðstæður er skiljanlegt að gangandi haldi að hann eigi forgang, segir í skýrslunni. Þar segir að einfalt sé að koma í veg fyrir óvissuna með því að merkja gangbrautir rétt, með merkingum í götu og umferðarskiltum.Laugavegur. Varasamt er að leggja gangbraut þvert á tveggja akreina veg. Þrátt fyrir að gangbrautin sé rétt merkt og gangandi eigi réttinn býður þetta hættunni heim.Í skýrslunni er tekið fram að stjórnvöld ættu að íhuga að breyta lögum þannig að einu réttu götumerkingarnar fyrir gangbraut séu sebrabrautirnar, en tvær línur þvert á götuna verði ekki notaðar. Þverlínurnar tvær eru í sumum tilvikum notaðar án gangbrautarskiltis og eru þá sagðar hugsaðar til leiðbeiningar fyrir sjónskerta. Þetta veldur misskilningi sem ætti að koma í veg fyrir að mati skýrsluhöfundar.Tekið er fram í skýrslunni að sá misskilningur sem hlýst af misræmi í merkingum á gönguleiðum valdi því almennt ekki að bótaréttur gangandi vegfaranda sem verður fyrir bíl skerðist. Skyldutryggingar ökutækja bæti slíkt tjón í öllum öðrum tilvikum en þegar ásetningur eða stórkostlegt gáleysi sannist á þann gangandi. Að fara yfir götu á merktri gönguleið sem ekki er rétt merkt gangbraut telst ekki stórkostlegt gáleysi.Gönguleið yfir Safamýri liggur eftir hraðahindrun þar sem gatan hefur verið þrengd. Þarna er engin gangbraut svo bílarnir eiga réttinn, en þessi hönnun þykir bjóða upp á rugling.Rétt merkt gangbraut liggur eftir hraðahindrun yfir Hamrahlíðina. Þverrendur eru yfir götuna og umferðarmerki taka af allan vafa. Tengdar fréttir Borgin endurskoðar gönguleiðir yfir götur Borgaryfirvöld ætla að endurskoða þá stefnu sína að leggja helst ekki gangbrautir. Það verður gert í kjölfar harðrar gagnrýni á misvísandi merkingar við gönguleiðir yfir götur sem sett var fram í skýrslu sem verkfræðistofan Mannvit vann með styrk frá Vegagerð Íslands. 21. desember 2012 06:00 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Misvísandi merkingar á gönguleiðum yfir götur geta valdið misskilningi um hvort ökumaður eða gangandi á réttinn, og þar með aukið slysahættu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem verkfræðistofan Mannvit vann fyrir Vegagerð Íslands. Ísland stendur hinum Norðurlöndunum að baki þegar kemur að öryggi gangandi vegfarenda í umferðinni, segir í skýrslunni. Því sé rík ástæða til að skoða nánar hvernig bæta megi öryggi gangandi vegfarenda í umferðinni.Yfir fráreinar á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar eru aðeins merktar línur þvert á götuna en engin gangbrautarskilti.Ríflega 60 prósent slysa þar sem ekið er á gangandi vegfarendur eiga sér stað þegar farið er yfir götu. Í um þriðjungi tilvika verða slysin á merktum gangbrautum. Samkvæmt lögum eiga gangandi aðeins forgang þegar þeir fara yfir götu á gangbrautarljósum, á merktri gangbraut, eða þegar bílar beygja þvert á gangandi umferð á vegamótum. Rétt merking á gangbraut er bæði merkingar í götu, hvítar samhliða línur langsum á vegi (sebrabraut) eða tvær rendur þvert á götuna og gangbrautarmerki báðum megin við götuna.Réttur gangandi vegfarenda er tryggður með gönguljósum og línum þvert yfir Kringlumýrarbraut.Mikið misræmi er í merkingum á gönguleiðum yfir götur og ekki alltaf augljóst hver á réttinn. Í sumum tilvikum virðist réttur gangandi skýr við fyrstu sýn, en skortur á merkingum þýðir að réttur þeirra er enginn. Þetta á til dæmis við þegar gangstéttir eða göngustígar liggja að upphækkun eða þrengingu þar sem eðlilegt er að fara yfir götuna, en engin gangbrautarmerki eru til staðar. Við slíkar aðstæður er skiljanlegt að gangandi haldi að hann eigi forgang, segir í skýrslunni. Þar segir að einfalt sé að koma í veg fyrir óvissuna með því að merkja gangbrautir rétt, með merkingum í götu og umferðarskiltum.Laugavegur. Varasamt er að leggja gangbraut þvert á tveggja akreina veg. Þrátt fyrir að gangbrautin sé rétt merkt og gangandi eigi réttinn býður þetta hættunni heim.Í skýrslunni er tekið fram að stjórnvöld ættu að íhuga að breyta lögum þannig að einu réttu götumerkingarnar fyrir gangbraut séu sebrabrautirnar, en tvær línur þvert á götuna verði ekki notaðar. Þverlínurnar tvær eru í sumum tilvikum notaðar án gangbrautarskiltis og eru þá sagðar hugsaðar til leiðbeiningar fyrir sjónskerta. Þetta veldur misskilningi sem ætti að koma í veg fyrir að mati skýrsluhöfundar.Tekið er fram í skýrslunni að sá misskilningur sem hlýst af misræmi í merkingum á gönguleiðum valdi því almennt ekki að bótaréttur gangandi vegfaranda sem verður fyrir bíl skerðist. Skyldutryggingar ökutækja bæti slíkt tjón í öllum öðrum tilvikum en þegar ásetningur eða stórkostlegt gáleysi sannist á þann gangandi. Að fara yfir götu á merktri gönguleið sem ekki er rétt merkt gangbraut telst ekki stórkostlegt gáleysi.Gönguleið yfir Safamýri liggur eftir hraðahindrun þar sem gatan hefur verið þrengd. Þarna er engin gangbraut svo bílarnir eiga réttinn, en þessi hönnun þykir bjóða upp á rugling.Rétt merkt gangbraut liggur eftir hraðahindrun yfir Hamrahlíðina. Þverrendur eru yfir götuna og umferðarmerki taka af allan vafa.
Tengdar fréttir Borgin endurskoðar gönguleiðir yfir götur Borgaryfirvöld ætla að endurskoða þá stefnu sína að leggja helst ekki gangbrautir. Það verður gert í kjölfar harðrar gagnrýni á misvísandi merkingar við gönguleiðir yfir götur sem sett var fram í skýrslu sem verkfræðistofan Mannvit vann með styrk frá Vegagerð Íslands. 21. desember 2012 06:00 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Borgin endurskoðar gönguleiðir yfir götur Borgaryfirvöld ætla að endurskoða þá stefnu sína að leggja helst ekki gangbrautir. Það verður gert í kjölfar harðrar gagnrýni á misvísandi merkingar við gönguleiðir yfir götur sem sett var fram í skýrslu sem verkfræðistofan Mannvit vann með styrk frá Vegagerð Íslands. 21. desember 2012 06:00