Bestu Viðskipti ársins 28. desember 2012 07:00 Tilkynnt um söluna á deCode. „Þessi kaup sýna að það sem við vorum að byggja upp eru verðmæti sem Amgen keypti og borgaði hátt verð fyrir,“segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Bandaríska líftækni- og lyfjafyrirtækið Amgen keypti allt hlutafé í móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) fyrir 415 milljónir dala, um 52 milljarða króna, í desembermánuði. Til að setja þá upphæð í samhengi þá er hún töluvert hærri en markaðsvirði Eimskips (46,1 milljarðar króna) og Icelandair Group (41,2 milljarðar króna). Því er ÍE, sem stofnað var 1996, loks búið að tryggja tilverugrundvöll sinn til langs tíma. Að mati Kára staðfesta kaupin að viðskiptamódel fyrirtækisins gengur upp. „Það sýnir að það er hægt að búa til verðmæti sem liggja eingöngu í hugverkum, þó það sé sjaldgæft hér á landi. Það sem þeir voru að kaupa í Íslenskri erfðagreiningu er geta okkar til að gera uppgötvanir.“ Decode, fyrrum móðurfélag ÍE, var tekið til skiptameðferðar síðla árs 2009. Samhliða var ÍE selt til Saga Investments, fjárfestingafélags í eigu Polaris Venture Partners og Arch Venture Partners. Auk þess átti Kári sjálfur og á annan tug annarra einstaklinga lítinn hlut í félaginu. Hann segir það ekki hafa verið stefnuna á þeim tíma að selja ÍE aftur nokkrum árum síðar. „Menn sáu það ekki endilega fyrir. Það var miklu meira horft á þann möguleika að búa til greiningartæki og það var viðskiptamódelið sem við vorum að vinna eftir. En á síðustu tveimur til þremur árum hefur lyfjaiðnaðurinn sýnt meiri og meiri áhuga á erfðafræði. Það virðist vera að hann standi í þeirri trú að þegar kemur að vali á lyfjamörkum þá bjóði erfðafræðin upp á fleiri möguleika en aðrar aðferðir. Við erum með atkvæðamestu starfsemi í mannerfðafræði í heiminum í dag. Það getur enginn keppt við okkur og því ekki óeðlilegt að það hafi skapast áhugi á að kaupa fyrirtækið. Það sem Amgen er að kaupa eru raunveruleg verðmæti af þeim gæðum að þau leiða heiminn.“ Kári segir kaupin hafa átt sér mjög stuttan aðdraganda. „Þetta tók um mánuð. Venjulega taka svona viðskipti níu til tólf mánuði, en þetta var líka vinna nótt og dag. Það var feikimikill hamagangur.“ Á meðan verið var að ganga frá viðskiptunum greindi Viðskiptablaðið frá því að eiginfjárstaða ÍE væri neikvæð og að fyrirtækið ætti rekstrarfé fram á fyrsta ársfjórðung 2013. Í umfjöllun blaðsins kom fram að haft hefði verið samband við Kára en hann ekki viljað tjá sig á þeim tímapunkti. Kári segir það aldrei hafa verið neina spurningu um að rekstrarféð yrði uppurið. „Ég benti þeim á þegar þeir höfðu samband að ég gæti talað við blaðið 10. desember. Ef þarna hefði verð fagmaður að verki þá hefði hann vitað að ástæða þess að ég gæti ekki talað við hann væri sú að við vorum í þessu þagnartímabili sem er alltaf til staðar þegar svona viðskipti eiga sér stað. Þegar það var síðan búið að greina frá viðskiptunum þá hélt sami blaðamaður áfram að skrifa um að við hefðum verið komnir að fótum fram og lýsir sölunni eins og einhvers konar nauðungarsölu. Mér fannst það spaugilegt. Við vorum alls ekki komnir að fótum fram. Fyrirtæki eins og Íslensk erfðagreining, sem er að byggja upp verðmæti í hugverkum, er ekki með mikið tekjustreymi árum saman til að byrja með. Það sem skiptir máli er styrkur þeirra bakhjarla sem þú hefur. Við vorum með geysisterka fjárhagslega bakhjarla sem voru reiðubúnir að styðja við bakið á okkur miklu lengur ef með þurfti.“ Við kaupin verður ÍE eining innan stórrar samstæðu. Spurður hvort það skipti þá ekki máli hvort ÍE skili hagnaði eftir kaupin svarar Kári því játandi. „Einingin verður ekki notuð sem slík. Okkar hlutverk verður að halda áfram að gera uppgötvanir í erfðafræði sem nýtast annars staðar innan Amgen til tekjuöflunar. Þeir sjá því arðsemismöguleika í því að hafa getuna til að gera þessar uppgötvanir sem við erum að gera og taka síðan það sem út úr þeim kemur inn í sína lyfjagerð og búa til verðmæti. Fyrir það borga þeir þessa háu fjárhæð. Við erum orðin nokkurs konar verndaður vinnustaður og verðum með miklu meira fé en áður til að fjárfesta í tilraunum til að varpa ljósi á algengustu sjúkdóma mannsins. Við fáum að líta á erfðamengi mannsins til að reyna að skilja af hverju hann verður til, hvað hann gerir og reyna að skilja hvaða örlög bíða hans. Það eru forréttindi.“ Kári segir örlög ÍE, að vera keypt af stóru lyfjafyrirtæki, mjög algeng örlög líftæknifyrirtækja. „Það tekur svona fyrirtæki að meðaltali um 15-20 ár að skila hagnaði. Endanlegt markmið er alltaf að búa til lyf eða greiningartæki og þá er hægt að hafa tekjur af þessu. Feykilega fá líftæknifyrirtæki ná að verða lyfjafyrirtæki og mjög stór hundraðshluti þeirra er keyptur á einhverjum tíma. Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt. Það er fyrst og fremst fjármögnunarvandi sem blasir við þessum fyrirtækjum. Að mörgu leyti hefur líftækniiðnaðurinn þjónað því hlutverki að undirbúa verkefni fyrir stóru lyfjafyrirtækin. Þau hafa mjög gjarnan keypt verkefni af þessum litlu fyrirtækjum eða keypt bara fyrirtækin sjálf. Okkar örlög eru því að mörgu leyti meðalörlög svona fyrirtækja.“ Kaup Amgen tryggja starfsemi ÍE að minnsta kosti um nokkurra ára skeið. Að sögn Kára auka kaupin einnig möguleika á að auka umfang starfseminnar sem nú er innt af hendi og býður upp á að ráðast í ný verkefni. „Amgen væri ekki að kaupa fyrirtækið á 52 milljarða króna til að loka því. Starfsemin er því tryggð að minnsta kosti um fimm ára skeið. Mér finnst þetta spennandi staða til að vera í. Ég er fyrst og fremst vísindamaður og hef lengi beðið eftir því að fá að einbeita mér að því starfi í stað þess að róa til að halda þessu á floti. Hinar jákvæðu fréttirnar við þessi kaup eru þær að það kemur inn til landsins mjög stór aðili og er reiðubúinn til að fjárfesta í vinnu af þessari gerð. Það bendir til þess að það eru ekki allir hræddir við að fjárfesta hér. Þetta er fyrsta stóra fjárfestingin inn í Ísland frá hruni. Það vekur alltaf þá möguleika á að það megi finna fleiri af þessari gerð.“Bestu kaupin 1. Kaup Amgen á Decode Kaup bandaríska líftækni- og lyfjafyrirtækisins Amgen á öllu hlutafé móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar fyrir 415 milljónir dala, um 52 milljarða króna, sem tilkynnt var um fyrr í desembermánuði. Rökstuðningur:"Kaup Amgen á Decode eru mikil viðurkenning á því vísindastarfi sem unnið hefur verið hjá fyrirtækinu síðastliðin 15 ár. Þó ekkert sé í hendi þá stórauka þau líka líkurnar á því að starfsemi Decode ekki bara haldi áfram, heldur jafnvel eflist á Íslandi, en staða fyrirtækisins hefur jú verið tvísýn í allmörg ár. Loks sýna þessi viðskipti hvernig þrautseigja frumkvöðuls í gegnum súrt og sætt geta á endanum borið ríkulegan ávöxt, en er sjaldnast sigling á lygnum sjó – svo ekki sé nú tekið dýpra í árinni!" „Stór og mikill díll og rennir stoðum undir þá kenningu að fyrirtækið og stofnandi þess hafi níu líf.“ „Virðist hafa skilað fyrri eigendum miklum hagnaði.“ 2.-3. Kaup Icelandair á nýjum þotum Icelandair Group undirritaði viljayfirlýsingu snemma í desember um að bæta tólf flugvélum frá Boeing við flugflota sinn. Listaverð vélanna er 1,2 milljarðar dala, um 150 milljarðar króna, en Icelandair fékk einhvern afslátt af því. Kaupverðið hefur hins vegar ekki verið gefið upp. Samkvæmt samkomulaginu hefur Icelandair Group kauprétt á um tylft véla til viðbótar. Fyrstu vélarnar verða afhentar á fyrri hluta ársins 2018. 2.-3. Kaup Watson Pharmaceuticals á Actavis Group Tilkynnt var um kaup bandaríska lyfjafyrirtækisins Watson á Actavis í apríl. Kaupverðið var samtals 4,25 milljarðar evra, rúmlega 700 milljarðar króna. Langstærsti upphæðarinnar fór í að endurgreiða lán. Deutsche Bank, stærsti lánardrottinn Actavis, fékk bróðurhluta þeirrar endurgreiðslu en þrotabú Landsbankans, þrotabú Glitnis og Straumur áttu einnig verulegra hagsmuna að gæta. Tugir milljarða runnu til þessara íslensku aðila við söluna. Í samningnum fólst einnig að Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, eignaðist hlut í sameinuðu félagi við sameininguna. Eftir hana varð sameinað félag þriðja stærsta samheitafyrirtæki í heimi. Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
„Þessi kaup sýna að það sem við vorum að byggja upp eru verðmæti sem Amgen keypti og borgaði hátt verð fyrir,“segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Bandaríska líftækni- og lyfjafyrirtækið Amgen keypti allt hlutafé í móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) fyrir 415 milljónir dala, um 52 milljarða króna, í desembermánuði. Til að setja þá upphæð í samhengi þá er hún töluvert hærri en markaðsvirði Eimskips (46,1 milljarðar króna) og Icelandair Group (41,2 milljarðar króna). Því er ÍE, sem stofnað var 1996, loks búið að tryggja tilverugrundvöll sinn til langs tíma. Að mati Kára staðfesta kaupin að viðskiptamódel fyrirtækisins gengur upp. „Það sýnir að það er hægt að búa til verðmæti sem liggja eingöngu í hugverkum, þó það sé sjaldgæft hér á landi. Það sem þeir voru að kaupa í Íslenskri erfðagreiningu er geta okkar til að gera uppgötvanir.“ Decode, fyrrum móðurfélag ÍE, var tekið til skiptameðferðar síðla árs 2009. Samhliða var ÍE selt til Saga Investments, fjárfestingafélags í eigu Polaris Venture Partners og Arch Venture Partners. Auk þess átti Kári sjálfur og á annan tug annarra einstaklinga lítinn hlut í félaginu. Hann segir það ekki hafa verið stefnuna á þeim tíma að selja ÍE aftur nokkrum árum síðar. „Menn sáu það ekki endilega fyrir. Það var miklu meira horft á þann möguleika að búa til greiningartæki og það var viðskiptamódelið sem við vorum að vinna eftir. En á síðustu tveimur til þremur árum hefur lyfjaiðnaðurinn sýnt meiri og meiri áhuga á erfðafræði. Það virðist vera að hann standi í þeirri trú að þegar kemur að vali á lyfjamörkum þá bjóði erfðafræðin upp á fleiri möguleika en aðrar aðferðir. Við erum með atkvæðamestu starfsemi í mannerfðafræði í heiminum í dag. Það getur enginn keppt við okkur og því ekki óeðlilegt að það hafi skapast áhugi á að kaupa fyrirtækið. Það sem Amgen er að kaupa eru raunveruleg verðmæti af þeim gæðum að þau leiða heiminn.“ Kári segir kaupin hafa átt sér mjög stuttan aðdraganda. „Þetta tók um mánuð. Venjulega taka svona viðskipti níu til tólf mánuði, en þetta var líka vinna nótt og dag. Það var feikimikill hamagangur.“ Á meðan verið var að ganga frá viðskiptunum greindi Viðskiptablaðið frá því að eiginfjárstaða ÍE væri neikvæð og að fyrirtækið ætti rekstrarfé fram á fyrsta ársfjórðung 2013. Í umfjöllun blaðsins kom fram að haft hefði verið samband við Kára en hann ekki viljað tjá sig á þeim tímapunkti. Kári segir það aldrei hafa verið neina spurningu um að rekstrarféð yrði uppurið. „Ég benti þeim á þegar þeir höfðu samband að ég gæti talað við blaðið 10. desember. Ef þarna hefði verð fagmaður að verki þá hefði hann vitað að ástæða þess að ég gæti ekki talað við hann væri sú að við vorum í þessu þagnartímabili sem er alltaf til staðar þegar svona viðskipti eiga sér stað. Þegar það var síðan búið að greina frá viðskiptunum þá hélt sami blaðamaður áfram að skrifa um að við hefðum verið komnir að fótum fram og lýsir sölunni eins og einhvers konar nauðungarsölu. Mér fannst það spaugilegt. Við vorum alls ekki komnir að fótum fram. Fyrirtæki eins og Íslensk erfðagreining, sem er að byggja upp verðmæti í hugverkum, er ekki með mikið tekjustreymi árum saman til að byrja með. Það sem skiptir máli er styrkur þeirra bakhjarla sem þú hefur. Við vorum með geysisterka fjárhagslega bakhjarla sem voru reiðubúnir að styðja við bakið á okkur miklu lengur ef með þurfti.“ Við kaupin verður ÍE eining innan stórrar samstæðu. Spurður hvort það skipti þá ekki máli hvort ÍE skili hagnaði eftir kaupin svarar Kári því játandi. „Einingin verður ekki notuð sem slík. Okkar hlutverk verður að halda áfram að gera uppgötvanir í erfðafræði sem nýtast annars staðar innan Amgen til tekjuöflunar. Þeir sjá því arðsemismöguleika í því að hafa getuna til að gera þessar uppgötvanir sem við erum að gera og taka síðan það sem út úr þeim kemur inn í sína lyfjagerð og búa til verðmæti. Fyrir það borga þeir þessa háu fjárhæð. Við erum orðin nokkurs konar verndaður vinnustaður og verðum með miklu meira fé en áður til að fjárfesta í tilraunum til að varpa ljósi á algengustu sjúkdóma mannsins. Við fáum að líta á erfðamengi mannsins til að reyna að skilja af hverju hann verður til, hvað hann gerir og reyna að skilja hvaða örlög bíða hans. Það eru forréttindi.“ Kári segir örlög ÍE, að vera keypt af stóru lyfjafyrirtæki, mjög algeng örlög líftæknifyrirtækja. „Það tekur svona fyrirtæki að meðaltali um 15-20 ár að skila hagnaði. Endanlegt markmið er alltaf að búa til lyf eða greiningartæki og þá er hægt að hafa tekjur af þessu. Feykilega fá líftæknifyrirtæki ná að verða lyfjafyrirtæki og mjög stór hundraðshluti þeirra er keyptur á einhverjum tíma. Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt. Það er fyrst og fremst fjármögnunarvandi sem blasir við þessum fyrirtækjum. Að mörgu leyti hefur líftækniiðnaðurinn þjónað því hlutverki að undirbúa verkefni fyrir stóru lyfjafyrirtækin. Þau hafa mjög gjarnan keypt verkefni af þessum litlu fyrirtækjum eða keypt bara fyrirtækin sjálf. Okkar örlög eru því að mörgu leyti meðalörlög svona fyrirtækja.“ Kaup Amgen tryggja starfsemi ÍE að minnsta kosti um nokkurra ára skeið. Að sögn Kára auka kaupin einnig möguleika á að auka umfang starfseminnar sem nú er innt af hendi og býður upp á að ráðast í ný verkefni. „Amgen væri ekki að kaupa fyrirtækið á 52 milljarða króna til að loka því. Starfsemin er því tryggð að minnsta kosti um fimm ára skeið. Mér finnst þetta spennandi staða til að vera í. Ég er fyrst og fremst vísindamaður og hef lengi beðið eftir því að fá að einbeita mér að því starfi í stað þess að róa til að halda þessu á floti. Hinar jákvæðu fréttirnar við þessi kaup eru þær að það kemur inn til landsins mjög stór aðili og er reiðubúinn til að fjárfesta í vinnu af þessari gerð. Það bendir til þess að það eru ekki allir hræddir við að fjárfesta hér. Þetta er fyrsta stóra fjárfestingin inn í Ísland frá hruni. Það vekur alltaf þá möguleika á að það megi finna fleiri af þessari gerð.“Bestu kaupin 1. Kaup Amgen á Decode Kaup bandaríska líftækni- og lyfjafyrirtækisins Amgen á öllu hlutafé móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar fyrir 415 milljónir dala, um 52 milljarða króna, sem tilkynnt var um fyrr í desembermánuði. Rökstuðningur:"Kaup Amgen á Decode eru mikil viðurkenning á því vísindastarfi sem unnið hefur verið hjá fyrirtækinu síðastliðin 15 ár. Þó ekkert sé í hendi þá stórauka þau líka líkurnar á því að starfsemi Decode ekki bara haldi áfram, heldur jafnvel eflist á Íslandi, en staða fyrirtækisins hefur jú verið tvísýn í allmörg ár. Loks sýna þessi viðskipti hvernig þrautseigja frumkvöðuls í gegnum súrt og sætt geta á endanum borið ríkulegan ávöxt, en er sjaldnast sigling á lygnum sjó – svo ekki sé nú tekið dýpra í árinni!" „Stór og mikill díll og rennir stoðum undir þá kenningu að fyrirtækið og stofnandi þess hafi níu líf.“ „Virðist hafa skilað fyrri eigendum miklum hagnaði.“ 2.-3. Kaup Icelandair á nýjum þotum Icelandair Group undirritaði viljayfirlýsingu snemma í desember um að bæta tólf flugvélum frá Boeing við flugflota sinn. Listaverð vélanna er 1,2 milljarðar dala, um 150 milljarðar króna, en Icelandair fékk einhvern afslátt af því. Kaupverðið hefur hins vegar ekki verið gefið upp. Samkvæmt samkomulaginu hefur Icelandair Group kauprétt á um tylft véla til viðbótar. Fyrstu vélarnar verða afhentar á fyrri hluta ársins 2018. 2.-3. Kaup Watson Pharmaceuticals á Actavis Group Tilkynnt var um kaup bandaríska lyfjafyrirtækisins Watson á Actavis í apríl. Kaupverðið var samtals 4,25 milljarðar evra, rúmlega 700 milljarðar króna. Langstærsti upphæðarinnar fór í að endurgreiða lán. Deutsche Bank, stærsti lánardrottinn Actavis, fékk bróðurhluta þeirrar endurgreiðslu en þrotabú Landsbankans, þrotabú Glitnis og Straumur áttu einnig verulegra hagsmuna að gæta. Tugir milljarða runnu til þessara íslensku aðila við söluna. Í samningnum fólst einnig að Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, eignaðist hlut í sameinuðu félagi við sameininguna. Eftir hana varð sameinað félag þriðja stærsta samheitafyrirtæki í heimi.
Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira