Kvikmyndaárið mikla 2012 gert upp Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 28. desember 2012 12:00 Leifur B. Dagfinnsson stofnaði True North árið 2003 ásamt þáverandi samstarfsfólki sínu hjá Saga film. Fyrirtækið hefur síðan þjónustað flest erlend kvikmyndaverkefni sem komið hafa til Íslands en þar að auki framleiðir fyrirtækið auglýsingar og sér um viðburði. Fréttablaðið/GVA Ársins 2012 verður sennilega minnst sem ársins þegar Ísland var einn helsti viðkomustaður kvikmyndagerðarmanna frá Hollywood. Á árinu voru fjórar stórar kvikmyndir teknar upp að hluta á Íslandi: Oblivion með stórstjörnunni Tom Cruise, Noah með Russell Crowe í titilhlutverkinu, ofurhetjumyndin Thor 2 og loks kvikmynd Bens Stiller, The Secret Life of Walter Mitty. Það var íslenska kvikmyndagerðarfyrirtækið True North sem þjónustaði framleiðendur myndanna fjögurra hér á landi en segja má að True North hafi verið viðriðið öll stór erlend kvikmyndaverkefni á Íslandi í seinni tíð. "Árið 1984 var upphafsatriði James Bond myndarinnar A View to a Kill tekið upp hérna en síðan gerðist í raun ekkert þangað til að Tomb Raider kom árið 2000 og í kjölfarið kom Die Another Day. Ég vann við þau verkefni hjá Saga film ásamt meðal annars Helgu Margréti Reykdal og Árna Páli Hanssyni. Það kallaði á okkur að gera hlutina eftir eigin höfði og úr varð True North,“ segir Leifur um stofnun True North. Fyrstu verkefni nýja fyrirtækisins voru við framleiðslu Latabæjarþáttanna og við gerð kvikmyndar Baltasars Kormáks, A Little Trip to Heaven. Næsta verkefni kom hins vegar úr óvæntri átt og er enn hið stærsta sem lagst hefur verið í á Íslandi; kvikmynd Clint Eastwood Flags of Our Fathers. "Við vorum með þúsund manns á tökustað að taka upp umfangsmiklar orrustusenur með skriðdrekum og alls konar tækjum. Það má segja að þetta hafi verið eina nútíma orrustan sem hefur farið fram á Íslandi,“ segir Leifur og heldur áfram: "Þetta verkefni breytti algjörlega sýn manns á bransann. Þau vinnubrögð sem við kynntumst hjá Eastwood og hans teymi eru þau vinnubrögð sem við höfum síðan reynt að viðhafa. Enda nýtur maðurinn ómældrar virðingar í geiranum. Við vorum annars heppin að fá þessa mynd. Krónan var sterk árið 2005 og Eastwood kvartaði sáran undan kostnaði. Hins vegar var þetta eiginlega eini staðurinn þar sem hægt var að taka upp það sem hann vildi. Þeir höfðu fundið eina aðra strönd á Havaí en svo mátti ekki taka þar upp vegna sjaldgæfra skjaldbaka sem verpa þar eggjum.“ Í kjölfar Flags of Our Fathers komu þrjár erlendar kvikmyndir til Íslands; Hostel 2, Stardust og Journey to the Center of the Earth. Leifur segir að verkefnin hafi komið til Íslands af ástæðum sem voru sérstakar fyrir hverja mynd og bendir á að gengi krónunnar hafi gert það að verkum að dýrt var að koma til Íslands á þessum tíma. Það breyttist hins vegar snögglega í kjölfar bankahrunsins sem Leifur segir að sé ein helst skýring vinsælda Íslands sem tökustaðar undanfarið. Frekari sóknarfæri til"Hrun krónunnar hafði mikið að segja. Strax og við áttuðum okkur á því hvað var að gerast sendum við kort til helstu tengiliða þar sem við vorum búin að stækka Ísland. Skilaboðin voru þau að nú fengist tvöfalt meira fyrir peninginn. Annað sem skiptir miklu er endurgreiðsluprósentan en frá 2001 hafa erlend fyrirtæki átt rétt á endurgreiðslu á 14% af framleiðslukostnaði kvikmynda. Þau lög eru algjört lykilatriði þar sem án þeirra væri Ísland ekki samkeppnishæft. Fjórtán prósenta endurgreiðsla er hins vegar ekkert sérlega há og þess vegna beittum við okkur fyrir því í kjölfar hrunsins að þetta hlutfall yrði hækkað þar sem ljóst var að gengishrunið hafði gert Ísland að alvöru valkosti. Við töldum að 20% endurgreiðsla myndi fá meiri athygli og skila sér í fleiri verkefnum. Og herferðin heppnaðist því hlutfallið var hækkað í 20% árið 2009 en ég held að síðasta eitt og hálft ár hafi sannað að það hafi verið rétt ákvörðun,“ segir Leifur og heldur áfram: "Þetta eru sennilega helstu ástæðurnar en þær eru svo sem fleiri. Okkur hefur til dæmis tekist að marka Íslandi stöðu sem tökustað sem auðvelt er að selja sem aðra plánetu en það byggir auðvitað á okkar mögnuðu náttúru. Þá hafði gosið í Eyjafjallajökli nokkuð að segja en það kom Íslandi á allra varir.“ Spurður hvaða styrkleika Ísland hafi sem tökustaður, svarar Leifur: "Okkar helstu styrkleikar eru náttúran, innviðir landsins og þekking starfsfólksins. Þá njótum við góðs af því að vera stutt frá London þaðan sem margar stórar myndir eru keyrðar. Þetta hjálpar allt saman og sömuleiðis það að núna erum við komin með orðspor fyrir fagmennsku. Duncan Henderson, sem er aðalframleiðandi Oblivion og stjórnaði á sínum tíma stóru myndveri, sagði þannig við okkur í sumar að ef einhver myndi spyrja sig hvernig það væri að taka upp kvikmynd á Íslandi myndi hann svara: "It?s easy!“. Það er mesta hrós sem maður getur fengið í þessum bransa.“ Leifur leggur þó áherslu á að Ísland hafi einnig veikleika sem tökustaður. Þannig bendir hann á að flutningskostnaður sé hár ekki síst vegna hás bensínverðs og þess hve dýrt sé að leigja bíla og trukka. "Þetta er okkar Akkilesarhæll vegna þess að flutningur á tækjum og starfsfólki er stór kostnaðarliður í kvikmyndagerð. Þetta hefur líka versnað með skattahækkunum en mér finnst stórskrýtið að hækka skatta og gjöld á bíla og bensín í ljósi þess að Ísland er eyland með einhverja strjálbýlustu byggð í heimi.“ Leifur segir að þrátt fyrir vinsældir Íslands sem tökustaðar undanfarið séu enn sóknarfæri til staðar. "Ég held að Nýja-Sjáland ætti að vera okkur fyrirmynd í þessum efnum. Þar sjáum við stjórnvöld leggja mikið á sig til að fá kvikmyndaverkefni til sín, svo sem Hobbitann, með það fyrir augum að byggja síðan upp ferðaþjónustu í kringum myndirnar. Við getum gert það sama hér en sem dæmi má nefna að hjá Jökulsárlóni verður fólk enn þá vart við ferðamenn sem eru að koma þangað af þeirri einu ástæðu að það var í Die Another Day. Ég held að ef við myndum hækka endurgreiðsluna upp í eins og 25% og efla markaðssetningu landsins þá myndi áhuginn á Íslandi aftur tvöfaldast. Þá værum við líka orðin samkeppnishæf um innitökur að því gefnu að einhver væri tilbúinn til að fjárfesta í myndveri hér. Þá væri líka hægt að taka upp allt árið. Ég tel það fullkomlega raunhæft til framtíðar. Fyrst það er hægt að reka myndver á Nýja-Sjálandi ætti það að vera hægt hér. Vinnuaflið og þekkingin er til staðar, tækin og tólin eru að mestu til staðar og það sem vantar upp á má auðveldlega flytja inn. Þar fyrir utan má nefna að nú þegar við höfum eignast leikstjóra í Baltasar Kormáki sem er orðinn nafn í Hollywood getur hann beitt sér fyrir því að myndir komi hingað,“ segir Leifur. Tvær myndir enn á leiðinniAð lokum segir Leifur að síminn sé sem betur fer ekki þagnaður eftir annríkið undanfarið. "Það eru tvö mjög spennandi verkefni sem er útlit fyrir að komi til Íslands. Annað er raunar risaverkefni, vísindaskáldsaga sem heimsfrægur og virtur leikstjóri ætlar að gera. Hitt verkefnið er minna en það er þess eðlis að það mun vekja mikla athygli á Íslandi. Í báðum tilfellum hafa framleiðendurnir komið að skoða tökustaði og nú er verið að ganga úr skugga um hvort þetta gengur ekki alveg örugglega. Það er svona næstum frágengið að minna verkefnið komi, þótt ekkert sé öruggt í þessum bransa, en stærra verkefnið er komið aðeins skemmra á veg en er í jákvæðri vinnslu. Síðan er búið að hafa samband við okkur vegna tveggja annarra verkefna en það er óvíst hvort þau yrðu á næsta ári. Þannig að þessi bylgja virðist ekki alveg búin.“ Tengdar fréttir Mest lesnu skoðanir ársins 2012 Mest lesnu skoðanir sem birst hafa á Vísi á árinu 2012 eru af ýmsum toga, enda pistlahöfundar fjölmargir. Pennahöfundar hafa lýst skoðunum sínum, tilfinningum og aðstæðum. Mest lesna greinin var eftir Önnu Sigríði Ólafsdóttur sem skrifaði grein í minningu móður sinnar, en móðir hennar svipti sig lífi. Næst mest lesna greinin var grein eftir Tinnu Steinsdóttur, blaðamann á Fréttablaðinu, sem fjallaði um riddaramennsku. 28. desember 2012 10:00 Mest lesnu erlendu fréttir ársins 2012 Mest lesnu erlendu fréttir ársins á Vísi eru af margvíslegum toga. Þó má segja að fréttir af sviplegu fráfalli Whitney Houston hafi vakið mikla athygli, en hún lést í febrúar. Þá vekur athygli að fólk er enn með hugann við Madeleine McCann sem hvarf í Portúgal fyrir tæpum sex árum síðan. Ekkert hefur spurst til hennar en lögreglumenn telja þó líklegt að hún geti verið á lífi. 28. desember 2012 10:00 Bókaárið 2012: Ár Gyrðis, Gísla og grárra skugga Bókaárið 2012 var gjöfult, þótt ekki drægi til neinna stórtíðinda. Maður ársins í bókmenntaheiminum var tvímælalaust Gyrðir Elíasson sem sendi frá sér hvert meistaraverkið af öðru. Friðrika Benónýsdóttir stiklar á stóru yfir útgáfufljótið sem bar með sér 24. desember 2012 06:00 Björgólfur er viðskiptamaður ársins Dómnefnd Markaðarins valdi Björgólf Jóhannsson, forstjóra Icelandair Group, viðskiptamann ársins 2012. Árið var enda viðburðaríkt hjá félaginu. Það opnaði hótel við höfnina í Reykjavík og stækkaði hótel sitt á Akureyri. Hryggjarstykki félagsins, Icelandair, jók verulega sætaframboð og hefur flutt tvær milljónir farþega á árinu sem er met. Þá gekk félagið frá kaupum á tólf flugvélum frá Boeing í nóvember. 28. desember 2012 07:00 Mest lesnu innlendu fréttir ársins 2012 Þegar horft er um öxl, yfir árið sem er að líða, er ljóst að lesendur Vísis hafa haft mikinn áhuga á tveimur atburðum umfram aðra. Annars vegar er um að ræða óveður sem varð á höfuðborgarsvæðinu í byrjun nóvember. Hins vegar er það Egill Einarsson, Gillzenegger, rannsókn á máli hans og þær afleiðingar sem það hefur haft. Hér að neðan má sjá tíu mest lesnu fréttir ársins. 28. desember 2012 10:00 Bestu Viðskipti ársins Kaup bandaríska líftækni- og lyfjafyrirtækisins Amgen á öllu hlutafé móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar fyrir 415 milljónir dala, um 52 milljarða króna, eru viðskipti ársins. 28. desember 2012 07:00 Mest lesnu erlendu viðskiptafréttir ársins 2012 Fréttir af tækninýjungum, einkum tengdum iPhone, voru mjög vinsælar á árinu. Annars voru vinsælar erlendar viðskiptafréttir af margvíslegum toga, rétt eins og innlendu fréttirnar. 28. desember 2012 12:00 Innlendir vendipunktar 2012: "Sá heimskulegi vani“ Eftir 266 ára útlegð hélt hin eina sanna Grýla til byggða á árinu 2012 til að klekkja á "flottræflum“ og "Epal-kommum“. Sif Sigmarsdóttir rekur spor hennar og kemst að því að færri en ætla mætti hanga í snekkjum í Reykjavíkurhöfn og væta kverkarnar úr kampavíns - gosbrunnum milli þess sem þeir skeina sér á gulllaufum og plotta arðrán íslenskrar alþýðu. 27. desember 2012 10:30 Mest lesnu innlendu viðskiptafréttir ársins 2012 Vísir var með fjölbreytta umfjöllun um viðskipti á árinu. Þetta voru jafn ólíkar fréttir og þær voru margar. Sumar hverjar í léttum dúr, eins og frétt af fyrirhugaðri opnun H&M og líka grafalvarlegar fréttir af nauðasamningum, en ekki sér enn fyrir endann á því ferli. 28. desember 2012 11:00 Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Ársins 2012 verður sennilega minnst sem ársins þegar Ísland var einn helsti viðkomustaður kvikmyndagerðarmanna frá Hollywood. Á árinu voru fjórar stórar kvikmyndir teknar upp að hluta á Íslandi: Oblivion með stórstjörnunni Tom Cruise, Noah með Russell Crowe í titilhlutverkinu, ofurhetjumyndin Thor 2 og loks kvikmynd Bens Stiller, The Secret Life of Walter Mitty. Það var íslenska kvikmyndagerðarfyrirtækið True North sem þjónustaði framleiðendur myndanna fjögurra hér á landi en segja má að True North hafi verið viðriðið öll stór erlend kvikmyndaverkefni á Íslandi í seinni tíð. "Árið 1984 var upphafsatriði James Bond myndarinnar A View to a Kill tekið upp hérna en síðan gerðist í raun ekkert þangað til að Tomb Raider kom árið 2000 og í kjölfarið kom Die Another Day. Ég vann við þau verkefni hjá Saga film ásamt meðal annars Helgu Margréti Reykdal og Árna Páli Hanssyni. Það kallaði á okkur að gera hlutina eftir eigin höfði og úr varð True North,“ segir Leifur um stofnun True North. Fyrstu verkefni nýja fyrirtækisins voru við framleiðslu Latabæjarþáttanna og við gerð kvikmyndar Baltasars Kormáks, A Little Trip to Heaven. Næsta verkefni kom hins vegar úr óvæntri átt og er enn hið stærsta sem lagst hefur verið í á Íslandi; kvikmynd Clint Eastwood Flags of Our Fathers. "Við vorum með þúsund manns á tökustað að taka upp umfangsmiklar orrustusenur með skriðdrekum og alls konar tækjum. Það má segja að þetta hafi verið eina nútíma orrustan sem hefur farið fram á Íslandi,“ segir Leifur og heldur áfram: "Þetta verkefni breytti algjörlega sýn manns á bransann. Þau vinnubrögð sem við kynntumst hjá Eastwood og hans teymi eru þau vinnubrögð sem við höfum síðan reynt að viðhafa. Enda nýtur maðurinn ómældrar virðingar í geiranum. Við vorum annars heppin að fá þessa mynd. Krónan var sterk árið 2005 og Eastwood kvartaði sáran undan kostnaði. Hins vegar var þetta eiginlega eini staðurinn þar sem hægt var að taka upp það sem hann vildi. Þeir höfðu fundið eina aðra strönd á Havaí en svo mátti ekki taka þar upp vegna sjaldgæfra skjaldbaka sem verpa þar eggjum.“ Í kjölfar Flags of Our Fathers komu þrjár erlendar kvikmyndir til Íslands; Hostel 2, Stardust og Journey to the Center of the Earth. Leifur segir að verkefnin hafi komið til Íslands af ástæðum sem voru sérstakar fyrir hverja mynd og bendir á að gengi krónunnar hafi gert það að verkum að dýrt var að koma til Íslands á þessum tíma. Það breyttist hins vegar snögglega í kjölfar bankahrunsins sem Leifur segir að sé ein helst skýring vinsælda Íslands sem tökustaðar undanfarið. Frekari sóknarfæri til"Hrun krónunnar hafði mikið að segja. Strax og við áttuðum okkur á því hvað var að gerast sendum við kort til helstu tengiliða þar sem við vorum búin að stækka Ísland. Skilaboðin voru þau að nú fengist tvöfalt meira fyrir peninginn. Annað sem skiptir miklu er endurgreiðsluprósentan en frá 2001 hafa erlend fyrirtæki átt rétt á endurgreiðslu á 14% af framleiðslukostnaði kvikmynda. Þau lög eru algjört lykilatriði þar sem án þeirra væri Ísland ekki samkeppnishæft. Fjórtán prósenta endurgreiðsla er hins vegar ekkert sérlega há og þess vegna beittum við okkur fyrir því í kjölfar hrunsins að þetta hlutfall yrði hækkað þar sem ljóst var að gengishrunið hafði gert Ísland að alvöru valkosti. Við töldum að 20% endurgreiðsla myndi fá meiri athygli og skila sér í fleiri verkefnum. Og herferðin heppnaðist því hlutfallið var hækkað í 20% árið 2009 en ég held að síðasta eitt og hálft ár hafi sannað að það hafi verið rétt ákvörðun,“ segir Leifur og heldur áfram: "Þetta eru sennilega helstu ástæðurnar en þær eru svo sem fleiri. Okkur hefur til dæmis tekist að marka Íslandi stöðu sem tökustað sem auðvelt er að selja sem aðra plánetu en það byggir auðvitað á okkar mögnuðu náttúru. Þá hafði gosið í Eyjafjallajökli nokkuð að segja en það kom Íslandi á allra varir.“ Spurður hvaða styrkleika Ísland hafi sem tökustaður, svarar Leifur: "Okkar helstu styrkleikar eru náttúran, innviðir landsins og þekking starfsfólksins. Þá njótum við góðs af því að vera stutt frá London þaðan sem margar stórar myndir eru keyrðar. Þetta hjálpar allt saman og sömuleiðis það að núna erum við komin með orðspor fyrir fagmennsku. Duncan Henderson, sem er aðalframleiðandi Oblivion og stjórnaði á sínum tíma stóru myndveri, sagði þannig við okkur í sumar að ef einhver myndi spyrja sig hvernig það væri að taka upp kvikmynd á Íslandi myndi hann svara: "It?s easy!“. Það er mesta hrós sem maður getur fengið í þessum bransa.“ Leifur leggur þó áherslu á að Ísland hafi einnig veikleika sem tökustaður. Þannig bendir hann á að flutningskostnaður sé hár ekki síst vegna hás bensínverðs og þess hve dýrt sé að leigja bíla og trukka. "Þetta er okkar Akkilesarhæll vegna þess að flutningur á tækjum og starfsfólki er stór kostnaðarliður í kvikmyndagerð. Þetta hefur líka versnað með skattahækkunum en mér finnst stórskrýtið að hækka skatta og gjöld á bíla og bensín í ljósi þess að Ísland er eyland með einhverja strjálbýlustu byggð í heimi.“ Leifur segir að þrátt fyrir vinsældir Íslands sem tökustaðar undanfarið séu enn sóknarfæri til staðar. "Ég held að Nýja-Sjáland ætti að vera okkur fyrirmynd í þessum efnum. Þar sjáum við stjórnvöld leggja mikið á sig til að fá kvikmyndaverkefni til sín, svo sem Hobbitann, með það fyrir augum að byggja síðan upp ferðaþjónustu í kringum myndirnar. Við getum gert það sama hér en sem dæmi má nefna að hjá Jökulsárlóni verður fólk enn þá vart við ferðamenn sem eru að koma þangað af þeirri einu ástæðu að það var í Die Another Day. Ég held að ef við myndum hækka endurgreiðsluna upp í eins og 25% og efla markaðssetningu landsins þá myndi áhuginn á Íslandi aftur tvöfaldast. Þá værum við líka orðin samkeppnishæf um innitökur að því gefnu að einhver væri tilbúinn til að fjárfesta í myndveri hér. Þá væri líka hægt að taka upp allt árið. Ég tel það fullkomlega raunhæft til framtíðar. Fyrst það er hægt að reka myndver á Nýja-Sjálandi ætti það að vera hægt hér. Vinnuaflið og þekkingin er til staðar, tækin og tólin eru að mestu til staðar og það sem vantar upp á má auðveldlega flytja inn. Þar fyrir utan má nefna að nú þegar við höfum eignast leikstjóra í Baltasar Kormáki sem er orðinn nafn í Hollywood getur hann beitt sér fyrir því að myndir komi hingað,“ segir Leifur. Tvær myndir enn á leiðinniAð lokum segir Leifur að síminn sé sem betur fer ekki þagnaður eftir annríkið undanfarið. "Það eru tvö mjög spennandi verkefni sem er útlit fyrir að komi til Íslands. Annað er raunar risaverkefni, vísindaskáldsaga sem heimsfrægur og virtur leikstjóri ætlar að gera. Hitt verkefnið er minna en það er þess eðlis að það mun vekja mikla athygli á Íslandi. Í báðum tilfellum hafa framleiðendurnir komið að skoða tökustaði og nú er verið að ganga úr skugga um hvort þetta gengur ekki alveg örugglega. Það er svona næstum frágengið að minna verkefnið komi, þótt ekkert sé öruggt í þessum bransa, en stærra verkefnið er komið aðeins skemmra á veg en er í jákvæðri vinnslu. Síðan er búið að hafa samband við okkur vegna tveggja annarra verkefna en það er óvíst hvort þau yrðu á næsta ári. Þannig að þessi bylgja virðist ekki alveg búin.“
Tengdar fréttir Mest lesnu skoðanir ársins 2012 Mest lesnu skoðanir sem birst hafa á Vísi á árinu 2012 eru af ýmsum toga, enda pistlahöfundar fjölmargir. Pennahöfundar hafa lýst skoðunum sínum, tilfinningum og aðstæðum. Mest lesna greinin var eftir Önnu Sigríði Ólafsdóttur sem skrifaði grein í minningu móður sinnar, en móðir hennar svipti sig lífi. Næst mest lesna greinin var grein eftir Tinnu Steinsdóttur, blaðamann á Fréttablaðinu, sem fjallaði um riddaramennsku. 28. desember 2012 10:00 Mest lesnu erlendu fréttir ársins 2012 Mest lesnu erlendu fréttir ársins á Vísi eru af margvíslegum toga. Þó má segja að fréttir af sviplegu fráfalli Whitney Houston hafi vakið mikla athygli, en hún lést í febrúar. Þá vekur athygli að fólk er enn með hugann við Madeleine McCann sem hvarf í Portúgal fyrir tæpum sex árum síðan. Ekkert hefur spurst til hennar en lögreglumenn telja þó líklegt að hún geti verið á lífi. 28. desember 2012 10:00 Bókaárið 2012: Ár Gyrðis, Gísla og grárra skugga Bókaárið 2012 var gjöfult, þótt ekki drægi til neinna stórtíðinda. Maður ársins í bókmenntaheiminum var tvímælalaust Gyrðir Elíasson sem sendi frá sér hvert meistaraverkið af öðru. Friðrika Benónýsdóttir stiklar á stóru yfir útgáfufljótið sem bar með sér 24. desember 2012 06:00 Björgólfur er viðskiptamaður ársins Dómnefnd Markaðarins valdi Björgólf Jóhannsson, forstjóra Icelandair Group, viðskiptamann ársins 2012. Árið var enda viðburðaríkt hjá félaginu. Það opnaði hótel við höfnina í Reykjavík og stækkaði hótel sitt á Akureyri. Hryggjarstykki félagsins, Icelandair, jók verulega sætaframboð og hefur flutt tvær milljónir farþega á árinu sem er met. Þá gekk félagið frá kaupum á tólf flugvélum frá Boeing í nóvember. 28. desember 2012 07:00 Mest lesnu innlendu fréttir ársins 2012 Þegar horft er um öxl, yfir árið sem er að líða, er ljóst að lesendur Vísis hafa haft mikinn áhuga á tveimur atburðum umfram aðra. Annars vegar er um að ræða óveður sem varð á höfuðborgarsvæðinu í byrjun nóvember. Hins vegar er það Egill Einarsson, Gillzenegger, rannsókn á máli hans og þær afleiðingar sem það hefur haft. Hér að neðan má sjá tíu mest lesnu fréttir ársins. 28. desember 2012 10:00 Bestu Viðskipti ársins Kaup bandaríska líftækni- og lyfjafyrirtækisins Amgen á öllu hlutafé móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar fyrir 415 milljónir dala, um 52 milljarða króna, eru viðskipti ársins. 28. desember 2012 07:00 Mest lesnu erlendu viðskiptafréttir ársins 2012 Fréttir af tækninýjungum, einkum tengdum iPhone, voru mjög vinsælar á árinu. Annars voru vinsælar erlendar viðskiptafréttir af margvíslegum toga, rétt eins og innlendu fréttirnar. 28. desember 2012 12:00 Innlendir vendipunktar 2012: "Sá heimskulegi vani“ Eftir 266 ára útlegð hélt hin eina sanna Grýla til byggða á árinu 2012 til að klekkja á "flottræflum“ og "Epal-kommum“. Sif Sigmarsdóttir rekur spor hennar og kemst að því að færri en ætla mætti hanga í snekkjum í Reykjavíkurhöfn og væta kverkarnar úr kampavíns - gosbrunnum milli þess sem þeir skeina sér á gulllaufum og plotta arðrán íslenskrar alþýðu. 27. desember 2012 10:30 Mest lesnu innlendu viðskiptafréttir ársins 2012 Vísir var með fjölbreytta umfjöllun um viðskipti á árinu. Þetta voru jafn ólíkar fréttir og þær voru margar. Sumar hverjar í léttum dúr, eins og frétt af fyrirhugaðri opnun H&M og líka grafalvarlegar fréttir af nauðasamningum, en ekki sér enn fyrir endann á því ferli. 28. desember 2012 11:00 Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Mest lesnu skoðanir ársins 2012 Mest lesnu skoðanir sem birst hafa á Vísi á árinu 2012 eru af ýmsum toga, enda pistlahöfundar fjölmargir. Pennahöfundar hafa lýst skoðunum sínum, tilfinningum og aðstæðum. Mest lesna greinin var eftir Önnu Sigríði Ólafsdóttur sem skrifaði grein í minningu móður sinnar, en móðir hennar svipti sig lífi. Næst mest lesna greinin var grein eftir Tinnu Steinsdóttur, blaðamann á Fréttablaðinu, sem fjallaði um riddaramennsku. 28. desember 2012 10:00
Mest lesnu erlendu fréttir ársins 2012 Mest lesnu erlendu fréttir ársins á Vísi eru af margvíslegum toga. Þó má segja að fréttir af sviplegu fráfalli Whitney Houston hafi vakið mikla athygli, en hún lést í febrúar. Þá vekur athygli að fólk er enn með hugann við Madeleine McCann sem hvarf í Portúgal fyrir tæpum sex árum síðan. Ekkert hefur spurst til hennar en lögreglumenn telja þó líklegt að hún geti verið á lífi. 28. desember 2012 10:00
Bókaárið 2012: Ár Gyrðis, Gísla og grárra skugga Bókaárið 2012 var gjöfult, þótt ekki drægi til neinna stórtíðinda. Maður ársins í bókmenntaheiminum var tvímælalaust Gyrðir Elíasson sem sendi frá sér hvert meistaraverkið af öðru. Friðrika Benónýsdóttir stiklar á stóru yfir útgáfufljótið sem bar með sér 24. desember 2012 06:00
Björgólfur er viðskiptamaður ársins Dómnefnd Markaðarins valdi Björgólf Jóhannsson, forstjóra Icelandair Group, viðskiptamann ársins 2012. Árið var enda viðburðaríkt hjá félaginu. Það opnaði hótel við höfnina í Reykjavík og stækkaði hótel sitt á Akureyri. Hryggjarstykki félagsins, Icelandair, jók verulega sætaframboð og hefur flutt tvær milljónir farþega á árinu sem er met. Þá gekk félagið frá kaupum á tólf flugvélum frá Boeing í nóvember. 28. desember 2012 07:00
Mest lesnu innlendu fréttir ársins 2012 Þegar horft er um öxl, yfir árið sem er að líða, er ljóst að lesendur Vísis hafa haft mikinn áhuga á tveimur atburðum umfram aðra. Annars vegar er um að ræða óveður sem varð á höfuðborgarsvæðinu í byrjun nóvember. Hins vegar er það Egill Einarsson, Gillzenegger, rannsókn á máli hans og þær afleiðingar sem það hefur haft. Hér að neðan má sjá tíu mest lesnu fréttir ársins. 28. desember 2012 10:00
Bestu Viðskipti ársins Kaup bandaríska líftækni- og lyfjafyrirtækisins Amgen á öllu hlutafé móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar fyrir 415 milljónir dala, um 52 milljarða króna, eru viðskipti ársins. 28. desember 2012 07:00
Mest lesnu erlendu viðskiptafréttir ársins 2012 Fréttir af tækninýjungum, einkum tengdum iPhone, voru mjög vinsælar á árinu. Annars voru vinsælar erlendar viðskiptafréttir af margvíslegum toga, rétt eins og innlendu fréttirnar. 28. desember 2012 12:00
Innlendir vendipunktar 2012: "Sá heimskulegi vani“ Eftir 266 ára útlegð hélt hin eina sanna Grýla til byggða á árinu 2012 til að klekkja á "flottræflum“ og "Epal-kommum“. Sif Sigmarsdóttir rekur spor hennar og kemst að því að færri en ætla mætti hanga í snekkjum í Reykjavíkurhöfn og væta kverkarnar úr kampavíns - gosbrunnum milli þess sem þeir skeina sér á gulllaufum og plotta arðrán íslenskrar alþýðu. 27. desember 2012 10:30
Mest lesnu innlendu viðskiptafréttir ársins 2012 Vísir var með fjölbreytta umfjöllun um viðskipti á árinu. Þetta voru jafn ólíkar fréttir og þær voru margar. Sumar hverjar í léttum dúr, eins og frétt af fyrirhugaðri opnun H&M og líka grafalvarlegar fréttir af nauðasamningum, en ekki sér enn fyrir endann á því ferli. 28. desember 2012 11:00