Sorgarsaga Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 19. desember 2012 06:00 Íslenskt skólakerfi má á margan hátt bæta. Það fag sem ég vil hér ræða er mér hugleikið eftir þriggja ára veru mína í Óslóarborg þar sem ég nem hin ýmsu fræði, en læri þó fremur öðru um mannlífið. Þetta fag er sagnfræðin. Sem barn á skólabekk upplifði ég sagnfræðina sem hræðilegt fag. Það tengdi saman tvo þætti sem ollu mér hugarangri: Utanbókarlærdóm og ártöl. Mér tókst þó að krafsa mig í gegnum þetta, tilneydd, lærði setningar eins og „X gerði Y árið Z" utan að og fékk góðar einkunnir á prófum sem oft samanstóðu af því að eiga að tengja saman atburði við ártöl, eins konar krossapróf. Eftir að allri sagnfræðikennslu var lokið hélt ég loks að ég væri laus við þann hausverk sem hún stæði fyrir þar sem ég vissi að ég myndi aldrei að eilífu láta mér detta í hug að halda áfram að romsa upp þvílíkum setningum þegar ég kæmi upp í háskólann. En þó slapp ég ekki jafn auðveldlega og ég vonaði. Ég flutti til Noregs og hóf heimspekinám við Háskólann í Ósló, og eftir nokkurra mánaða nám fór ég í námsferð til Rússlands ásamt samnemum mínum og vinum. Eitt kvöldið fór ég ásamt góðum hópi á búllu þar sem við bæði snæddum og drukkum. Á einhverju augnablikinu þótti okkur góð hugmynd að fara í leik sem snýst um það að allir fá límdan miða á bakið sem á stendur nafn á þekktri persónu, og svo spyrja allir spurninga sem hinir leikmennirnir mega aðeins svara með annaðhvort „já" eða „nei", þangað til allir hafa fundið út „hverjir þeir eru". Einfalt, hugsaði ég sem hafði tekið þátt í þessum leik áður og fundið út að ég var Tolli Morthens, og ákvað að vera með. Full af gremju En nei. Þetta var ekki einfalt. Sama hversu margra spurninga ég spurði, þá tókst mér ekki að leysa ráðgátuna. Að lokum voru allir löngu búnir að finna sig, hvort sem þeir voru heimspekingar fortíðarinnar eða pólítíkusar nútímans. Pass, sagði ég að lokum, full af gremju og fékk að vita að nafnið var Genghis Khan um leið og einn þáttakandinn sagði fullum hrokafullum hálsi að það væri augljóst að við værum með ofsalega ólíkan bakgrunn. Og það var rétt hjá honum, í það minnsta hvað varðar sagnfræðikennslu. Sagnfræði snýst um allt annað en ártöl og utanbókarlærdóm, hún snýst um skilning, skilning á orsakasamböndum. Í stað þess að hamra á því að læra hvenær eitthvað gerðist ættum við, eins og frændur okkar virðast gera, að læra um af hverju þetta gerðist. Við getum slegið upp staðreyndum á Wikipedia, en til að öðlast skilning þarf umræðu og vinnu og einmitt þess vegna göngum við í skóla. Þetta ætti í það minnsta að vera ástæðan. Norskur vinur minn er sagnfræðikennari og nefnir oft krefjandi ritgerðir sem nemendurnir eiga að skrifa sem snúast um að tengja hugsun við atburði. Hvaða hugsun leiddi til þessa atburðar? Hvaða atburðir og manneskjur tengjast þessum atburði, á hvaða hátt og hvaða áhrif hafði það? Orsakasambönd er lykilatriði. Við þurfum að geta tengt tíðarandann við það sem gerist og þá skiljum við meira af okkur sjálfum, hvaðan við komum og mögulega hvert við erum að fara. Misskilningur Á einu söguprófinu í barnaskóla gekk mér sérstaklega vel. Á því prófi átti ég að skrifa stutta ritgerð um landnám Ingólfs Arnarsonar. Fyrir tilviljun hafði ég notað drjúgan tíma dagana áður í tölvuleik með vinkonu minni, sem hún hafði fengið að gjöf og snerist um að hjálpa Ingólfi að nema land. Þar gat ég séð að nöfnin í sögubókinni voru meira en bara nöfn, þau stóðu fyrir manneskjur og þeirra gjörðir. Þar með skildi ég meira af sögunni og gekk vel á prófinu, enda þurfti ég ekki að reyna að muna þetta utan að sem stóð mér svo nærri. Í sumar ræddi ég þennan galla á sagnfræðikennslunni á Íslandi við vinkonu mína sem á móður sem kennir sagnfræði við HÍ. Hún sagði að í gegnum uppvöxt sinn hefðu foreldrar hennar sagt henni að einbeita sér að því skilja af hverju þetta gerðist í stað þess að læra ártöl utanbókar og að móðir hennar hefði heldur aldrei átt gott með að muna ártöl. Móðir hennar, háskólakennarinn, átti ekki gott með að muna ártöl! Og ég sem hef haldið frá blautu barnsbeini að ártöl væru kjarni sagnfræðinnar! Hvílíkur misskilningur. Þurfum við virkilega að eiga háskólakennara í sögu sem foreldra til þess að þessi misskilningur sé leiðréttur? Ég hef þó loks öðlast skilning á því að sagnfræði er meira en bara fag í skóla, hún skiptir lífið máli. Og svo sit ég eftir, eftir áralangt nám í sögu í gegnum barnaskóla, gagnfræðaskóla og menntaskóla, og man ekki eftir því að hafa nokkurn tíma lært um Genghis Khan. Sennilega af því að ég lærði hann eins og ljóð, en ljóðin gleymast. Ekki bara Khan, heldur það sem verra er, svo ótalmargt annað sem útskýrir fyrir mér af hverju heimurinn er eins og hann er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðanir Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt skólakerfi má á margan hátt bæta. Það fag sem ég vil hér ræða er mér hugleikið eftir þriggja ára veru mína í Óslóarborg þar sem ég nem hin ýmsu fræði, en læri þó fremur öðru um mannlífið. Þetta fag er sagnfræðin. Sem barn á skólabekk upplifði ég sagnfræðina sem hræðilegt fag. Það tengdi saman tvo þætti sem ollu mér hugarangri: Utanbókarlærdóm og ártöl. Mér tókst þó að krafsa mig í gegnum þetta, tilneydd, lærði setningar eins og „X gerði Y árið Z" utan að og fékk góðar einkunnir á prófum sem oft samanstóðu af því að eiga að tengja saman atburði við ártöl, eins konar krossapróf. Eftir að allri sagnfræðikennslu var lokið hélt ég loks að ég væri laus við þann hausverk sem hún stæði fyrir þar sem ég vissi að ég myndi aldrei að eilífu láta mér detta í hug að halda áfram að romsa upp þvílíkum setningum þegar ég kæmi upp í háskólann. En þó slapp ég ekki jafn auðveldlega og ég vonaði. Ég flutti til Noregs og hóf heimspekinám við Háskólann í Ósló, og eftir nokkurra mánaða nám fór ég í námsferð til Rússlands ásamt samnemum mínum og vinum. Eitt kvöldið fór ég ásamt góðum hópi á búllu þar sem við bæði snæddum og drukkum. Á einhverju augnablikinu þótti okkur góð hugmynd að fara í leik sem snýst um það að allir fá límdan miða á bakið sem á stendur nafn á þekktri persónu, og svo spyrja allir spurninga sem hinir leikmennirnir mega aðeins svara með annaðhvort „já" eða „nei", þangað til allir hafa fundið út „hverjir þeir eru". Einfalt, hugsaði ég sem hafði tekið þátt í þessum leik áður og fundið út að ég var Tolli Morthens, og ákvað að vera með. Full af gremju En nei. Þetta var ekki einfalt. Sama hversu margra spurninga ég spurði, þá tókst mér ekki að leysa ráðgátuna. Að lokum voru allir löngu búnir að finna sig, hvort sem þeir voru heimspekingar fortíðarinnar eða pólítíkusar nútímans. Pass, sagði ég að lokum, full af gremju og fékk að vita að nafnið var Genghis Khan um leið og einn þáttakandinn sagði fullum hrokafullum hálsi að það væri augljóst að við værum með ofsalega ólíkan bakgrunn. Og það var rétt hjá honum, í það minnsta hvað varðar sagnfræðikennslu. Sagnfræði snýst um allt annað en ártöl og utanbókarlærdóm, hún snýst um skilning, skilning á orsakasamböndum. Í stað þess að hamra á því að læra hvenær eitthvað gerðist ættum við, eins og frændur okkar virðast gera, að læra um af hverju þetta gerðist. Við getum slegið upp staðreyndum á Wikipedia, en til að öðlast skilning þarf umræðu og vinnu og einmitt þess vegna göngum við í skóla. Þetta ætti í það minnsta að vera ástæðan. Norskur vinur minn er sagnfræðikennari og nefnir oft krefjandi ritgerðir sem nemendurnir eiga að skrifa sem snúast um að tengja hugsun við atburði. Hvaða hugsun leiddi til þessa atburðar? Hvaða atburðir og manneskjur tengjast þessum atburði, á hvaða hátt og hvaða áhrif hafði það? Orsakasambönd er lykilatriði. Við þurfum að geta tengt tíðarandann við það sem gerist og þá skiljum við meira af okkur sjálfum, hvaðan við komum og mögulega hvert við erum að fara. Misskilningur Á einu söguprófinu í barnaskóla gekk mér sérstaklega vel. Á því prófi átti ég að skrifa stutta ritgerð um landnám Ingólfs Arnarsonar. Fyrir tilviljun hafði ég notað drjúgan tíma dagana áður í tölvuleik með vinkonu minni, sem hún hafði fengið að gjöf og snerist um að hjálpa Ingólfi að nema land. Þar gat ég séð að nöfnin í sögubókinni voru meira en bara nöfn, þau stóðu fyrir manneskjur og þeirra gjörðir. Þar með skildi ég meira af sögunni og gekk vel á prófinu, enda þurfti ég ekki að reyna að muna þetta utan að sem stóð mér svo nærri. Í sumar ræddi ég þennan galla á sagnfræðikennslunni á Íslandi við vinkonu mína sem á móður sem kennir sagnfræði við HÍ. Hún sagði að í gegnum uppvöxt sinn hefðu foreldrar hennar sagt henni að einbeita sér að því skilja af hverju þetta gerðist í stað þess að læra ártöl utanbókar og að móðir hennar hefði heldur aldrei átt gott með að muna ártöl. Móðir hennar, háskólakennarinn, átti ekki gott með að muna ártöl! Og ég sem hef haldið frá blautu barnsbeini að ártöl væru kjarni sagnfræðinnar! Hvílíkur misskilningur. Þurfum við virkilega að eiga háskólakennara í sögu sem foreldra til þess að þessi misskilningur sé leiðréttur? Ég hef þó loks öðlast skilning á því að sagnfræði er meira en bara fag í skóla, hún skiptir lífið máli. Og svo sit ég eftir, eftir áralangt nám í sögu í gegnum barnaskóla, gagnfræðaskóla og menntaskóla, og man ekki eftir því að hafa nokkurn tíma lært um Genghis Khan. Sennilega af því að ég lærði hann eins og ljóð, en ljóðin gleymast. Ekki bara Khan, heldur það sem verra er, svo ótalmargt annað sem útskýrir fyrir mér af hverju heimurinn er eins og hann er.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun