Meistarabarátta um efsta sætið Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 19. desember 2012 06:00 Tiger Woods hefur hægt og bítandi blandað sér í baráttuna um efsta sæti heimslistans í golfi á ný eftir að hafa verið í sögulegri lægð á þeim lista. Einkalíf bandaríska kylfingsins var aðalfréttaefnið í lok nóvember árið 2009 en á þeim tíma var Woods í sérflokki sem kylfingur og hafði einokað efsta sæti heimslistans í mörg misseri. Þann 7. október árið 2010 náði Lee Westwood frá Englandi að velta Woods úr sessi í efsta sæti heimslistans og í kjölfarið hrapaði Woods niður listann. Hann fór neðst í 58. sætið í lok október 2011. Frá þeim tíma hefur Woods unnið sig hægt og rólega upp heimslistann að nýju og er hann í 3. sæti þessa stundina. Rory McIlroy er í efsta sæti heimslistans þessa stundina en hann náði að komast upp fyrir Tiger Woods í fyrsta sinn á heimslistanum þann 1. maí á síðasta ári. Hinn 23 ára gamli Norður-Íri náði efsta sæti heimslistans í fyrsta sinn á ferlinum þann 1. maí á þessu ári og hefur hann verið óslitið í efsta sætinu frá því í lok ágúst. McIlroy fær mikla samkeppni um efsta sætið á næsta ári og Woods náði að komast upp fyrir hann í lok júlí þegar Woods náði öðru sæti og McIlroy var í því þriðja. Rory McIlroy var valinn kylfingur ársins á PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum en hann endaði í efsta sæti peningalistans á tveimur stærstu atvinnumótaröðum veraldar, PGA-mótaröðinni og Evrópumótaröðinni. McIlroy hefur samtals verið í 28 vikur í efsta sæti heimslistans. Hann á þó langt í land með að jafna árangur Woods á því sviði, en hann hefur samtals verið í 623 vikur efstur. Greg Norman frá Ástralíu var í 331 viku í efsta sæti en heimslistinn var settur á laggirnar fyrir 24 árum. Golf Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods hefur hægt og bítandi blandað sér í baráttuna um efsta sæti heimslistans í golfi á ný eftir að hafa verið í sögulegri lægð á þeim lista. Einkalíf bandaríska kylfingsins var aðalfréttaefnið í lok nóvember árið 2009 en á þeim tíma var Woods í sérflokki sem kylfingur og hafði einokað efsta sæti heimslistans í mörg misseri. Þann 7. október árið 2010 náði Lee Westwood frá Englandi að velta Woods úr sessi í efsta sæti heimslistans og í kjölfarið hrapaði Woods niður listann. Hann fór neðst í 58. sætið í lok október 2011. Frá þeim tíma hefur Woods unnið sig hægt og rólega upp heimslistann að nýju og er hann í 3. sæti þessa stundina. Rory McIlroy er í efsta sæti heimslistans þessa stundina en hann náði að komast upp fyrir Tiger Woods í fyrsta sinn á heimslistanum þann 1. maí á síðasta ári. Hinn 23 ára gamli Norður-Íri náði efsta sæti heimslistans í fyrsta sinn á ferlinum þann 1. maí á þessu ári og hefur hann verið óslitið í efsta sætinu frá því í lok ágúst. McIlroy fær mikla samkeppni um efsta sætið á næsta ári og Woods náði að komast upp fyrir hann í lok júlí þegar Woods náði öðru sæti og McIlroy var í því þriðja. Rory McIlroy var valinn kylfingur ársins á PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum en hann endaði í efsta sæti peningalistans á tveimur stærstu atvinnumótaröðum veraldar, PGA-mótaröðinni og Evrópumótaröðinni. McIlroy hefur samtals verið í 28 vikur í efsta sæti heimslistans. Hann á þó langt í land með að jafna árangur Woods á því sviði, en hann hefur samtals verið í 623 vikur efstur. Greg Norman frá Ástralíu var í 331 viku í efsta sæti en heimslistinn var settur á laggirnar fyrir 24 árum.
Golf Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira