Innlent

Hannes Bjarnason: "Kannski þarf forsetinn hirðfífl“

Hannes Bjarnason.
Hannes Bjarnason.
Hannes Bjarnason segist fullviss um að hann geti orðið góður leiðtogi landsins þegar hann var spurður út í viðbrögð ungs fólks sem rætt var við á dögunum og sýnt var frá í kappræðum Stöðvar 2 sem nú fara fram í Hörpu.

Hannes segist vera einlægur og vonar að hann geti staðið undir væntingum þjóðarinnar.

Í þessu samhengi vildi Hannes rifja upp sögu. „Mikilvægasta persónan hjá hirðunum var hirðfíflið, því sá gat sagt konunginum til syndanna án þess að missa höfuðið, ólíkt öðrum," sagði Hannes.

Hann var þá spurður hvort hann væri hirðfíflið í hópnum og þá svaraði Hannes: „Kannski þarf forsetinn hirðfífl."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×